Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er stærsta tungl í heimi?

Sævar Helgi Bragason

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Enginn veit með fullri vissu hvaða tungl í alheiminum er stærst, vegna þess að við vitum ekki um fylgitungl sem gætu verið á braut um reikistjörnur í öðrum sólkerfum.

Við vitum þó hvaða tungl í sólkerfinu okkar er stærst. Það heitir Ganýmedes eftir prinsi einum frá Tróju sem sagt er frá í grískri goðafræði. Seifur nam hann á brott til himna og gerði að bikarbera sínum á toppi Ólympusfjalls.

Ganýmedes er á braut umhverfis reikistjörnuna Júpíter í 1.070.000 km fjarlægð og er um 5262 km í þvermál. Hann er þarafleiðandi mun stærri en tungl jarðar. Ganýmedes er líka stærri en tvær af reikistjörnum sólkerfisins, Plútó og Merkúríus. Ganýmedes er eitt af hinum svonefndu Galíleóstunglum Júpíters, en það er fjögur tungl sem ítalski vísindamaðurinn Galíleó Galílei uppgötvaði í janúarmánuði árið 1610.

Um Ganýmedes og fleiri tungl Júpíters má lesa nánar í svari sama höfundar við spurningunni: Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?



Mynd: NASA: Astronomy Picture of the Day

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

8.4.2002

Spyrjandi

Sólveig Kristín, f. 1990

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvert er stærsta tungl í heimi?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2272.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 8. apríl). Hvert er stærsta tungl í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2272

Sævar Helgi Bragason. „Hvert er stærsta tungl í heimi?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2272>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er stærsta tungl í heimi?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Enginn veit með fullri vissu hvaða tungl í alheiminum er stærst, vegna þess að við vitum ekki um fylgitungl sem gætu verið á braut um reikistjörnur í öðrum sólkerfum.

Við vitum þó hvaða tungl í sólkerfinu okkar er stærst. Það heitir Ganýmedes eftir prinsi einum frá Tróju sem sagt er frá í grískri goðafræði. Seifur nam hann á brott til himna og gerði að bikarbera sínum á toppi Ólympusfjalls.

Ganýmedes er á braut umhverfis reikistjörnuna Júpíter í 1.070.000 km fjarlægð og er um 5262 km í þvermál. Hann er þarafleiðandi mun stærri en tungl jarðar. Ganýmedes er líka stærri en tvær af reikistjörnum sólkerfisins, Plútó og Merkúríus. Ganýmedes er eitt af hinum svonefndu Galíleóstunglum Júpíters, en það er fjögur tungl sem ítalski vísindamaðurinn Galíleó Galílei uppgötvaði í janúarmánuði árið 1610.

Um Ganýmedes og fleiri tungl Júpíters má lesa nánar í svari sama höfundar við spurningunni: Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?



Mynd: NASA: Astronomy Picture of the Day...