Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1145 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki?

Ef gengið er út frá því í nafninu að liðurinn Bakki sé sérnafn má rita Efri-Bakki en ef bakki er þarna venjulegt samnafn er ritað Efribakki. Þetta þarfnast nánari útskýringar sem fylgir hér á eftir. Rithátturinn Efribakki samræmist reglu sem var sett fram í auglýsingu menntamálaráðuneytis um stafsetningu árið 1...

category-iconMálvísindi: íslensk

Átti Skafti heima í Skaftafelli?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er sósíaldemókrati?

Sósíaldemókrati kallast sá sem aðhyllist sósíaldemokratisma eða jafnaðarstefnu eins og stefnan kallast á íslensku. Jafnaðarstefnan byggðist upphaflega á kenningum Karl Marx en síðar var lögð áhersla á bætt launakjör auk félagslegra og efnahagslega umbóta "innan ramma hins kapítalíska þjóðfélags í anda umbótaste...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýðir bæjarnafnið Ranakot?

Hér er átt við bæjarnafn á Stokkseyri, en þar voru tvær hjáleigur til með því nafni. Ranakot voru hjáleigur á Stokkseyri. Á myndinni sést Stokkseyri. © Mats Wibe Lund. Guðni Jónsson prófessor segir um Ranakot í Stokkseyrarhverfi sem getið er fyrst í manntali 1703, að bærinn dragi „nafn af hæðardragi því, er han...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers konar rit er Heimskringla?

Heimskringla er konungasaga en meira er fjallað um þær í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? og Hvers konar konungasaga er Fagurskinna? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör einnig. Í kjölfar Morkinskinn...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju er sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur?

Áður en rómverska tímatalið barst hingað með kirkjunni höfðu Íslendingar komið sér upp eigin tímatali sem ekki virðist hafa verið til annars staðar. Sennilega hefur Íslendingum þótt nauðsynlegt að hafa eitthvert sameiginlegt tímaviðmið eftir að þeir settu sér eigin samfélagsreglur með stofnun Alþingis snemma á 10....

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös?

Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur, en það er samheiti yfir hóp sveppa sem myndar sambýli við þörunga. Fléttur eru gott dæmi um eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu. Sveppurinn sér fléttunum fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun. Hér á landi eru f...

category-iconHugvísindi

Hversu gömul varð Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdæla sögu?

Í Íslendingasögum kemur sjaldan fram nákvæmlega hversu gamlar persónurnar urðu enda er hið kristna tímatal ekki notað að ráði í þessari bókmenntagrein. Í Laxdæla sögu er þó sagt að Snorri goði hafi orðið 67 ára og í Egils sögu kemur fram að Egill Skalla-Grímsson komst á níræðisaldur. En það er undantekning fremur ...

category-iconLandafræði

Hvað eru margir íbúar í Bandaríkjunum?

Hinn 1. ágúst 1998 er áætlað að um 270 milljónir hafi búið í Bandaríkjunum eða rétt um 1000 sinnum fleiri en á Íslandi (Íslendingar voru um 275 þúsund 1. desember 1998). Búast má við nákvæmari tölum um fjölda Bandaríkjamanna vegna þess að manntal hefur verið nýframkvæmt þegar þetta er skrifað (í júlí 2000) en ...

category-iconLögfræði

Er hægt að setja lög á Suðurskautslandinu sem Íslendingar verða að fara eftir?

Suðurskautslandið er ekki sjálfstætt ríki og því er þar enginn sjálfstæður löggjafarvaldshafi eða löggjafi. Nokkur ríki gera tilkall til ákveðinna hluta Suðurskautslandsins en óljóst er hvaða hlutar þess tilheyra hverju. Því verða ekki sett lög á Suðurskautslandinu sem slíku og af því leiðir að Íslendingar hvorki ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er fólksfjölgunin í % á þessu ári?

Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. desember 2004 voru íbúar Íslands 293.291 talsins og aukningin var 0,96% frá því í fyrra. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar mun íbúatalan halda áfram að vaxa á komandi árum. Íslendingar verða þá 304.711 árið 2010, 325.690 árið 2020 og 353.416 árið 2045. Þeir sem vilja f...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða ríki voru í Varsjárbandalaginu?

Varsjárbandalagið (e. Warsaw Pact) var stofnað af átta löndum í Austur-Evrópu 14. maí árið 1955. Stofnaðilar voru Búlgaría, Ungverjaland, Austur-Þýskaland, Pólland, Albanía, Tékkóslóvakía, Rúmenía og Sovétríkin. Tilgangurinn með stofnuninni var að mynda hernaðarbandalag ríkja í Austur-Evrópu til móts við Atlantsha...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið Hvítserkur?

Fjallið Hvítserkur (Röndólfur). Merking orðsins hvítserkur er ‘hvítur kyrtill (ermalaus eða ermastuttur)’. Hvítserkur sem örnefni er notað um eitthvað sem líkist slíku fati. Þannig heita eftirfarandi náttúrufyrirbæri Hvítserkur: Foss í Fitjaá í Skorradal í Borgarfirði (Annálar 1400-1800. Reykjavík 1940. IV:96...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?

Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...

category-iconHugvísindi

Hvað vissu Evrópuþjóðir um Ísland á miðöldum?

Frá upphafi byggðar á Íslandi hefur fólki á vesturströnd Noregs verið kunnugt um landið því sjálfsagt hafa verið stöðugar siglingar þangað. Einnig skiptir máli að langt fram eftir miðöldum var þungamiðja norska konungsríkisins á vesturströndinni því konungur hafði aðsetur í Björgvin. Í samanburði við Norðmenn voru...

Fleiri niðurstöður