Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 300 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað er klóróform, hvaða áhrif hefur það á líkamann og hvað veldur sefandi áhrifum þess?

Klóróform (e. chloroform) er lífrænt efnasamband með sameindaformúluna CHCl3. Við stofuhita er það litlaus vökvi með sæta lykt. Efnið er tríhalómetan, en halómetan eru efnasambönd þar sem einu fjögurra vetnisatóma í metani (CH4) hefur verið skipt út fyrir halógenatóm. Suðumark klóróforms er 61,2°C, bræðslumark er ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Tay-Sachs sjúkdómur og hvernig erfist hann?

Tay-Sachs-sjúkdómur er víkjandi erfðasjúkdómur. Hann orsakast af galla sem veldur skorti á ensími sem kallast β-hexoaminídasi A. Þetta ensím finnst í leysikornum (e. lysosomes) en leysikorn eru frumulíffæri sem gegna því hlutverki að brjóta niður sameindir til endurvinnslu fyrir frumuna. Venjulega stuðlar ens...

category-iconHagfræði

Hvað er fjármálalæsi?

Fjármálalæsi felur í sér getu til að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum, þar með talið í efnahagsumhverfinu. Fjármálalæsi byggist á þekkingu, viðhorfum og hegðun og snýst um að geta tekið uppl...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig eru lífsýni rannsökuð í glæparannsóknum og af hverju er ekki hægt að gera það á Íslandi?

Lífsýni (e. biopsy) eru sýni úr lífverum. Uppruni sýnanna er fjölbreytilegur, þau geta verið úr ólíkum lífverum og notagildi þeirra er einnig margháttað, allt frá grundvallarrannsóknum til glæparannsókna. Eins og nafnið gefur til kynna koma lífsýni alltaf úr lífverum eða innihalda lífveruleifar. Algengast er að...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Thomas Morgan og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

Thomas Hunt Morgan fæddist 25. september 1866, í Lexington, Kentucky, í Bandaríkjunum en lést 4. desember 1945. Bakgrunnur Morgans var í þroskunarfræði en hans merkilegustu uppgötvanir voru á sviði erfðafræði. Hann lauk doktorsprófi (1899) frá John Hopkins-háskóla í Baltimore, þar sem hann rannsakaði þroskun s...

category-iconHugvísindi

Hvernig er hægt að kenna lýðræði í skólum? Geta skólar verið lýðræðislegir?

Stutta svarið við fyrri spurningunni gæti verið: Skólar geta kennt lýðræði með því að vera lýðræðislegir. Í skólasamhengi er ýmist litið á lýðræði sem markmið – skólinn á að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi – eða sem einkenni á starfsháttum skólans – daglegt starf á að mótast af „lýðræðislegu s...

category-iconNæringarfræði

Hver borðaði fyrsta ísinn í heimi?

Ekki er hægt að svara þessari spurningu með því að benda á einhvern tiltekinn einstakling og segja að hann hafi óumdeilanlega verið fyrstur allra til að borða ís. Svarið fer líka eftir því hvernig við skilgreinum orðið ís. Flestir nota orðið um frystan mat úr mjólkurvörum (eða jurtafeiti) með sykri og bragðefnum í...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var hinn íslenski Stjáni blái?

Stjáni er algengt stuttnefni karlmanna sem bera nafið Kristján. Stjáni blái er vel þekkt heiti á bandarískri teiknimyndapersónu sem kallast Popeye á frummálinu. Enska heitið vísar til þess sem er 'stóreygur' eða hefur 'útstæð augu' en teiknimyndapersónan hefur frá fyrstu tíð verið eineygð, með útstætt vinstra auga...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru aurskriður og hvað veldur þeim?

Hér á Íslandi er hugtakið aurskriður notað yfir nokkuð margar gerðir ofanflóða, en ofanflóð er samheiti yfir flutning efnis (þar með talið snjór, berg, set eða jarðvegur) vegna áhrifa þyngdarafls. Flokkunarkerfi skriðufalla sem mest er notað hér á landi í seinni tíð byggir á flokkun sem sett var fyrst fram á sj...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Í hvaða menntaskóla er best að fara til að verða geimfari og lenda á tunglinu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í hvaða menntaskóla þarf ég að fara í til að geta lært um geiminn og farið á tunglið. Mig langar svo mikið að fara útaf ég ætla að vera fyrsti Íslendingurinn að lenda á tunglinu til að gera mömmu og pabba stolt af mér. Stutta svarið er að framhaldsskólar búa fólk ek...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefði það fyrir lífið á jörðinni ef öllum skordýrum væri eytt?

Núna er um ein milljón tegunda skordýra þekkt í heiminum[1] og gert er ráð fyrir að tegundirnar geti verið um fimm milljónir. Um 80% tegunda skordýra eru óþekkt, aðallega í frumskógum hitabeltisins. Bandaríski skordýrafræðingurinn Edward O. Wilson áætlaði að um tíu milljarðar milljarða (e. ten quintillion) skordýr...

category-iconSálfræði

Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum?

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um notkun hugtakanna vinstri og hægri í umræðu um stjórnmál: Hver er ástæða þess að stjórnmálastefnur er titlaðar til hægri eða vinstri? Þegar það er talað um vinstri og hægri í pólitík, hvað er þá átt við? Hver er munurinn á hægrisinnuðum manni eða vinstrisinnuðum? Hvað er ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver er saga Tyrkjaveldis?

Tyrkjaveldi, sem einnig er nefnt Ósmanska veldið eða Ottómanveldið,[1] á sér rúmlega 600 ára sögu. Það var stofnað árið 1299 og að lokum leyst upp árið 1923. Þegar ríki Seljúka leið undir lok á 13. öld var Anatólíu eða Litlu-Asíu (landsvæði sem nú tilheyrir asíska hluta Tyrklands) skipt á milli nokkurra fylkinga. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið útskýrt fyrir mér Richterskvarðann?

Richterskvarðinn er notaður til að mæla og bera saman stærð jarðskjálfta. Hann á rót sína að rekja til mælinga með stöðluðum skjálftamælum í staðlaðri fjarlægð frá upptökum skjálfta. Stigafjöldi skjálfta samkvæmt honum miðast við útslag eða sveifluvídd á slíkum mæli, en er um leið grófur mælikvarði á orkuna sem lo...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að búa til gerviþyngdarafl eða þyngdarhermi?

Svarið er já; það er vel hægt og við gerum það oft sjálf eða upplifum það í daglegu lífi. Eiginlegur þyngdarkraftur verkar milli allra hluta sem hafa massa eða búa yfir orku. Slíkur kraftur verður til eða breytist þegar massi eða orka myndast eða færist úr stað. Hægt er að líkja fullkomlega eftir þess konar þyngda...

Fleiri niðurstöður