Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 911 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eigintíðni?

Allir hlutir hafa eigintíðni (e. natural frequency). Eigintíðni hlutar er sú sveiflutíðni sem honum er eiginleg og á þeirri sveiflutíðni titrar hluturinn. Eigintíðni hlutar ákvarðast af efnaeiginleikum hlutarins ásamt lögun hans, massa, stærð og togi/spennu (e. tension) og er eigintíðnin mæld í hertsum (Hz) en sú ...

category-iconVísindi almennt

Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt?

Chupacabra er lífvera af óstaðfestri tegund sem deilt er um hvort til sé í raun og veru. Rannsóknir á slíkum dýrategundum falla vanalega undir duldýrafræði (e. cryptozoology) sem er ekki viðurkennd fræðigrein en hér verður þó leitast við að svara spurningunni af sanngirni. Heiti dýrsins er samsett úr spænsku sö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru öll dýr með hjarta?

Lífverur sem tilheyra dýraríkinu (Animalia) eru mjög ólíkar, allt frá einfruma frumdýrum (Protozoa) til stærstu hvala. Mörg dýr hafa eitt hjarta sem dælir blóði um æðakerfi. Þannig flytja þau súrefnis um líkamann. Þetta er þó ekki einhlítt. Í dýraríkinu tíðkast ýmsar leiðir til þess að koma súrefni til frumna. Stu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Nikola Tesla og hvert var framlag hans til vísindanna?

Nikola Tesla var af serbneskum ættum og fæddist í smábænum Smiljan í Austurríki-Ungverjalandi (nú hluti af Króatíu) árið 1856. Ungur að árum fékk hann ýmsar framúrstefnulegar hugmyndir, til dæmis að í framtíðinni yrði mögulegt að varpa myndum sem fólk sæi fyrir sér í huganum upp á skjá, smíða vélmenni sem hegðuðu ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig breytist hegðun frumeindar eða rafeindar ef umhverfi hennar er tómarúm?

Við gerum stundum greinarmun á því sem við köllum stórsætt (macroscopic) annars vegar og smásætt (microscopic) hins vegar. Við köllum þá hluti stórsæja sem eru nógu stórir til þess að við sjáum þá með berum augum en hina köllum við smásæja. Suma slíka hluti getum við séð í einhvers konar smásjám en aðrar efnisein...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að telja upp að endalausu?

Til þess að telja upp að endalausu þarf maður annað hvort að telja óendanlega hratt eða óendanlega lengi. Því miður er hvorugt á mannlegu valdi. Hér á eftir fylgir þó smá hugleiðing hvernig hægt er að framkvæma þetta. Hafa ber í huga að þetta er eingöngu til gamans gert. Ef við viljum telja upp að endalausu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig geta fuglar ratað svona langar vegalengdir?

Hér er einnig svarað spurningu Eyjólfs Jónssonar (f. 1989), Af hverju rata dúfur alltaf heim?Ein helsta ráðgáta náttúrufræðinnar hefur verið sú hvernig fuglum hefur tekist að rata á sama hreiðurstæðið ár eftir ár þrátt fyrir langt og erfitt flug yfir úthöf og meginlönd. Fuglar sem leggja upp í farflug notast við ý...

category-iconJarðvísindi

Hver var stærsta risaeðlan?

Almennt er talið að finngálknið (Brachiosaurus) sé þyngsta risaeðlan, en það gat orðið allt að 55 tonn á þyngd og 25 m langt. Trölleðla (Supersaurus), sem var náskyld þórseðlubróður (Diplodocus), var hins vegar lengri eða um 42 m en líklega hefur hún vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?

Flest, ef ekki öll, spendýr sýna hryggð og gefa frá sér hljóð sem hugsanlega er hægt að túlka sem grát. Engin dýrategund grætur þó á sama hátt og maðurinn. Rannsóknir á atferli apa, meðal annars rannsóknir hins fræga prímatafræðings, Jane Goddall, hafa sýnt fram á að ungir simpansar gefa frá sér einhvers konar...

category-iconLæknisfræði

Hvað er MÓSA-smit?

MÓSA er skammstöfun á Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus. Staphylococcus aureus er algeng bakteríutegund, sem lifir að staðaldri á húð og einkum í nefi um það bil 20-40% manna, án þess að valda nokkrum einkennum eða skaða. Komist hún hins vegar í sár, blóðbraut eða aðra vefi getur hún valdið misalvarleg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju sjá uglur sjá svona vel í myrkri? Getur uglan snúið hausnum í hálfhring eða getur hún snúið hausnum í heilan hring?Uglur hafa þróað með sér afar næma nætursjón sem er mjög sérstök fyrir margra hluta sakir. Eins og flestum er kunnugt um þá er veiðitími flestra tegu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er feldur af tígrisdýrum mikið notaður í fataiðnaði?

Feldir af tígrisdýrum eru lítið notaðir í fataiðnaði af þeirri einföldu ástæðu að dýrin eru alfriðuð og verslun með þau eða afurðir þeirra er stranglega bönnuð. Þrátt fyrir það virðist vera markaður fyrir tígrisdýrafeldi í austanverðri Asíu og undanfarin 2-5 ár virðist svartamarkaðsbrask með þá hafa farið mjög vax...

category-iconHugvísindi

Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands?

Fyrst og fremst hefðu þrælar Ingólfs alls ekki fundið súlurnar á gönguferð sinni meðfram strönd Íslands til vesturs frá Ingólfshöfða. Þeir hefðu nefnilega hvorki getað látið sér detta í hug að sigla áfram vestur á bóginn til Grænlands né heldur hefðu þeir ráðið við það í beinu framhaldi af erfiðri ferð til Íslands...

category-iconHugvísindi

Voru húskarlar þrælar eða höfðu þeir meira frelsi?

Frummerking orðsins húskarl virðist vera „karlmaður í þjónustu annars manns, sem er húsbóndi eða húsfreyja hans“. Ekkert eitt orð um konur samsvarar því nákvæmlega; orðið húskerling er ekki til, og húskona merkir annaðhvort „húsfreyja“ eða var notað um konu sem bjó á heimili manns án þess að vera eiginkona hans eð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp litina?

Litirnir eru ekki uppfinning í sama skilningi og saumavélin eða ljósaperan. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru litir? verða litirnir til í "samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila." Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem...

Fleiri niðurstöður