Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4892 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Eru hraunmolar úr nýja gosinu í Geldingadölum geislavirkir?

Þetta er ágætis spurning sem hægt er að svara á einfaldan hátt: Nýja hraunið á Reykjanesskaga er basalt og að vísu geislavirkt, en í svo litlum mæli að geislunin er með öllu hættulaus og einungis greinanleg með næmustu mælitækjum. Þeir sem vilja fræðast meira um geislavirkni í bergi geta svo lesið afganginn af...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvaða hita er eðlismassi mældur? Hann hlýtur að vera breytilegur vegna hitaþenslu?

Það er rétt að eðlismassi fer eftir hita. Flest efni þenjast út við hitun, það er að segja að rúmmálið eykst. Þar sem eðlismassi er massi deilt með rúmmáli og massinn breytist ekki, þá þýðir þetta að eðlismassinn minnkar yfirleitt við hitun. Engu að síður er hægt að mæla eðlismassa við hvaða hita sem vera skal....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?

Með því að beita skyldleikagreiningu á erfðaefni hefur verið sýnt fram á að íslenskir kettir eru náskyldir köttum frá Skáni í Svíþjóð, Færeyjum og Hjaltlandseyjum en mun fjarskyldari köttum annars staðar á Bretlandseyjum. Rétt er að taka fram að kettir í íslenskum sveitum eru upprunalegri en kettir í þéttbýli sem ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig má það vera að Mauna Kea gæti verið hæsta fjall í heimi?

Eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spurningunni: Hvert er stærsta eldfjall í heimi? er talsverður munur á því hvort miðað sé við hæð fjalla frá sjávarmáli eða frá fjallsrótum. Það fjall sem gnæfir hæst yfir sjávarmáli er án efa Everestfjall sem tilheyrir Himalajafjallgarðinum, en þar er einnig er að fin...

category-iconBókmenntir og listir

Er hægt að skrifa í annarri persónu og hvernig myndi sá texti vera?

Þú getur að sjálfsögðu skrifað texta í annarri persónu. Þá þarft þú að fylgjast vel með því að annarrar persónu fornafnið sé notað í textanum. Gott er að þú lesir textann vel yfir eftir að þú hefur skrifað hann. Þá getur þú farið yfir textann og tryggt að önnur persónufornöfn séu ekki ráðandi í honum. Þegar þú hef...

category-iconNæringarfræði

Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar?

Til að fá sem flest næringarefni og sem hagstæðasta orku fyrir líkamann þarf mataræðið fyrst og fremst að vera fjölbreytt. Orkuefni líkamans eru fita, kolvetni og prótín og er orkan mæld í einingunum kJ (kílójúl) eða kcal (kílókaloríur eða hitaeiningar). Orkuþörf einstaklinga er háð aldri, kyni, stærð og þeirr...

category-iconLæknisfræði

Hvað þarf sjón manns að vera slæm til að maður verði löglega blindur?

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að algengustu sjónvandamál fólks, eins og nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja, flokkast ekki sem sjónskerðing enda leiðrétta gleraugu yfirleitt slíkan vanda. Þeir sem teljast blindir samkvæmt lögum hafa talsvert mismikla sjón. Sjónskerðing er skilgreind út frá sjónskerpu annars...

category-iconHugvísindi

Voru þrælar í Róm til forna notaðir í annað en að vera skylmingaþrælar?

Rómverjar notuðu þræla til margvíslegra starfa og skylmingaþrælar voru einungis ein stétt þræla. Upphaflega voru þrælar tiltölulega fáir, þrældómur hjá Rómverjum var þá einhvers konar skuldaánauð auk þess sem foreldrar gátu selt börn sín í þrældóm til þess að losna undan skuldum. Þessu var þó takmörk sett því að í...

category-iconHugvísindi

Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta?

Í Stafsetningarorðabókinni frá 2006 eru birtar ritreglur sem byggðar eru á auglýsingum menntamálaráðuneytisins, síðast 1977. Þar er sérstakur kafli um punkt (XV) en ekki er tekið þar á því atriði sem spurt var um. Í bókinni sjálfri sést að aðeins eitt stafbil er haft á eftir punkti og er almennt mælt með þeirri ve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera kolklikkaður og hefur það eitthvað með kol að gera?

Forliðurinn kol- er notaður í ýmsum samsettum orðum (til dæmis kolklikkaður, kolbrjálaður, kolvitlaus og kolsvartur) til þess að herða á merkingunni. Sá sem er kolklikkaður er enn klikkaðri en sá sem er klikkaður og kolsvart er enn svartara en það sem er svart. Spyrjandi vill vita hvort forliðurinn hafi eitthva...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er talað um gúrkutíð þegar lítið er um að vera í fréttum?

Orðið gúrkutíð í merkingunni 'fréttasnauður tími' er fengið að láni úr dönsku, agurketid. Það er aftur á móti fengið úr þýsku. Þar er talað um Sauregurkenzeit, það er tíma (Zeit) sýrðra (saure) gúrkna (Gurken). Sýrðar gúrkur eru sérstakar litlar gúrkur sem lagðar eru í edikslög og hafðar sem meðlæti með kjöti ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðatiltækið að vera í essinu sínu upprunnið? Hvaða ess er átt við?

Orðasambandið að vera í essinu sínu, 'vera mjög vel fyrir kallaður, vera upprifinn' er fengið að láni úr dönsku, at være i sit es. Sama orðasamband er einnig til í þýsku, in seinem Esse sein. Hvorugkynsorðið ess er þekkt í málinu allt frá því á 17. öld í merkingunni 'gott ástand'. Es í dönsku er talið eiga ræt...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða ljósi varpar Tómasarguðspjall á líf Jesú og hver er talinn vera uppruni þess?

Hvers konar rit er Tómasarguðspjall? Tómasarguðspjall er ekki tilraun til að skrifa ævi Jesú út frá hefðbundnum forsendum um fæðingarstað, menntun, störf og örlög (dauða) eins og til dæmis má finna stað í frásögu Matteusarguðspjalls svo ekki sé talað um þá tísku sem er íslensk ævisagnaritun nú á dögum. Ævisag...

category-iconLögfræði

Hversu alvarlegt þarf ástand manns að vera til þess að hann sé sviptur sjálfræði?

Sjálfræði merkir í raun það að geta ráðstafað sínum málum sjálfur, öðrum en fjármálum sem falla undir fjárræði. Saman mynda sjálfræði og fjárræði það sem kallað er lögræði. Lögráða verða menn á Íslandi þegar þeir ná 18 ára aldri sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Menn geta orðið lögráða fyrir 18 ára aldur ef þe...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?

Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...

Fleiri niðurstöður