Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1091 svör fundust
Hvernig verkar Drake-jafnan?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Ef sannað er að líf hafi til dæmis þrifist á Mars, hve miklar líkur eru á því að líf sé að finna í öðrum sólkerfum? (Árni Arent)Hvað eru til mörg sólkerfi sem eru lík okkar og hverjar eru líkurnar á því að það sé pláneta alveg eins og okkar þarna úti? (Sigurður Jón Sigu...
Hver eru kynjahlutföll í greinum innan Háskóla Íslands?
Samkvæmt nýjum tölum úr nemendaskrá Háskóla Íslands (haust 2002) eru stúdentar við skólann 7.135 talsins og þar af eru konur 4.450 eða 62,4% nemenda. Árið 1987 urðu konur í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í hópi innritaðra stúdenta við Háskóla Íslands og hafa þær síðan verið meirihluti nemenda. Frá árinu 1...
Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?
Samkvæmt opinberum fyrirtækjaskrám í Þýskalandi er miðað við að fyrirtækið Bayerische Motoren Werke (BMW) hafi verið stofnað þann 7. mars árið 1916. Það hét þó ekki BMW í fyrstu heldur BFW sem stóð fyrir Bayernische Flugzeugwerke (Flugvélaverksmiðja Bæjaralands). Árið 1922 keypti fjárfestirinn Camillo Castiglioni ...
Er annar hluti Almannagjár virkilega Norður-Ameríkuflekinn og hinn Evrasíuflekinn?
Jarðskorpa jarðar skiptist upp í fjölda brota, sem kallaðir eru jarðskorpuflekar. Nokkrir þeirra eru gríðarstórir og ná jafnvel yfir heilu heimsálfurnar. Þannig liggur heimsálfan Norður-Ameríka á Norður-Ameríkuflekanum en Evrópa og Asía eru saman á hinum víðáttumikla Evrasíufleka. Jarðskorpuflekar jarðar mætas...
Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða?
Sögnin að blóta merkti upprunalega 'dýrka; fórna'. Fornmenn blótuðu heiðin goð þegar þeir leituðu til þeirra um ráð eða vildu sýna þeim þakklæti. Fyrir kristin áhrif fær sögnin aðra og óskylda merkingu, þ.e. 'bölva, formæla'. Það þótti eftir kristnitöku illt að blóta hin heiðnu goð og merking sagnarinnar varð neik...
Hvers vegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?
Spyrjandi á við það til dæmis að tímasetning sólseturs færist örar á klukkunni en sólaruppkoma frá degi til dags á vorin, en á haustin færist sólsetrið örar. Þetta er rétt athugað og má sjá það til dæmis í Almanaki Háskólans sem kemur út á hverju ári. En hér er ekki allt sem sýnist því að nákvæm tímasetnin...
Eru jöklar að hitna með tímanum? Hvers vegna?
Ef hiti jökuls er við frostmark, eins og langoftast er hér á landi, getur hann í rauninni ekki "hitnað". Ef reynt er að hita hann frekar þá bráðnar hann og bræðsluvatnið rennur burt, þannig að efnið er þá hvorki jökulís lengur né heldur hluti af upphaflega jöklinum. — Ef hitastig jökulsins er hins vegar undir fros...
Gegn hvaða ritreglum íslensk máls gengur nafnið Siv?
Samkvæmt íslenskum ritreglum stendur -v- ekki í bakstöðu, það er í enda orðs, aðeins í framstöðu, það er fremst í orði, eða í innstöðu. Í Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út á síðasta ári, stendur í kaflanum um f og v (bls. 699): ,,Meginreglan er sú að v sé aðeins ritað næst framan við sérhljóða í fyrsta at...
Hvað geta hvítháfar orðið gamlir?
Aldursgreining á hákörlum eins og hvítháfinum (Carcharodon carcharias) er ekki auðveld. Hvítháfar vaxa alla ævi, en það er hins vegar háð búsvæði, tíðafari og kyni hversu stórir þeir verða. Aldursgreining byggð á stærð dýranna er því lítt áreiðanleg. Hvítháfar eru taldir geta orðið allt að 60 ára gamlir Sjáv...
Er hægt að læra afbrotafræði á Íslandi?
Afbrotafræði er ein grein félagsvísinda sem styðst við viðurkenndar aðferðir til rannsókna á afbrotum og samfélagslegum viðbrögðum. Afbrotafræðin felur í sér vísindalega rannsókn á afbrotum, afbrotahegðun og viðurlögum. Mikil áhersla er lögð á aðferðafræði, refsilögin og fræðilegar kenningar um afbrot og samfélag....
Hvað fer minkurinn hratt yfir?
Hraði minks hefur verið mældur frá 1,7 km/klst., þegar hann gengur, upp í 9,4 km/klst., þegar hann hleypur, en það er um það bil fimm til sex líkamslengdir minks á sekúndu. Þegar minkur syndir á yfirborði vatns er hraði hans um 1,5 km/klst. en þegar hann eltir bráð undir vatnsyfirborði þá syndir hann oft á upp í 2...
Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?
Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...
Hvað getið þið sagt mér um James Watt?
James Watt var skoskur uppfinningamaður og verkfræðingur. Hann er frægastur fyrir endurbætur sínar á gufuvélinni sem lögðu grunninn að vélvæðingu iðnbyltingarinnar. Goðsagan um að Watt hafi fundið upp gufuvélina eftir að hafa horft á ketil móður sinnar sjóða yfir eldi, er ekki sönn. Gufuvélin var þegar til en uppf...
Hvar er landið Katar?
Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands. Kat...
Hvað er 'spam'?
'Spam' er vöruheiti bandaríska matvælafyrirtækisins Hormel og er notað yfir kjöt í niðursuðudósum. Orðið spam er einnig notað almennt um niðursoðnar kjötvörur, yfirleitt úr svínakjöti. Það virðist vera myndað af ensku orðunum 'spiced ham', eða 'krydduð skinka'. Ameríska matvælafyrirtækið Hormel Foods markaðss...