Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2734 svör fundust
Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?
Öræfajökull er talinn vera stærsta eldstöð Íslands, en rúmmál þess eldfjalls er um 70 rúmkílómetrar (km3). Hér er átt við rúmmál eldstöðvarinnar ofanjarðar, en að sjálfsögðu er mikill hluti eldstöðva neðanjarðar, svo sem aðfærslukerfi eldfjallsins (kvikuhólf, gígrásir og fleira). Það er einnig til að eldfjallið s...
Hvert er stærsta tungl í heimi?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hver er stærsta tegund allra fiska?
Stærsta fisktegundin er hvalháfurinn (Rhinodon typus) en hann getur orðið allt að 15 metra langur og vegið um 16 tonn. Hvalháfur (Rhincodon typus). Árið 1919 er talið að 19 metra langur hvalháfur hafi veiðst en þær mælingar voru ekki staðfestar af vísindamönnum og líklega var um ýkjur að ræða. Stærsti beinfis...
Hvert er stærsta tré á Íslandi?
Á vefsíðu Skógræktar ríkisins er frétt um að hæstu tré landsins sé hugsanlega að finna í skógarreit á Kirkjubæjarklaustri. Hæsta sitkagrenitréð í skóginum mældist nýverið um 22 metrar á hæð. Það var gróðursett árið 1950 ásamt fleiri grenitrjám og hækka þau um rúmlega 50 cm á ári. Mynd: Birkihlíð...
Hvert er stærsta blóm í heimi?
Stærsta blóm heims ber fræðiheitið Amorphophallus titanum (e. corpse flower eða Titan Arum) sem kannski mætti kalla hræblóm á íslensku. Blómið tilheyrir sömu ætt og algeng pottablóm af ættkvíslunum Dieffenbachia (e. dumbcane) og Philodendron en er miklu stórgerðara. Hræblómið lifir villt í regnskógum Súmötru í Ind...
Hvert er stærsta háhýsi í Evrópu?
Með stærð á spyrjandi líklegast við hæð, svo í svarinu verður þessi skilningur lagður í spurninguna. Athugið einnig að hér er fjallað um stærsta háhýsi Evrópu, en hærri mannvirki eru til í álfunni, til að mynda hin ýmsu útvarpsmöstur. Í Evrópu eru fá af hæstu húsum heims. Svo virðist sem Evrópubúar séu ekki jaf...
Hvað er hestur?
Hestar (Equus caballus) eru hófdýr af ættinni Equidea. Í fornöld tóku menn hestinn í sína þjónustu enda er hann auðtaminn. Í dag eru til ótal ræktunarafbrigði af þessu gresjudýri. Í fyrstu notuðu menn hesta sem veiðidýr. Í eina tíð lifðu ættbálkar manna af indóevrópskum uppruna á sléttum sem nú tilheyra sunnan...
Hvað éta smokkfiskar?
Smokkfiskar (Teuthida) tilheyra flokki höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar (Octopoda) og nokkrir smærri hópar dýra. Um 300 smokkfiskategundir eru þekktar. Flestar eru tæplega stærri en 60 cm á lengd en sú stærsta, risasmokkfiskar (Architeuthis spp.), getur orðið allt að 13 metra löng. Smokkfiskar eru...
Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?
Grænland er 2.166.086 km2 að flatarmáli. Þar af hylur ís 1.755.637 km2 eða rúmlega 80% af landinu. Til samanburðar má geta þess að jöklar á Íslandi eru um 10% af flatarmáli landsins. Grænlandsjökull er önnur stærsta jökulbreiða heims á eftir Suðurskautsjöklinum. Jökullinn er um 2.400 km langur frá norðri til...
Getið þið sagt mér eitthvað um þríbrota?
Þríbrotar (trilobita) eru útdauður hópur liðdýra (Arthropoda) sem uppi var á fornlífsöld. Þríbrotar voru með svokallaða ytri stoðgrind sem varðveitist afar vel í jarðlögum og gerir það að verkum að þetta er einn best þekkti hópur dýra frá fornlífsöld. Þríbrotar hafa varðveist vel í jarðlögum. Elstu þríbrotarnir ...
Hvað geturðu sagt mér um íkorna?
Íkornar eru allar tegundir innan ættarinnar Sciuridae sem er svo aftur hluti af stórum flokki spendýra sem nefnist nagdýr (Rodentia). Til eru fjölmargar tegundir íkorna sem dýrafræðingar hafa greint niður í tvær undirættir. Þær eru jarð- og trjáíkornar (Sciurinae), sem telja 230 tegundir og flugíkornar (Petauristi...
Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?
Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum len...
Hvað eru margar dýrategundir á Íslandi?
FlokkurFjöldi tegunda Skordýr1245 Köngulær84 Drekar2 Langfætlur4 Mítlar*um 90 *Þ.e.a.s. brynjumaurar. Óvíst er með fjölda ránmaura. Margfætlurum 10 Ánamaðkarum 10 Sniglarum 50 Fuglar (varpfuglar)um 80 Spendýr**8 **Hér er um villt íslensk spendýr að ræða. Hægt er að bæta við nokkrum öðrum spendýrum ...
Er hægt að tala við dýr?
Það er auðvitað vel hægt að tala við dýr en spyrjandi hefur sennilega í huga hvort að dýrin skilji það sem við segjum. Við vitum flest að það er hægt að kenna sumum dýrum að bregðast við tali okkar á ákveðinn hátt. Hundar geta til dæmis sótt spýtuna sem við köstuðum þegar við segjum 'sæktu' og hlýðnir hundar se...
Hvaða dýr í Afríku eru í útrýmingarhættu?
Í svari við spurningunni Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju? er skýrt út hvernig alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin Union for Conservation of Nature (IUCN) flokka dýrategundir eftir því hversu mikil hætta er á að þær deyi út í nánustu framtíð. Árið 2004 var listi IUCN yfir útda...