Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 232 svör fundust
Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?
Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Frá upphafi hefur Surtsey verið undir strangri vernd og eru áhrif mannfólks á náttúrulega ferla í eynni lágmörkuð eins og hægt er. Fáheyrt er að slík svæði séu vöktuð jafn vel og raunin er í Surtsey og má segja að eyjan sé ra...
Hvaða handrit Íslendinga töpuðust í brunanum í Kaupmannahöfn?
Einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar er stórbruninn í Kaupmannahöfn haustið 1728. Mestur hluti miðbæjarins brann til kaldra kola, þar með talið háskólahverfið, að undanteknu háskólaráðshúsinu. Háskólabókasafnið eyðilagðist gjörsamlega og með því ótal handrit, meðal annars ófá íslensk handrit frá miðöldum. Stj...
Hvernig myndaðist fjallið Hvítserkur?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd:Hvernig myndaðist hið sérstaka fjall Hvítserkur, sem stendur norðan við Loðmundarfjörð á Austfjörðum? Hvítserkur við Húsavík norðan Loðmundarfjarðar er án vafa eitt af sérstakari fjöllum Íslands. Í útliti er fjallið ólíkt öllum öðrum fjöllum landsins. Það er ljóst yfirli...
Er Herjólfsdalur eldgígur?
Í ritinu Náttúrvá á Íslandi [1], bls. 410-411, segir svo: Jarðfræði Heimaeyjar er allvel þekkt núorðið. Hannes Mattson og Ármann Höskuldsson[2] sýndu fram á það, út frá jarðlagaskipan og uppbyggingu eyjarinnar, að fyrir utan hraun og gjall frá 1973 hafi hún öll orðið til í eldgosum síðustu 5-20 þúsund árin, eða e...
Hvað er kristall og af hverju myndast hann?
Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...
Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er?
Áreiðanlegustu upplýsingarnar um dýpi á kviku í jarðskorpunni fást með samtúlkun staðsetningu jarðskjálfta við nákvæmar landmælingar og líkanagerð til að túlka mælingarnar. Kvika verður til við hlutbráðnun í möttlinum. Kvikan er eðlisléttari en berg og leitar því upp í átt að yfirborði jarðar. Á Íslandi eru eld...
Hvað er segultímatal og hvernig er það notað?
Í stuttu máli. Segulsvið jarðar (1. mynd) hefur umskautast „ótal sinnum“, síðast fyrir um 780 þúsund árum (2. mynd), og sennilega lengst af frá örófi alda. Segulstefnan á hverjum tíma er skráð (bundin) í bergið sem þá var að myndast, ekki síst í basalti hafsbotnanna og ofansjávar í hraunlögum. Segultalið sjálft v...
Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi?
Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir dýpstu stöðuvötn landsins: 1.Jökulsárlón, Breiðamerkursandi260m 2.Öskjuvatn220m 3.Hvalvatn160m 4.Þingvallavatn114 m 5.Þórisvatn113m 6.Lögurinn112m 7.Kleifarvatn97m 8.Hvítárvatn84m 9.Langisjór75m Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir ...
Hvaða áhrif höfðu Skaftáreldar á Ísland og íslenskt samfélag?
Eldgosið sem við köllum Skaftárelda hófst 8. júní 1783 í óbyggðum norður af Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar gaus í langri röð gíga sem eru kallaðir Lakagígar og liggja í suðvestur frá vesturjaðri Vatnajökuls í gegnum fellið Laka. Nokkrum dögum síðar helltist hraunstraumurinn niður í byggðina eftir farvegi Skaf...
Hvað er vitað um dyngjugos á Reykjanesskaga?
Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengi, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmme...
Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu? Lögun fjallsins er allt öðruvísi en á hefðbundnu móbergsfjalli. Hestfjall lætur ekki mikið yfir sér, þar sem það liggur framlágt nokkru austan við Selfoss. Jarðfræði þess var nokkuð könnuð upp úr miðri síðustu öld, meðal...
Hversu algengt er að nýjar eyjar verði til í eldgosum?
Þessu er nú tæplega auðsvarað fyrir heiminn allan, en svo vel vill til að Sigurður heitinn Þórarinsson skrifaði grein um neðansjávargos við Ísland í Náttúrufræðinginn árið 1965. Þá var Surtseyjargosið 1963-67 í algleymingi og efnið ofarlega á baugi. Í inngangi að greininni segir Sigurður frá nokkrum þeirra erlendu...
Hvernig verða hellar til?
Flestir náttúrlegir hellar heimsins hafa orðið til við það að roföfl af ýmsu tagi grófu holrúm í berg sem áður hafði myndast. Undantekningar eru hraunhellar á eldfjallasvæðum, til dæmis á Íslandi og Hawaii, sem verða til samtímis berginu sem þeir eru hluti af. Kalksteinshellar Lang-algengastir og frægastir eru...
Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?
Þessi spurning beinist að kjarna storkubergfræðinnar – uppruna og venslum hinna ýmsu bergtegunda. Á síðasta fimmtungi 20. aldar var orðið ljóst að storkubergi á jörðinni má í aðalatriðum skipta í fjórar meginsyrpur, sem hver um sig tengist tilteknu „jarðfræðilegu umhverfi.“ Á rekhryggjum myndast lág-alkalíska eða ...
Eru fangelsismál á Íslandi ólík því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum?
Íslensk fangelsi í samanburði við önnur norræn ríki Íslenska ríkið á og rekur öll fangelsi hér á landi.[1] Fangelsismálastofnun var stofnuð árið 1989 eftir forskrift systurstofnana á Norðurlöndum og hefur ætíð síðan sótt fyrirmyndir sínar þangað. Samstarf milli norrænu þjóðanna er náið, bæði hvað varðar ný full...