Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hverjir eru efnafræðilegir eiginleikar og sérkenni kopars?
Hvað er efnið eir, í hvað er það notað og hver er munurinn á því kopar?
Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum. Kopar gengur einnig undir heitinu eir.
Málmurinn kopar, sem einnig kallast eir, er frumefni með efnatáknið Cu.
Kopar er málmur með einstaklega góða hita- og rafleiðni, næstbestu leiðni allra málma á eftir silfri. Hreinn kopar er tiltölulega mjúkur, auðmótanlegur (e. malleable) og hefur gott þanþol (e. ductile). Það er því frekar auðvelt að móta kopar, sveigja hann án þess að hann brotni, draga hann út í víra og fletja hann í þynnur. Þessir eiginleikar kopars, auk verðs og framboðs, ráða því að hann er þriðji mest notaði málmur heims á eftir járni og áli.
Kopar er aðallega notaður hreinn en einnig sem kopar-málmblendi með alls konar íbótarefnum eins og tini, áli, járni, mangani, nikkeli, sinki, fosfór, arseniki, beryllíni og kísil. Með viðbót þessara íbótarefna fást aðrir efnafræðilegir og eðlisfræðilegir eiginleikar en kopar einn og sér býr yfir, og þannig geta kopar-málblendi hentað betur fyrir önnur verkefni þar sem þörf er á öðrum styrk, teygjanleika/þanþoli, tæringarþoli og slitþoli.
Listinn yfir notkun kopars (bæði hreins og sem málmblendi) er ansi langur en um helmingur af þeim kopar sem framleiddur er í dag er nýttur í byggingar, þar á meðal í handrið og hurðarhúna vegna bakteríudrepandi eiginleika, pípulagnir, þök og þakrennur þar sem hann þolir vel ágang veðurs, varmaskipta vegna góðrar hitaleiðni og raflagnir vegna góðrar rafleiðni.
Kopar er notaður í margs konar hluti, til dæmis í suma mynt.
Kopar er einnig að finna í rafstöðvum og rafmagnsköplum sem leiða rafmagn frá rafstöðvum á áfangastaði, hita- og kælikerfum, samgöngutækjum (lestum, skipum, bílum og flugvélum), raftækjum (meðal annars útvörpum, sjónvörpum og tölvum), legum, gormum, hljóðfærum, gítar- og píanóstrengjum, skartgripum, myntum og alls konar tólum eins skiptilyklum, töngum, skrúfjárnum og hömrum, svo fátt eitt sé nefnt.
Heimildir: