Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6351 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?

Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga n...

category-iconVísindavefurinn

Hvaða þrautir leystu Borgfirðingar í vísindaveislu Háskólalestarinnar?

Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin í Borgarnesi laugardaginn 12. maí 2018. Þar spreyttu Borgfirðingar og aðrir viðstaddir sig á ýmiss konar þrautum sem Vísindavefur HÍ lagði fyrir gesti. Þrautirnar voru átta talsins og náði enginn að leysa þær allar. Gáta Einsteins var til að mynda enn óleyst í lok dag...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um ameríska bolabítinn (American Bulldog)?

Upphaf ameríska bolabítsins má rekja til Bretlandseyja en fyrr á öldum var hann mjög vinsæll þar og gegndi margvíslegum „störfum“ fyrir mannfólkið. Hann var mest notaður allra hundaafbrigða í landbúnaði, til dæmis sem varðhundur, hann var vanur að vera innan um búfénað og gætti hans gegn ýmsum rándýrum og þjófum. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geturðu sagt mér allt um birni og sýnt mér myndir?

Birnir tilheyra bjarnarætt (Ursidae) sem skiptist í tvær undirættir; Ailurinae (pandabirnir) en til hennar heyrir aðeins ein tegund risapandan (Ailuropoda melanoleuca), og Ursinae (birnir) sem inniheldur sjö tegundir í þremur ættkvíslum. Einungis verður fjallað um tegundir af Ursinae-undirættinni hér þar sem lesa ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getið þið sagt mér allt um Kína? Landfræðilega, um íbúa, menningu, sögu og fjármál?Svarið við þessari spurningu er eiginlega einfalt nei. Við getum ekki sagt þér allt um Kína, en hægt er að stikla á stóru um landafræði, íbúa, menningu, sögu og efnahag Kína. Menningarsvæ...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?

Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri tr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er merkilegt við Amasonfljótið, regnskóginn þar og allt dýralífið?

Amasonfljót er vatnsmesta fljót í heimi og það næstlengsta, á eftir Níl. Vatnsmagnið sem fellur til sjávar í Amasonfljótinu er meira en fellur til sjávar samanlagt í Níl, Mississippi- og Yangtze-fljóti en Mississippi-fljót er það þriðja lengsta í heiminum og Yangtze-fljót það fjórða lengsta. Fljótið rennur að mest...

category-iconHugvísindi

Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?

Shi Huangdi (始皇帝), sem merkir bókstaflega fyrsti keisari, fæddist árið 259 f.Kr. Hann hét réttu nafni Ying Zheng (嬴政) og var konungur í Qin-ríkinu í Kína til forna. Stundum er hann nefndur Qin Shihuang (秦始皇) sem þýðir fyrsti keisarinn frá Qin. Shi Huangdi sam...

category-iconMálvísindi: íslensk

Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?

Spurningin í heild sinni hljóðaði nokkurn veginn svona:Við erum að velta ýmsu fyrir okkur sem er í fjölmiðlum þessa dagana. En nú má sjá að margir tónlistarmenn eru að farnir að stíga á stokk. Er þetta málvilla eða geta Megas og Britney Spears stigið á stokk og haldið tónleika?Við sjáum ekki í fljótu bragði að það...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?

Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega? Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja "góðan dag" eða "góðan daginn"? Er önnur notkunin röng?

Í sambandinu ,,góðan dag" beygjast saman lýsingarorð í sterkri beygingu og nafnorð án greinis: Nf. góður dagur Þf. góðan dag Þgf. góðum degi Ef. góðs dags Ef nafnorðið er með viðskeyttum greini beygist lýsingarorðið samkvæmt veikri beygingu: Nf. góði dagurinn Þf. góða daginn Þgf. góða deginum Ef. góða dag...

category-iconLögfræði

Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?

Hafi bú einstaklings verið tekið til gjaldþrotaskipta kallast sá einstaklingur þrotamaður samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti gildir almennt ekki í öðrum löndum með sama hætti og hér á landi, sbr. 1. mgr. 6. gr. nefndra laga. Þar kemur fram að heimilt s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvaða krosstré er átt þegar menn segja 'svo bregðast krosstré sem önnur tré'?

Krosstré er tré sem notað er til að búa til krossa. Orðið er gamalt í málinu og í Postulasögum og Heilagra manna sögum er til dæmis talað um að „hengja e-n á krosstré“, það er krossfesta hann. Í yngra máli virðist orðið einnig notað um smíði sem myndar kross, til dæmis krosstré í glugga. Þegar menn eru krossfes...

category-iconLæknisfræði

Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?

Upprunalega var spurningin: Eru Íslendingar hátt á heimslista yfir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma? Kransæðasjúkdómar sem valda blóðþurrð eru algeng birtingarmynd hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt gögnum úr Hjartaáfallaskrá...

category-iconLæknisfræði

Af hverju tók ómíkron yfir önnur afbrigði veirunnar og hætta þau þá að smita?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað verður til þess að ein veira yfirtekur aðra eins og núna þegar talað er um að ómíkron sé að taka yfir delta? Af hverju hættir veira allt í einu að smitast þegar annað afbrigði hennar kemur fram? Veirur geta ekki fjölgað sér sjálfar heldur á fjölgun þeirra sér stað innan f...

Fleiri niðurstöður