Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 323 svör fundust
Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar eins og COVID-19 breiðast út?
Nokkrir hafa spurt Vísindavefinn spurninga um það hvenær COVID-19-faraldurinn nái hámarki sínu á Íslandi og hvernig slíkt sé reiknað út. Hér er eftirfarandi spurningu svarað: Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar breiðast þegar faraldur eða heimsfaraldur gengur yfir? Hvernig er það gert? Þetta er athyglisverð spu...
Hvernig er dýralífið í Marokkó?
Marokkó í Norður-Afríku er eitt þriggja landa í heiminum sem á strönd bæði að Atlants- og Miðjarðarhafi. Líffræðilegur fjölbreytileiki er töluvert mikill í Marokkó enda eru náttúrlegar aðstæður, landslag, veður- og gróðurfar, nokkuð ólíkar eftir því hvar í landinu borið er niður. Landið er fjalllent, í norðurhluta...
Hvers konar fiskur er hrossamakríll?
Orðið hrossamakríll er í daglegu tali notað um nokkrar tegundir fiska af ættkvíslunum Trachurus og Caranx. Íslenskir fiskifræðingar nota ekki orðið hrossamakríll heldur nefna þessar tegundir brynstirtlur og bæta iðulega við öðru orði sem tilgreinir nánar búsvæði fiskanna. Hrossamakríll er til dæmis haft um tvær...
Hver voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum í mars 2020?
Vísindavefur HÍ sló vikulegt aðsóknarmet sitt í marsmánuði 2020 - og það reyndar tvisvar sinnum. Í tólftu viku ársins (frá 16. mars til 22.) voru vikulegir notendur rúmlega 45.000 og höfðu aldrei verið fleiri. Í vikunni þar á eftir var metið strax slegið þegar vikulegir notendur mældust 49.850. Súlurit sem sýni...
Getur kínín haft áhrif á á sinadrátt, fótaóeirð, hjartsláttaróreglu og malaríu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Getur kínín haft áhrif á sinadrátt, fótaóeirð, hjartsláttaóreglu og sem meðhöndlun malaríusníkla? Hvernig verkar kínín alkalóíðinn í líkamanum og á malaríusníkilinn? Kínín er plöntubasi (alkalóíð) sem er að finna í berki kínatrésins, Cinchona. Nafnið hefur ekkert með landið Kína ...
Hvað var gert við geðsjúklinga á Íslandi fyrr á öldum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað var gert við geðsjúklinga (t.d. fólk með geðklofa) á Íslandi fyrr á öldum? Voru til einhvers konar hæli þar sem þeir voru „geymdir" eða voru þeir bara heima hjá fjölskyldum sínum? Geðsjúkt eða sinnisveikt fólk á Íslandi bjó við jafn misjöfn kjör og þau voru mörg fram til ...
Í hvað er kopar notaður?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hverjir eru efnafræðilegir eiginleikar og sérkenni kopars? Hvað er efnið eir, í hvað er það notað og hver er munurinn á því kopar? Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum. Kopar gengur einnig undir heiti...
Er Herjólfsdalur eldgígur?
Í ritinu Náttúrvá á Íslandi [1], bls. 410-411, segir svo: Jarðfræði Heimaeyjar er allvel þekkt núorðið. Hannes Mattson og Ármann Höskuldsson[2] sýndu fram á það, út frá jarðlagaskipan og uppbyggingu eyjarinnar, að fyrir utan hraun og gjall frá 1973 hafi hún öll orðið til í eldgosum síðustu 5-20 þúsund árin, eða e...
Hver er staða ósonlagsins í dag?
Í heild er spurningin svona:Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig? Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo. Óson er sameind úr þremu...
Hvað er kaldur samruni og hafa vísindamenn uppgötvað eitthvað nýtt í þeim efnum?
Samruni felst í því að tveir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Auðvelt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis með því að hraða tvívetnisatómi með 15.000 volta...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ármann Höskuldsson rannsakað?
Ísland er byggt upp af kviku er streymt hefur úr möttli jarðar undanfarnar ármilljónir. Núverandi yfirborð ofan sjávarmáls hefur að geyma jarðlög og sögu eldvirkni á Íslandi síðustu 17 milljónir ára. Yngstu jarðmyndanir Íslands eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-2015. Eldgos er ekki bara eldgos, heldur síbreytile...
Hvað er „meme“ og er til íslenskt orð yfir það?
Breski líffræðingurinn Richard Dawkins kom fram með hugtakið meme í bók sinni The Selfish Gene sem kom út árið 1976 og fjallar um hópa, erfðir og náttúruval. Dawkins myndaði orðið meme með því að fella saman enska orðið gene og gríska orðið mimeme (μίμημα „það sem hermt er eftir“)....
Af hverju nefndu íslenskir landnemar í Kanada byggð sína þar Gimli?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Byggð Nýja Íslands í Kanada var nefnd Gimli. Hver er uppruni og þýðing þess orð, þ.e. af hverju var þetta orð öðrum fremur talið tilvísun til heimahaganna á Íslandi? Þegar spáð er í landnám íslenskra innflytjenda í Manitóbafylki í Kanada árið 1875 og mögulegar ástæð...
Hvar smitast fólk helst af COVID-19?
COVID-19 orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2. Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem inniheldur meðal annars fjórar svokallaðar „kvefkórónuveirur“ og einnig tvær sem valda SARS (e. severe acute respiratory syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) hvor um sig. Um allar þessar veirur má lesa mei...
Hvað eru aurskriður og hvað veldur þeim?
Hér á Íslandi er hugtakið aurskriður notað yfir nokkuð margar gerðir ofanflóða, en ofanflóð er samheiti yfir flutning efnis (þar með talið snjór, berg, set eða jarðvegur) vegna áhrifa þyngdarafls. Flokkunarkerfi skriðufalla sem mest er notað hér á landi í seinni tíð byggir á flokkun sem sett var fyrst fram á sj...