Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 250 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað er rakhnífur Ockhams og hvernig beita vísindamenn honum?

Rakhnífur Ockhams er vel þekkt en jafnframt umdeild regla vísindalegrar aðferðafræði sem gengur í grófum dráttum út á að gera einfaldari kenningum hærra undir höfði en þeim sem flóknari eru. Rakhníf Ockhams er aðeins beitt þegar fleiri en ein kenning samrýmist þeim athugunum eða gögnum sem fyrir liggja. Reglan kve...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær varð íslenskt rapp til og hver er saga þess?

Rapptónlist barst afar seint til Íslands, ólíkt til að mynda íslensku dauðarokki, sem skaut rótum nánast samhliða viðlíka hræringum erlendis. Það er velþekkt staðreynd að pönkið kom seint til Íslands; hér sprakk það út 1981 en hafði þá verið í fullum gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum fjórum árum fyrr. Íslenska ra...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?

Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru erfðaupplýsingar?

Erfðir eru lykileiginleiki lífvera. Lífverur bera í sér kjarnsýrur og afkomendur þeirra fá afrit af þeim, og þannig flytjast upplýsingar milli kynslóða. En hvaða upplýsingar liggja í DNA-þráðum og litningum? Erfðaupplýsingar má flokka gróflega í tvær gerðir. Annars vegar upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir ...

category-iconLæknisfræði

Er náttúrulegt hjarðónæmi ekki eina skynsamlega leiðin út úr faraldri COVID-19?

Það er til mjög einfalt og vel rökstutt svar við þessari spurningu: nei. Nýlega hefur talsvert borið á misvísandi umræðu um hjarðónæmi og eiginleikum þess, í þeim tilgangi að hvetja til slökunar á hörðum aðgerðum til sóttvarna víða um heim. Þann 4. október 2020 skrifaði hópur heilbrigðisstarfsmanna (meðal anna...

category-iconLæknisfræði

Hvað getur maður gert ef það kemur lús í skólann? Á maður bara að labba um með plastpoka á hausnum?

Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í hári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og er því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast af höfuðlús en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára ...

category-iconLífvísindi: almennt

Snemma í sögu jarðar var geislavirkni í jarðskorpunni talsverð. Hefur verið metið hvaða áhrif slík náttúruleg geislun hafði á stökkbreytingar og þróun lífvera?

Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið metið og ég er ekki viss um að það sé hægt. Þekking manna á þróun lífsins snemma í sögu jarðarinnar er að mörgu leyti gloppótt, en merki um þróunarbreytingar í sögu lífsins má einkum greina á tvo vegu, með athugun á steingervingum og með samanburði á núlifandi tegundum, ...

category-iconHagfræði

Hvers vegna eru fríhafnir til?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði? Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanl...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Seltjörn á Seltjarnarnesi til?

Á milli Gróttu og Suðurness yst á Seltjarnarnesi liggur breið vík, kölluð Seltjörn, og er nesið kennt við hana. Svæðið við Seltjörn er vinsælt útivistarsvæði og fjöldi fólks fer daglega út að Gróttu til að njóta sjávarloftsins. Það er þó ekki víst að allir sem þar eiga leið um átti sig á þeirri jarðfræðigersemi se...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?

Jón Hnefill Aðalsteinsson segir í grein sinni um þjóðtrú í Íslenskri þjóðmenningu: Þjóðtrú er veigamikill og margslunginn þáttur þjóðmenningar og setur mark sitt á menningu flestra þjóða. Er átt við þjóðtrú í almennri og yfirgripsmikilli merkingu sem felur í sér hvaðeina af vettvangi hins yfirnáttúrulega og ós...

category-iconLæknisfræði

Valda stærri skammtar af veiru verri COVID-19-sjúkdómi?

Nokkuð hefur verið rætt um mögulegt samband milli þess magns SARS-CoV-2 (veirunnar sem orsakar COVID-19) sem berst í einstakling og alvarleika veikinda í kjölfarið. Tilgátan hljómar þannig að magn veirunnar sem sýkir okkur í upphafi hafi áhrif á alvarleika sjúkdóms — þeim mun meira af veirunni, þeim mun alvarlegri...

category-iconLæknisfræði

Hvað er ósæðalokuþrengsl og hvaða nýjungar eru í meðferð?

Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vesturlöndum og þriðji algengasti hjarta- og æðasjúkdómurinn á eftir háþrýstingi og kransæðasjúkdómi.[1] Á Íslandi er algengi ósæðarlokuþrengsla samkvæmt hjartaómun 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt en samhliða hækkandi aldri þjóðar má gera ráð fyrir að f...

category-iconMenntunarfræði

Hvað er læsi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er læsi? Hér er átt við læsi í sinni víðustu mynd ekki orðabókarskilgreiningu. Orðið læsi í íslensku er notað bæði sem almennt orð og íðorð. Læsi sem almennt orð Sem almennt orð er læsi notað bæði í bókstaflegri merkinu og í yfirfærðri merkingu: Í bóks...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru genalækningar og er hægt að nota þær gegn hvítblæði?

Genalækningar byggja á aðferðum sameindaerfðafræði og frumulíffræði. Þeim má skipta í tvær gerðir, kímlínugenalækningar og líkamsfrumugenalækningar. Kímlínugenalækningar myndu fela í sér erfðabreytingu á kynfrumum eða snemmfóstrum/stofnfrumum, sem síðan gætu af sér einstakling. Afkvæmi þess einstaklings gætu eigna...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað gerist í Bandaríkjunum ef atkvæði í kjörmannakerfinu standa á jöfnu?

Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona: Hvað gerist ef forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum fá báðir 269 kjörmenn? eða ef annar frambjóðandi vinnur nægilega marga kjörmenn til að koma í veg fyrir að hægt sé að ná 270 kjörmönnum? Hvaða afleiðingar gæti það haft ef báðir forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum f...

Fleiri niðurstöður