Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5924 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvenær er orðið svo mikið drasl í herbergi að maður er í rauninni að taka til þegar maður sparkar í hluti?

Þessi spurning er ekki öll þar sem hún er séð, heldur má heimfæra hana upp á merkilegar og erfiðar ráðgátur í mannlegri hugsun. Undir býr í raun og veru önnur spurning, hvort við getum flokkað eða metið ástandið í herberginu og þannig sagt til um að eitt ástand feli í sér meiri „reglu“ eða „reiðu“ en annað. Samkvæ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur sú áralanga hefð að syngja þjóðsöngva landa fyrir landsleiki? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? er flutningur söngsins Hen Wlad Fy Nhadau á Cardiff Arms Park í Wales árið 1905 fyrsta þekkta dæm...

category-iconFélagsvísindi

Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er hægt, án samþykkis forsjáraðila, að skuldfæra á barn sem hefur fengið leigða myndbandsspólu, en ekki skilað henni á tilsettum tíma?Stutta svarið við þessari spurningu er að það er vel hægt að skuldfæra á börn sem taka myndbandsspólur á leigu, en torvelt er að innheimta hj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér eitthvað um bjölluna asparglyttu?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Fann bjöllur með gylltan skjöld á víðiplöntu. Geturðu sagt mér hvaða bjalla þetta er og hvort hún er skæð fyrir gróðurinn? Hér er væntanlega verið að tala um asparglyttu (Phratora vitellinae) sem er nýlegur landnemi hér á landi. Asparglytta er orðin afar algeng í trjágróðri ...

category-iconLögfræði

Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?

Spurningin lýtur að því hvort löggæslufólki sé óheimilt að framfylgja skipunum af tveimur ólíkum ástæðum, það er annars vegar þegar það telur að skipun brjóti gegn siðferðisvitund sinni og hins vegar þegar það telur að hún sé mögulega ólögmæt. Fyrst verður vikið að síðari ástæðunni og mestu púðri eytt í hana en sv...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef allir í heiminum stæðu hver ofan á öðrum, hvað myndi gerast?

Í heiminum búa um sex milljarðar manna. Meðalmassi mannkyns er líklega um 20-40 kíló (vegna fjölda barna). Þá er heildarmassi alls mannkyns um 200 milljarðar kílógramma eða 200 milljón tonn. Þetta er þó ekki nema brotabrot (um það bil 0,00000000001%) af massa jarðar þannig að þetta myndi ekki hafa nein áhrif á jör...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er nám í stjarneðlisfræði langt?

Stjarneðlisfræðinám er yfirleitt jafnlangt og nám til sama prófs í öðrum greinum raunvísinda. Með öðrum orðum er til dæmis nám til meistaraprófs í stjarneðlisfræði oftast 5 ár frá stúdentsprófi, en stundum 4 ár. Flestir eru um 10 ár að ljúka doktorsprófi eftir stúdentspróf ef námið er nokkurn veginn samfellt. M...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp?

Taka verður fram að til eru tvær gerðir af tyggigúmmí. Önnur er hið eiginlega tyggigúmmí eða tyggjó, á ensku nefnt ‘chewing gum’. Hin er svokallað ‘bubble gum’, á íslensku blöðrutyggjó eða kúlutyggjó. Menn hafa nota tuggu úr trjákvoðu, vaxi eða einhverju öðru í mörg þúsund ár. Hins vegar er talið að tyggjó haf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar verpir krían?

Krían (Sterna paradisaea) er algengur varpfugl víða um heim, þar með talið á Íslandi, en hér á landi er varpstofninn talinn í hundruðum þúsunda para. Krían verpir á norðlægum svæðum í Evrópu og Asíu (Rússlandi), á vesturströnd Grænlands, austurströnd Kanada, heimskautaeyjum Kanada og í Alaska. Krían verpir á nor...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta rottur synt?

Brúnrottan (Rattus norvegicus) er mjög vel synd en svartrottan (Rattus rattus) er hins vegar ekki jafn sterk á sundi þó sést hafi til hennar taka sundtökin. Rottur sjást oft á sundi til dæmis í höfnum og vötnum. Stundum hafa þær sést synda yfir vötn og milli hafnargarða, sundleiðir sem hafa jafnvel verið nokku...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju koma stírur í augun?

Stírur eru í rauninni ekkert annað en storknuð tár. Tár myndast í tárakirtlum sem liggja undir húðinni í jaðrinum á efra augnlokinu. Þau eru samsett úr vatni, söltum, slími og sýkladrepandi efni sem kallast lýsózým. Hlutverk tára er þannig að hreinsa og verja augun og sjá til þess að þau haldist rök. Venjulega ...

category-iconÍþróttafræði

Hvað er keppt í mörgum íþróttagreinum á Ólympíuleikunum í London?

Á opinberri heimasíðu Ólympíuleikanna í London sem fara fram dagana 27. júlí til 12. ágúst eru taldar upp 36 mismunandi íþróttagreinar en þar er meðal annars að finna fjórar mismunandi tegundir hjólreiða og tvær greinar sem teljast til fimleika. Með mismunandi skilgreiningum má því fá mismikinn fjölda íþróttagrein...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Halda hrafnar þing?

Orðið þing er meðal annars notað um fund og mannamót. Upphafleg merking orðsin er talin vera samkoma. Orðið hrafnaþing er haft um það þegar hrafnar flykkjast saman á jörðu niðri. Í yfirfærðri merkingu er síðan talað um mannamót sem hrafnaþing. Kunn er sú þjóðsaga að hrafnar haldi hrafnaþing á haustin og skipi ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til einhver ensk orð sem tekin eru úr íslensku?

Vissulega eru til íslensk tökuorð í ensku en miklu fremur fornnorræn. Sem dæmi mætti nefna berserk (= berserkur), egg, geysir, jökulhlaup, rannsaka, saga, skata, sky (e. himinn, ísl. ský). Hafa þarf í huga að lítill munur var á norsku og íslensku á dögum víkinga sem sigldu frá Noregi í vesturátt og komu við á Bret...

category-iconFöstudagssvar

Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Fleiri niðurstöður