Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 968 svör fundust
Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi?
Samkvæmt vefsetri NASA um sólmyrkva verður næsti sólmyrkvi sunnudaginn 23. nóvember 2003 og hann er almyrkvi. Hann verður sýnilegur á hluta af suðurhveli jarðar. Almyrkvinn mun fyrst sjást á Indlandshafi en hann færist síðan yfir Suðurskautslandið, Ástralíu, Nýja-Sjáland og syðsta hluta Argentínu og Chile. Hér s...
Hvað eruð þið gömul?
Ritstjórn Vísindavefsins er í dag þann 9. maí 2006 samtals 186 ára. Við ritstjórnina starfa 5 manns og því er meðalaldur ritstjórnarmeðlima 37,2 ár, en miðgildið myndi vera 35 ár. Einn starfsmaður ritstjórnar er þó aðeins í hálfu starfi og því er spurning hvort aldur þess einstaklings teljist aðeins til hálfs. ...
Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum?
Þessi landselsurta hefur líklega ekki verið kynþroska. Nýfæddir landselskópar eru vanalega um 9-11 kg að þyngd og 70-90 cm langir. Undir venjulegum kringumstæðum þyngjast landselskópar um rúmlega helming á fyrsta ári þannig að lauslega á skotið hefur þessi urta verið á öðru til þriðja ári. Landselur © Jón Baldur ...
Hver er sérstaða náhvals? Lifir hann í hópum? Hvernig fer fyrir honum ef hann missir tönnina?
Náhvalurinn (e. narwhal eða narwhale, Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Hann er algengastur við strandlengju Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást, en mun sjaldnar, undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska. Náhvali er sjaldgæft að finna sunnan við 70° breiddargráðu. N...
Hvar eru rauðhærðir algengastir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í hvaða landi eða landsvæði eru rauðhærðir algengastir? Hvar er Ísland í röðinni hvað varðar hlutfall rauðhærðra? Er hægt að sjá með DNA-rannsókn hvaðan rauðhærðir Íslendingar koma? Rautt hár er algengast meðal Vesturlandabúa, en nær óþekkt hjá upprunalegum ættbálkum Afríku, A...
Voru ísbirnir á Íslandi fyrir landnám?
Hafís er undirstaða þess að lífvænlegt sé fyrir hvítabirni en þeir eru útbreiddir með ströndum og á hafís allt umhverfis norðurheimskautið.[1] Suðurmörk útbreiðslu þeirra ráðast af því hversu langt vetrarísinn nær. Þar sem ekki er stöðugur hafís, til dæmis umhverfis Ísland, geta hvítabirnir ekki búið þó þeir rambi...
Af hverju heita mörgæsir þessu nafni?
Heitið mörgæs er væntanlega tilkomið vegna líkamsgerðar dýranna. Elsta þekkta dæmið um heitið mörgæs á þessu einkennisdýri Suðurskautslandsins er að finna í tímaritinu Fjölni frá 1847. Nafnið er sennilega séríslenskt. Eins og lesendur Vísindavefsins vita þá eru mörgæsir búlduleitir og ófleygir fuglar, enda hold...
Hvert er stærsta þekkta liðdýrið?
Við höfum áður skrifað um stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar, en það er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi) sem finnst á grunnsævi umhverfis Japanseyjar. Á fyrri skeiðum jarðstögunnar voru hins vegar til mun stærri liðdýr en þau sem lifa í dag. Það sýnir steingervingasagan okkur. Eitt s...
Er til sérstakt málafbrigði á Siglufirði?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að spyrja um heiti á ákveðinni málhefð. Ég veit að á Siglufirði sleppa menn stundum eignarfornafni þegar talað er um hluti sem tilheyra einhverjum, t.d. bíllinn mömmu í stað bíllinn hennar mömmu, báturinn afa í stað báturinn hans afa, dótahillan Helgu í stað dótah...
Gæti ég fengið að vita allt um kjóa?
Kjóinn (Stercorarius parasiticus) er farfugl og flestir þeirra koma til Íslands snemma í maí. Kjóar verpa um allt land en sandauðnir meðfram strandlengjunni eru uppáhalds varpstaðir þeirra. Kjóinn er um 45 sentímetrar á lengd og vegur á bilinu 350-500 grömm. Vænghaf Kjóans er um 120 sentímetrar. Kjóinn étur ót...
Hvað eru fjárlög?
Í 42. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld. Í 41. grein kemur jafnframt fram að ekkert gjald má greiða af hendi, ne...
Hvað er krían lengi að fljúga frá Íslandi til Suðurskautslandsins?
Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían (Sterna paradisaea). Flugleiðin frá varpstöðvum á norðurhjaranum suður að ísbreiðunum við Suðurskautslandið getur verið rúmlega 35 þúsund km og þessa vegalengd fer fuglinn tvisvar á ári. Krían eltir því í raun sumarið og birtuna þ...
Hver byggði Eiffelturninn, hvers vegna var hann byggður og hvenær?
Eiffelturninn er eitt þekktasta tákn Parísarborgar og hefur verið sóttur heim af yfir 200 milljón manns. Forsaga turnsins er að halda átti heimssýningu í París árið 1889 í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá frönsku byltingunni, en byltingin gjörbreytti á sínum tíma stjórnkerfi Frakklands. Haldin var samke...
Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?
Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það ha...
Hvað eru dráttarvextir og hver er munurinn á þeim og venjulegum vöxtum?
Í lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 er sérstaklega fjallað um svokallaða dráttarvexti. Sé krafa greidd eftir gjalddaga er kröfuhafa (lánveitanda) heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknast frá gjalddaga að greiðsludegi. Hafi ekki verið samið um sérstakan gjalddaga getur kröfuhafi krafist drá...