Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 397 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvernig voru mælieiningar staðlaðar á Íslandi áður en metrakerfið var tekið í notkun?

Upprunalega spurningin var: Hvernig hafa Íslendingar staðlað mælieiningar í gegnum tíðina áður en metrakerfið var tekið í notkun? Danskir kaupmenn höfðu einokun á verslun á Íslandi 1602–1787. Átjánda öldin var Íslendingum á margan hátt erfið sökum drepsótta og harðindaára. Verslun dönsku kaupmannanna gekk m...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað eru dauð atkvæði og hafa þau einhver áhrif á úrslit kosninga?

Öll spurningin hljóðaði svona:Hvað þýða dauð atkvæði í kosningum? Hvaða áhrif hafa dauð atkvæði á kosningaúrslit? Græða einhverjir flokkar á dauðum atkvæðum? Hugtakið dauð atkvæði (e. wasted votes) er venjulega notað um þau atkvæði sem falla á flokka eða framboð sem ekki fá neina fulltrúa kjörna til þings eða ...

category-iconHeimspeki

Geta dýr eins og hvalir haft einhver réttindi?

Hugmyndin um réttindi dýra hefur verið á döfinni um allnokkurt skeið en ýmsir hugsuðir settu hana fram af fullum þunga seint á 20. öld. Spurningin er að sjálfsögðu mannmiðuð, það er spurt er frá sjónarhóli mannsins hvort dýr hafi réttindi gagnvart manninum. Lögmál náttúrunnar og líf dýra samkvæmt þeim er annað mál...

category-iconHagfræði

Hver var Milton Friedman og hvert var hans framlag til hagfræðinnar?

Peningamagnshyggja (e. monetarism) er kenning sem rökstyður að peningamagn sé mikilvægasti áhrifavaldur á verðlag og hagsveiflur. Á þennan hátt er peningamagnshyggjan í raun náskyld peningamagnskenningunni sem oft er kennd við klassísku hagfræðina. Peningamagnshyggjan og endurreist peningamagnskenning á seinni hlu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað ræður endingu á íbúaheitum, af hverju eru Kínverjar ekki Kínar eða Finnar Finnlendingar?

Upprunalega spurningin var: Af hverju köllum við fólk frá Finnlandi „Finna“ en ekki „Finnlendingar“ og fólk frá Kína „Kínverja“ en ekki „Kínar“? Hvað ræður því hvernig endingin á þjóðerni hljómar? Heiti á íbúum annarra landa eru sérstakur geiri í íslenska orðaforðanum sem hefur þurft sinn tíma til að mótas...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?

Spyrjandi lét einnig fylgja með spurningunni: Það sem ég geri þegar ég er óviss um stafsetningu, er að slá því inn í Google. Fyrirfram er með 1,4 milljónir dæmi, fyrir fram með miklu færri. Hér verður gerð tilraun til að gefa þrjú möguleg svör við spurningunni en leggja verður áherslu á orðin „tilraun“ og „...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju ætti Guð að leiða okkur í freistni eins og segir í Faðirvorinu?

Faðir vor er bænin sem Jesús kenndi okkur. Það er að finna á tveimur stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Fjallræðu Jesú í Matteusarguðspjalli, 6. kapitula, 9.-13. versi og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapitula, 2.-4. versi. Útgáfan í Fjallræðunni er sú sem er okkur töm. Þar kemur Faðir vor á efti...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?

Beislun kjarnasamruna (e. nuclear fusion) er ennþá óleyst þraut. Bæði er eðlisfræðin enn ekki að fullu skilin og auk þess þarf að leysa ýmis verkfræðileg vandamál áður en hægt verður að nýta kjarnasamruna til orkuframleiðslu. Svarið við spurningunni um hversu langt sé að bíða þess að nýta megi kjarnasamruna t...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver uppgötvaði ljósröfun?

Þýski eðlisfræðingurinn Heinrich Hertz uppgötvaði ljósröfun árið 1887. Næstu tvo áratugina voru gerðar miklar rannsóknir á fyrirbærinu en eiginleikar þess voru í mikilli mótsögn við klassíska rafsegulfræði. Skýring Einsteins á fyrirbærinu frá 1905 er eitt þeirra verka sem ruddu skammtafræðinni braut. Skýringin hla...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju stafar þunglyndi?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum Hverjar eru algengustu orsakir þunglyndis? frá Baldri Þórssyni og Er þunglyndi andlegur eða líkamlegur sjúkdómur? frá Gunnari Aroni Ólasyni. Ekki er vitað með vissu hvað það er sem veldur þunglyndi. Greina má ætlaðar orsakir gróflega í 3 flokka: Líffræðilega þætti, sál...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var hugsun George Orwells á bak við skáldsöguna Dýrabæ?

Enska rithöfundinum George Orwell (1903-1950, fæddur Eric Blair) var svo ákaflega uppsigað við óréttlæti heimsins að hann gerði skrif pólitískra ádeiluverka að hugsjón sinni. Fyrstu bækur hans frá fjórða áratug 20. aldar voru í samræmi við þá hugsjón. Bókin Down and Out in Paris and London (Utan garðs í París og ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er jaðarpersónuleikaröskun? Er hægt að ráða bót á henni?

Persónuleika Grettis Ásmundssonar á Bjargi hefði trúlega mátt lýsa þannig að Grettir hafi verið önuglyndari eða uppstökkari en gerist og gengur. Með því er átt við að hann hafi sýnt af sér önuglyndi eða að hann hafi stokkið upp á nef sér bæði oftar og víðar en aðrir. Einnig væri með lýsingunni gert ráð fyrir því a...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um Staðardagskrá 21?

Staðardagskrá 21 (e. Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, í Rio de Janeiro 1992. Sem alþjóðleg ályktun er hún ekki þjóðréttarlega bindandi, eins og ef um staðfestan alþjóðlegan sáttmála væri að r...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?

“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...

category-iconJarðvísindi

Höfðu Skaftáreldar einhver áhrif á veðurfar?

Skaftáreldar höfðu víðtæk áhrif á veðurfar, og fyrirliggjandi gögn benda til þess að móðan hafi lækkað meðalárshitann á norðurhveli jarðar um eina gráðu í eitt til þrjú ár. Jafnframt sýna samtímaheimildir að áhrifin voru hvorki einsleit né jafndreifð um norðurhvelið. Sumarið 1783 einkenndist af mjög óvenjulegu veð...

Fleiri niðurstöður