Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 961 svör fundust
Hvað er þetta landnámslag sem jarðfræðingar og fornleifafræðingar tala stundum um?
Stórgos, sem gengur undir heitinu Vatnaöldugos, varð á Veiðivatna- og Torfajökulssvæðinu 870 (eða þar um bil).[1] Það var aðallega gjóskugos með mikilli gjóskuframleiðslu og gjóskufalli um mestallt land, aðallega í nágrenni gosstöðvanna inni á hálendinu. Því fylgdi einnig smávægilegt hraunrennsli. Ef til vill v...
Sjá hvalir liti?
Flest landspendýr hafa litasjón þótt hún sé í fæstum tilfellum eins og hjá okkur mönnunum. Öðru máli gegnir hins vegar um sjávarspendýr eins og hvali. Í stuttu máli þá eru tvenns konar ljósnemar (e. photoreceptors) í sjónhimnu augans, annars vegar stafir og hins vegar keilur. Stafirnir eru sérhæfðir til að nem...
Hvers konar planta er íslenskur einir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Get ég fengið helstu upplýsingar um íslenskan eini (plöntuna)? Einir (Juniperus communis) er eina upprunalega, innlenda barrtréð. Hann er af sýprusætt, einnig kölluð grátviðarætt (Cupressaceae). Talið að um 50-60 einitegundir séu í heiminum öllum sem skiptast svo niður...
Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu?
Hefðbundið er að flokka hraun eftir efnasamsetningu í basísk, ísúr og súr hraun (sjá mynd). Hraun af basískri samsetningu eru langalgengust. Þau þekja meira en 70% af yfirborði jarðar og mynda stærsta hluta hafsbotnsins, meirihluta úthafseyja og flæðibasaltfláka meginlandanna.[1] Þó að ísúr og súr hraun séu til st...
Hvað er helluhraun og hvar er slík hraun helst að finna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um helluhraun? Hvað er það, hvar er það helst að finna og hverjar eru helstu upplýsingar um slík hraun? Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Eins og nafnið gefur til kynna, auðkennist yfirborð helluhrauna af samfelld...
Hver er munurinn á heila karla og kvenna?
Karlar og konur eru ólík á ýmsan hátt, bæði í útliti og hegðun. Þar sem öll hegðun er afleiðing af virkni taugakerfisins hlýtur ólík hegðun kynjanna að eiga sér rætur í ólíkri gerð og starfsemi heila karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur munur er til staðar þótt ekki sé enn að fullu ljóst hvað vel...
Hvað er Akureyrarveikin?
Akureyrarveikin er vel þekktur og skráður sjúkdómur. Hún gengur undir heitinu Akureyri disease eða morbus Akureyriensis í alþjóðlegum læknaritum en er þó stundum jafnframt eða einvörðungu skráð undir nafninu Iceland disease, Íslandsveikin. Akureyrarveikin er smitsjúkdómur eða sýkingasjúkdómur í hópi þeirra sjú...
Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi?
Uppprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi? Á þá við andlegt og líkamlegt. Til eru þrjár tegundir af ofbeldi, 1) tilfinningalegt ofbeldi, 2) líkamlegt ofbeldi og 3) kynferðislegt ofbeldi. Hér verður fjallað um tilfinningalegt og líka...
Hvað er ljósmyndaminni?
Aðrar spurningar: Af hverju gleymum við sumu, en annað munum við? Er hægt að þjálfa heilann upp í svokallað ljósmyndaminni? Hvað veldur ljósmyndaminni og er það eitthvað sem hægt er að þjálfa? Hversu nákvæmt er ljósmyndaminni? Svonefnt leifturminni (e. flashbulb memory) er minni sem geymir mjög skýrar minnin...
Hver var al-Khwarismi og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Menning stóð með miklum blóma í Mið-Austurlöndum á áttundu og níundu öld e.Kr. Hún nefndist íslömsk menning, kennd við trúarbrögðin sem urðu til þar á sjöundu öld, íslam. Abū Abdallāh Mohamed ibn-Mūsā al-Khwārismī var íslamskur rithöfundur sem var uppi um það bil 780–850 e.Kr. Al-Khw&...
Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Kurt Gödel hefur verið kallaður mesti rökfræðingur síðan á dögum Aristótelesar. Gödel-setningin svonefnda, sem hann sannaði á tuttugasta og fimmta aldursári, er ein frægasta niðurstaða stærðfræðinnar: Hún er þekkt langt út fyrir raðir stærðfræðinga, og það er sárasjaldgæft. Hún er kannski líka sú stærðfræðiniðurst...
Eru fleiri stafir í íslenskum orðum en í skyldum tungumálum?
Í íslenska stafrófinu eru taldir 33 bókstafir: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó p, r, s, t, u, ú, v, x, y, ý, z, þ, æ, ö Auk þessara bókstafa eru c og w sem aðeins eru notaðir í mannanöfnum af erlendum uppruna. Í dönsku og norsku eru bókstafirnir 29. Þar eru ekki notaðir broddstafi...
Hvernig æxlast smokkfiskar?
Smokkfiskar (Teuthida, e. squids) eru tíu arma sjávarhryggleysingjar sem tilheyra fylkingu höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar sem hafa átta arma. Líkami smokkfiska er rörlaga og ílangur og er hausinn yst. Þeir eru misstórir eða frá rúmum einum sentímetra á lengd upp í rúmlega 20 metra og eru þá stærstu...
Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?
Í 38. grein laga um kosningar til Alþingis segir meðal annars:Dómsmálaráðuneytið skal þegar tilkynna stjórnmálasamtökum, sem eru á skrá, um ný stjórnmálasamtök sem tilkynnt eru og um ósk þeirra um listabókstaf. Ákveður ráðuneytið bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra og með hliðsjón af listabókstöfum annar...
Í hvaða fæðutegundum er nikkel?
Nikkel er að finna í fjölda fæðutegunda. Yfirleitt er töluvert meira nikkel í fæðutegundum úr jurtaríkinu en dýraríkinu. Í hnetum er til að mynda heilmikið nikkel en tiltölulega lítið er af því í mjólkurmat, fiski og eggjum. Aðrar fæðutegundir sem innihalda nikkel í ríkum mæli eru súkkulaði, þurrkaðar baunir og ým...