Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 347 svör fundust
Hvað merkir orðið fimbulfamb?
Margir hafa nú um jólin gripið í spilið Fimbulfamb. Elsta heimild um orðið fimbulfamb í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðasta hluta 19. aldar: Þegar jeg tala um einkennislýsing, á jeg ekki við hið óendanlega fimbulfamb um smámuni. (Eimreiðin 1898:38) Orðið er notað í merkingunni ‘þvættingur, heimskutal...
Af hverju er forskeytið -ó notað þegar sagt er „hún á skammt eftir ólifað“?
Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona: Af hverju segir maður „ólifað“, til dæmis hún á skammt eftir ólifað? Af hverju er þetta neikvæða forskeyti sett fyrir framan? Ólifað bendir frekar til þess að einstaklingur sé látinn en til þess tíma sem hann á eftir á lífi. Af hverju er alltaf sagt „ólifað“, t....
Hvað þýðir orðið bragð?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir orðið bragð, sbr. trúarbrögð, bragðarefur, brögð í tafli, afbragð, krókur á móti bragði. Ég átta mig á að bragð tengist lyktar- og matarskyni, sbr. bragðskyn og bragðlaukar. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvaða merkingu orðið hefur í dæmunum hér fyrir ofan. Orðið...
Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?
Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; ...
Er trúaður maður sem brýtur af sér hræsnari?
Helsta einkenni hræsnara er uppgerð eða blekking. Hræsnari þykist vera eitthvað annað en hann er eða þykist hafa skoðun eða trú sem hann hefur ekki í raun. Þetta gerir hann í því skyni að líta betur út í augum annarra. Hræsnari er sem sagt sá sem þykist betri en hann er. Ef maður fordæmir aðra fyrir hegðun sem...
Erum við við eða ímyndun einhvers annars?
Þessa spurningu gætum við orðað svona: Erum við raunverulega til eða erum við bara í hugarheimi einhvers annars? Ef við erum til þá erum við sjálfstæðar manneskjur sem hafa sál og lifa í sameiginlegum heimi. Þá ráðum við yfir okkur sjálfum og þar með er svarið við spurningunni að við séum við og ekki ímyndun einh...
Hverjir eru kostir og gallar þess að gera ensku að tungumáli mannkynsins?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Hvaða kostir og ókostir eru við fleiri en eitt tungumál? Hvað heldur okkur frá því að hafa bara eitt mál fyrir alla jörðina? Endur fyrir löngu trúðu menn því að eitt mál hefði verið talað um alla jörðina. Í 11. kafla Fyrstu Mósebókar segir: Öll jörðin hafði eitt tungu...
Hver fann upp tölurnar?
Talið er að stærðfræði hafi verið til hjá öllum menningarþjóðum allt frá því að sögur hófust. Hins vegar voru það aðeins sérþjálfaðir prestar og skriftlærðir sem iðkuðu stærðfræði og höfðu það hlutverk að þróa hana og nota í þágu yfirvalda til að innheimta skatta, sjá um mælingar, byggingar, viðskipti, tímatöl og ...
Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?
Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort dagle...
Hver var Mídas konungur?
Í grískri goðafræði var Mídas konungur í Frýgíu í Anatólíu eða Litlu-Asíu þar sem Tyrkland er nú. Til eru margar sögur af honum en frægust þeirra er sú sem segir frá því hvernig Mídas öðlaðist þann eiginleika að geta breytt öllu því í gull sem hann snerti. Það atvikaðist þannig að dag einn uppgötvaði Díonýsos sem ...
Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú?
Kalvínismi eða kalvínstrú er algengt heiti á siðaskiptahreyfingu þeirri sem á rætur að rekja til Jóhannesar Kalvíns (Jean Calvin 1509–1564) og er þar með hliðstæða hugtaksins lútherstrú. Kalvínskar kirkjur eru á erlendum málum gjarna nefndar reformertar (af orðinu reformation sem merkir siðbót) til aðgreiningar fr...
Hvers konar „brögð“ eru í orðinu trúarbrögð?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvaðan kemur orðið „trúarbrögð“. Brögð hljómar eins og það séu einhver töfrabrögð eða galdrar. Af hverju varð þetta orð til á Íslandi. Orðið „trú“ hljómar virðulegra en þegar búið er að bæta við orðinu „brögð“. Orðmyndirnar trúbrögð og trúarbrögð þekkjast þegar í fornu ...
Hvers konar verk er Vídalínspostilla?
Fyrsta verkið sem kom út eftir Jón biskup Vídalín er oftast kallað Sjöorðabókin og var prentað á Hólum 1716. Þetta rit naut talsverðra vinsælda eins og sjá má af því að það var prentað aftur og aftur. Á sama tíma mun Jón hafa unnið að stærra verki, Húspostillunni, sem hann er frægastur fyrir og hefur seinna gengið...
Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu?
Spyrjandi á væntanlega við það hvort Ramadan hafi borið upp á hásumar á norðurhveli, þar sem meirihluti mannkynsins og múslima býr, en þá er sem kunnugt er hávetur á suðurhveli, og öfugt. Allir dagar ársins eru jafnlíklegir sem upphafsdagur Ramadans og því hefur hver dagur gegnt því hlutverki 3-5 sinnum á þeim tæp...
Hvað geturðu sagt mér um Émile Durkheim?
Líkt og allar aðrar fræðigreinar er félagsfræðin lifandi vettvangur kenninga og rannsókna þar sem nýjar hugmyndir og nýjar niðurstöður leysa gamlar af hólmi. Sjálft viðfangsefni félagsfræðinnar er þjóðfélagið, sem við lifum í. Þar sem það ólgar af sífelldum breytingum er óumflýjanlegt að fræðigreinin, sem er helgu...