Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 808 svör fundust

category-iconLögfræði

Get ég höfðað mál gegn sjálfum mér?

Svarið við spurningunni er bæði já og nei. Þú getur að sjálfsögðu stefnt sjálfum þér en reglur einkamálaréttarfars um aðild að dómsmáli og sakarefni valda því að málinu yrði vísað frá og væri þar af leiðandi ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Um þetta efni gilda lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála (aðallega...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp stjörnumerkin og hvað tákna þau?

Allri himinhvelfingunni er skipt í 88 hluta sem við nefnum stjörnumerki. Hvert stjörnumerki er myndað af litlum stjörnuhópi. Frá jörðu séð sýnast stjörnurnar í hverju merki tiltölulega nálægt hver annarri en í raun tengjast þær yfirleitt ekkert innbyrðis og er fjarlægðin milli þeirra mjög mismunandi. Mörg stjör...

category-iconHagfræði

Hvað kostar að framleiða eina krónu?

Það kostaði síðast ríflega þrjár krónur að láta slá hverja krónumynt. Þessar myntir duga í áratugi, ólíkt seðlunum sem duga að jafnaði í örfá ár, en þó mismunandi eftir notkun. Hver mynt er að jafnaði notuð sem greiðslumiðill í fjölda viðskipta og ef þeirra nyti ekki við gætu viðskipti orðið tregari í einhverjum t...

category-iconHugvísindi

Hvað er leif í sagnfræði?

Leif er grundvallarhugtak í heimildafræði sagnfræðinga. Leifar eru öll bein ummerki fortíðarinnar, allar varðveittar menjar liðins tíma sem bera uppruna sínum vitni. Þar með eru allar heimildir sagnfræðinnar óhjákvæmilega leifar. Hvaða gagn er þá að þessu sérstaka hugtaki, frekar en tala bara um heimildir? Jú, ...

category-iconHeimspeki

Fengju apar mannréttindi ef hægt væri að kenna þeim að tala?

Hvort apar fengju mannréttindi við það að læra að tala veltur annars vegar á því hvaða skilning maður leggur í mannréttindahugtakið og hins vegar hvað í því felst að læra að tala. Lítum fyrst á seinna atriðið. Þegar páfagaukar læra að tala þá læra þeir einungis að herma eftir því sem þeir heyra, en þeir læra ek...

category-iconHugvísindi

Getið þið gefið mér einhverjar upplýsingar um útfærslu landhelginnar og þorskastríðið?

Saga landhelgismálsins og þorskastríðanna getur talist löng eða stutt, eftir því hvernig á það er litið. Þorskastríðin voru í raun þrjú og áttu sér stað á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Á hinn bóginn hefur öldum saman verið deilt um landhelgi og fiskveiðiréttindi hér við land. Þegar Ísland komst undir vald ...

category-iconLögfræði

Getur lögreglan handtekið einstakling fyrir öll þau brot sem varða við lög?

Nei, lögreglan getur ekki handtekið menn fyrir öll brot sem varða við lög. Lögregla hefur aðeins heimild til að handtaka menn fyrir brot sem varða við refsingu eða í sérstökum tilvikum þegar þarf að fjarlægja menn sem valda vandræðum eða eru líklegir til þess. Nánari heimildir um þetta má finna í lögreglulögum. ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar það?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar ísbaðið? Er ekki lengur gott að fara í heitt bað eftir að hafa erfiðað?Kuldi hefur margvísleg áhrif á líkamsstarfsemina. Það er vel þekkt að kæling dregur úr bólgumyndun og blæ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju andar fólk í bíómyndum ofan í bréfpoka þegar það er stressað?

Öndunin sem spyrjandi vísar til nefnist oföndun (e. hyperventilation) en það hugtak er notað um óeðlilega mikla og hraða öndun. Þegar við oföndum berst meira koltvíildi frá okkur en þegar við öndum eðlilega. Koltvíildið sem við losum úr líkamanum við öndun verður til þegar frumur í líkamanum sundra lífrænum efnum ...

category-iconLögfræði

Hvað eru meginreglur laga?

Meginreglur laga eru „þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið.“ Einnig er hægt að skilgreina meginreglur laga sem „óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakra...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er expressjónismi í tónlist?

Hugtakið expressjónismi kom fyrst fram í myndlist en var síðar tengt við stefnu í tónlist. Stefnan spratt fram við upphaf 20. aldar, meðal annars sem andóf gegn impressjónisma, enda hugtökin andstæð. Impression merkir áhrif og er þar átt við áhrif hins ytri veruleika á listamanninn. Expression merkir hins vegar tj...

category-iconUmhverfismál

Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er það rétt að kólnandi sjór taki til sín CO2 og hlýnandi sjór skili honum frá sér, er það rétt eða rangt? Allar lofttegundir sem eru í andrúmsloftinu leysast upp í sjó að einhverju marki og almennt er leysni hverrar þeirra meiri við lágan sjávarhita en háan. Styrkur...

category-iconLögfræði

Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi?

Í kjölfar siðaskipti á 16. öld komst hér á lúthersk kristni í stað kaþólsku miðaldakristninnar. Um svipað leyti hófst þróun miðstýrðs ríkisvalds í Danaveldi sem á 17. öld varð að háþróuðu einvaldsríki. Lútherskan þar í landi varð opinber ríkisátrúnaður og kirkjan dæmigerð ríkiskirkja að svo miklu leyti sem hún var...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað geturðu sagt mér um Émile Durkheim?

Líkt og allar aðrar fræðigreinar er félagsfræðin lifandi vettvangur kenninga og rannsókna þar sem nýjar hugmyndir og nýjar niðurstöður leysa gamlar af hólmi. Sjálft viðfangsefni félagsfræðinnar er þjóðfélagið, sem við lifum í. Þar sem það ólgar af sífelldum breytingum er óumflýjanlegt að fræðigreinin, sem er helgu...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um útburð barna í heiðni á Íslandi?

Þrátt fyrir skort á ritheimildum frá heiðnum tíma á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er sú skoðun ríkjandi meðal fræðimanna að útburður á börnum hafi verið stundaður í norrænum samfélögum í heiðni. Heimildir um útburðinn sem fræðimenn styðjast við eru Íslendingabók og Íslendingasögur og -þættir, það er Harðar sag...

Fleiri niðurstöður