Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 922 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um orrustuna við Midway?
Orrustan við Midway var ein örlagaríkasta sjóorrusta seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún var háð milli japanska flotans annars vegar og bandaríska flotans hins vegar við kóraleyjuna Midway í norðurhluta Kyrrahafsins dagana 3.-6. júní 1942. Það þótti mjög sérstakt að orrustan var nær eingöngu háð með flugvélum frá ...
Af hverju keyra sumar þjóðir vinstra megin og aðrar hægra megin?
Vinstri umferð á sér mjög langa sögu. Þegar vopnaðir menn mættust, gangandi eða ríðandi, var tryggast að hafa höndina sem sverðinu brá sömu megin og sá var, sem á móti kom. Örvhentir riddarar urðu sjaldan ellidauðir. Þegar Bónifasíus áttundi páfi bauð pílagrímum árið 1300 að víkja til vinstri, var hann aðeins ...
Hver var Sveinn Pálsson og hvert var framlag hans til vísindanna?
Sveinn Pálsson (1762-1840) fæddist og ólst upp á Steinsstöðum í Skagafirði, elstur sex systkina. Að loknu fimm ára námi á Hólum 1782 reri hann eina vetrarvertíð í Njarðvík og hóf síðan læknanám hjá Jóni Sveinssyni landlækni í Nesi við Seltjörn. Þar var hann fjóra vetur en sigldi til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn h...
Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?
Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús...
Hvað er múkk, sjúkdómur sem hrjáir hesta?
Múkk er húðbólga í kjúkubótinni á hestum, en kjúkubótina er að finna aftan til á kjúkunni, undir hófskegginu. Húðin er tiltölulega þunn og viðkvæm á þessu svæði. Fyrstu einkennin eru aukin fitumyndun í húðinni sem getur þróast í vessandi bólgu og sár. Hross geta orðið hölt af þessum sökum. Ekki er vitað með vissu ...
Hvaða heimspekingur sagði að við getum ekki stigið tvisvar í sama lækinn?
Þessi heimspekingur hét Herakleitos eða Heraklítos og var frá borginni Efesos á vesturströnd Litlu-Asíu, skammt norðan við Míletos sem var mikil miðstöð mannlífs og fræða á þessum tíma. Efesos kemur talsvert við sögu í Nýja testamentinu og er núna fjölsóttur ferðamannastaður því að fornar leifar hennar hafa varðve...
Eru Thomas og Julian Huxley á vísindadagatalinu tengdir og sést Thomas á málverkinu í bakgrunni myndarinnar af Julian?
Enski líffræðingurinn Thomas H. Huxley (1825-1895) var föðurafi líffræðingsins Julians Huxley (1887-1975). Þeir eru báðir á vísindadagatali HÍ og Vísindavefsins fyrir árið 2011. Á myndinni af Julian sem birtist á vísindadagatalinu sést afi hans í bakgrunni á málverki. Á þessari síðu er hægt að skoða stórt eintak a...
Er hægt að fjarlægja eiturkirtla úr snákum og gera þá þannig tiltölulega meinlausa?
Já, það er hægt að fjarlægja eiturkirtlana með skurðaðgerð en ekki er þar með sagt að snákarnir verði meinlausir. Aðgerðin er ekki hættulaus því nauðsynlegt er að gera nokkuð stóran skurð á höfði snáksins. Lengi var þetta draumur snákaáhugamanna um allan heim, því hættulegustu snákar veraldar eru að margra mati ei...
Nýttist Hubblessjónaukinn til annars en að taka myndir af geimnum?
Eins og fram kemur í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun? uppgötvaðist skekkja í spegli Hubble eftir að hann var prófaður í geimnum. Í ljós kom að safnspegillinn hafði verið slípaður á rangan hátt svo skeikaði 10 nanómetrum. Þetta olli svonefndri k...
Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð, ég bjó til orðið tunglsstrjáli?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð? Fyrir alllöngu datt mér í hug að ef að búið væri til samsett orð sem byrjaði á orðinu tungl og það væri í eignarfalli, þ.e. tungls þá væru þegar komnir fjórir samhljóðar, en það er alls ekki algengt. Ég gerði mér grein fy...
Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?
Vilmundur Jónsson landlæknir stakk upp á heitinu veira snemma á sjötta áratug 20. aldar í stað tökuorðsins vírus sem notað hafði verið um skeið. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um veiru eru frá um 1955. Sigurður Pétursson gerlafræðingur, sem kaus frekar orðið vírus, skrifaði grein í Náttúrufræðin...
Hver uppgötvaði ljósröfun?
Þýski eðlisfræðingurinn Heinrich Hertz uppgötvaði ljósröfun árið 1887. Næstu tvo áratugina voru gerðar miklar rannsóknir á fyrirbærinu en eiginleikar þess voru í mikilli mótsögn við klassíska rafsegulfræði. Skýring Einsteins á fyrirbærinu frá 1905 er eitt þeirra verka sem ruddu skammtafræðinni braut. Skýringin hla...
Hver fann upp geislakolsaðferðina til að aldursgreina til dæmis risaeðlur, og hvenær gerðist það?
Efnafræðingar við háskólann í Chicago þróuðu geislakolsaðferðina á fimmta áratugnum. Fyrir rannsóknahópnum fór W. F. Libby sem lýsti aðferðinni í bók sem kom út árið 1952. Hann hlaut fyrir þetta Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1960. Fyrstu aldursgreiningu með geislakolsaðferð birtu Arnold og Libby árið 1949, og tí...
Hver var hugsun George Orwells á bak við skáldsöguna Dýrabæ?
Enska rithöfundinum George Orwell (1903-1950, fæddur Eric Blair) var svo ákaflega uppsigað við óréttlæti heimsins að hann gerði skrif pólitískra ádeiluverka að hugsjón sinni. Fyrstu bækur hans frá fjórða áratug 20. aldar voru í samræmi við þá hugsjón. Bókin Down and Out in Paris and London (Utan garðs í París og ...
Tengjast vitringarnir þrír Kaspar, Melkíor og Baltasar þrettándanum?
Í hugum margra er þrettándinn fyrst og fremst síðasti dagur jóla, dagurinn þegar jólaskrautið er tekið niður, síðasti jólasveinninn fer heim til sín og allt sem jólunum fylgir lagt til hliðar fram að næstu aðventu. Þrettándinn er hins vegar ekki bara dagurinn til þess að pakka saman jólunum heldur hefur hann um al...