Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3584 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hafa farið fram vísindalegar rannsóknir á því hvort strákar í grunnskóla fái meiri athygli í tímum en stelpur?

Erlendis hefur það talsvert verið rannsakað hvort kennarar veiti strákum meiri athygli en stelpum inni í skólastofunni. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að strákar virðast vissulega fá meiri athygli kennara en stúlkur. Það er þó afar umdeilt hversu mikla athygli drengir fá fram yfir stúlkur, hvort sú athygli sé öll...

category-iconVeðurfræði

Hver er eðlismassi lofts?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er eðlismassi andrúmsloftsins minni eða meiri en 1 g/cm3? Eðlismassi er skilgreindur sem massi á rúmmálseiningu, eining alþjóða einingakerfisins (SI) er kg m-3, (kíló í rúmmetra) en oft má einnig sjá eininguna g cm-3 (grömm í rúmsentímetra) sem er sama og kg/l (kílógramm í lít...

category-iconEfnafræði

Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?

Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...

category-iconLögfræði

Hvaða kvikmyndir eru ólöglegar til sýninga á Íslandi?

Frá árinu 1983 og fram til ársins 2006 var lagt blátt bann við framleiðslu og innflutningi svonefndra ofbeldiskvikmynda. Í lögum sem þá giltu var hugtakið ofbeldiskvikmynd skilgreint á þennan hátt: „kvikmynd þar sem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönnum og...

category-iconEfnafræði

Hvað er gildisrafeind?

Í örstuttu máli eru gildisrafeindir ystu rafeindir frumeindanna. Frumeindir (e. atoms) eru samsettar úr kjarna og neikvætt hlöðnum rafeindum (e. electron) sem sveima í kringum kjarnann. Kjarninn inniheldur jákvætt hlaðnar róteindir (e. protons) og óhlaðnar nifteindir (e. neutrons). Rafeindirnar dreifast um...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver eru 10 hæstu fjöllin í heiminum?

Tíu hæstu fjöll heims eru: Númer Heiti Hæð í metrum Hæð í fetum Staðsetning 1 Everestfjall 8850 29034 Nepal 2 Qogir (K2) 8611 28250 Indland (Kasmír) 3 Kangchenjunga 8598 28208 Nepal 4 Makalu 1 8481 27824 Nepal 5 Dhaulagiri 8172 26810 Nepal 6 Manaslu 1...

category-iconStærðfræði

Hvers konar talnakerfi notuðu Pýþagóringar?

Lítið er vitað um ævi Pýþagórasar en talið er að hann hafi fæðst um 570 f.Kr. á grísku eyjunni Samos og dáið einhvern tímann á tímabilinu 500 f.Kr. til 475 f.Kr. Engin verk Pýþagórasar eða lærisveina hans, Pýþagóringa, hafa varðveist og engar heimildir eru til um hvernig talnaritun þeir notuðu. Vitað er að Grik...

category-iconTölvunarfræði

Hversu margir sæstrengir liggja til og frá Íslandi?

Hugtakið sæstrengur (e. submarine communications cable) er notað um strengi sem liggja neðansjávar og leiða rafmagn eða rafrænar upplýsingar. Elstu sæstrengir voru lagðir um miðja 19. öld og miðluðu símskeytum (e. telegraphy) en nútíma sæstrengir eru ljósleiðarar. Frá Íslandi liggja nú fjórir sæstrengir sem sjá...

category-iconStærðfræði

Hver var Niels Henrik Abel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Niels Henrik Abel er mesti stærðfræðingur sem Noregur hefur alið og áhrif hans teygðu sig langt út yfir dauða hans. Abel lést aðeins 26 ára gamall og líf hans einkenndist af fátækt. Á stuttum starfsferli háði það Abel mjög að hafa ekki fasta stöðu. Niels Henrik Abel (1802-1829). Abel fæddist 5. ágúst 1802 í ...

category-iconStærðfræði

Eru líkur óháðar kastfjölda þegar peningi er kastað?

Upphafleg spurning var í heild sem hér segir: Ef ég kasta krónupeningi einu sinni upp þá eru 50% líkur á því að ég fái bergrisann. Ef ég kasta krónupeningnum upp 1000 sinnum hljóta að vera 100% líkindi fyrir því að ég fái bergrisann upp að minnsta kosti einu sinni. Af hverju er þá alltaf talað um að líkur séu ...

category-iconStærðfræði

Hvaða tölur koma á eftir milljón og milljarði?

Milljón er sem kunnugt er þúsund þúsundir og milljarður er þúsund milljónir. Næsta tala sem hefur sérstakt heiti í þessum stiga er billjónin sem er milljón milljónir. Síðan kemur trilljónin sem er milljón billjónir og kvadrilljón sem er milljón trilljónir. Þá kemur kvintilljón, sextilljón og svo framvegis. Forskey...

category-iconLögfræði

Hver er munurinn á 194. og 195. grein hegningarlaganna og hvernig er ákveðið eftir hvoru er dæmt?

Í 194. grein almennra hegningarlaga númer 19/1940 með síðari breytingum segir að hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðru...

category-iconÍþróttafræði

Hvað er keppt í mörgum íþróttagreinum á Ólympíuleikunum í London?

Á opinberri heimasíðu Ólympíuleikanna í London sem fara fram dagana 27. júlí til 12. ágúst eru taldar upp 36 mismunandi íþróttagreinar en þar er meðal annars að finna fjórar mismunandi tegundir hjólreiða og tvær greinar sem teljast til fimleika. Með mismunandi skilgreiningum má því fá mismikinn fjölda íþróttagrein...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða gjaldmiðill er í Rússlandi?

Gjaldmiðill Rússlands kallast rúbla (RUB). Þegar þetta er skrifað, snemma í júní 2009, jafngildir 1 rúbla um það bil 4 krónum. Orðið rúbla á hugsanlega rætur að rekja til rússnesku sagnarinnar рубить (rubit), sem þýðir að höggva. Fyrr á tímum var rúbla silfurmoli af ákveðinni...

category-iconLandafræði

Hvað eru margir íbúar í Bandaríkjunum?

Hinn 1. ágúst 1998 er áætlað að um 270 milljónir hafi búið í Bandaríkjunum eða rétt um 1000 sinnum fleiri en á Íslandi (Íslendingar voru um 275 þúsund 1. desember 1998). Búast má við nákvæmari tölum um fjölda Bandaríkjamanna vegna þess að manntal hefur verið nýframkvæmt þegar þetta er skrifað (í júlí 2000) en ...

Fleiri niðurstöður