Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 370 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður hálsbólgu og kunnið þið einhver góð ráð við henni?

Hálsbólga er sýking í hálskirtlum og umhverfis þá. Bæði veirur og bakteríur geta valdið hálsbólgu. Hálsbólga getur komið fram ein og sér en fylgir oft öðrum sýkingum til dæmis flensu og einkirningasótt. Hálsbólga leggst á alla aldurshópa en helstu einkenni hennar eru særindi í hálsi og eymsli við að kyngja. Ef sýk...

category-iconHugvísindi

Hver var Geronimo?

Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“. Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þeg...

category-iconStærðfræði

Hvað er reglulegur hyrningur?

Áður hefur verið fjallað um hyrninga á Vísindavefnum í svari sama höfundar við spurningunni Ef tvíhyrningar eru ekki til í venjulegri rúmfræði, hvað kallast þá ferhyrningur sem búið er að fjarlægja eina hlið af? Þar eru þeir skilgreindir svona: Segjum að við höfum þrjá eða fleiri punkta sem liggja í sama slétta...

category-iconEfnafræði

Hvað er brennisteinstvíildi og hvaða áhrif getur það haft?

Brennisteinstvíildi, sem einnig er nefnt brennisteinsdíoxíð, er litlaus lofttegund sem flestir finna lykt af, ef styrkurinn nær um það bil 1000 µg/m3. Allt jarðefnaeldsneyti inniheldur brennistein og er það háð uppruna og tegund eldsneytisins hve mikill hann er. Meginhluti þess brennisteinstvíildis sem lendir a...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?

Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og stýrir meistaranámi í norrænni trú í þeirri grein. Á sínum ferli hefur hann skipulagt og kennt námskeið um þjóðsagnafræði, hátíðir, leiki og skemmtanir, norræna trú, sviðslistafræði, Tolkien, leiklist, leiklistarfræði, miðaldaleiklist, nútímaleikhús, I...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig virka erfðapróf?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er DNA og hvernig virka DNA-próf? Til þess að svara fyrri hluta upprunalegu spurningarinnar er vísað á svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Engir tveir einstaklingar hafa sama erfðaefni, nema auðvitað eineggja...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Kristian Kaalund og hvert var hans framlag til norrænna fræða?

Dr. Kålund má ekki vamm sitt vita, hvort heldur er sem vísindamaður eða maður yfir höfuð. Jeg hef þekkt hann í fullan mannsaldur og hef ekki kynst betri eða vandaðri manni.Þessi orð er að lesa í inngangi Finns Jónssonar, prófessors, að afmælisriti því sem Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn gaf út í tilefni sj...

category-iconLandafræði

Hver er stærsta eyjan við Ísland?

Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út hagtöluárbókina Landshagi. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar er einnig að finna ýmsar landfræðilegar upplýsingar, til dæmis lista yfir stærstu eyjarnar við Ísland. Þær eru:Heimaey 13,4 km2 Hrísey á Eyjafir...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?

Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var vísindakonan Marie Curie og hverjar voru helstu uppgötvanir hennar?

Marie Curie er einn frægasti eðlis- og efnafræðingur sögunnar. Hún hlaut tvisar sinnum Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni og frumefninu radíni. Rannsóknir hennar voru sannkallað brautryðjendastarf varðandi eiginleika frumefna og þróun og nýtingu kjarnorku. Marie Curie, eða Maria Sklodowska ein...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um samanburð á siðfræði Kants og Mills?

Hér er einnig svarað spurningu Hlínar Reykdal:Hver er munurinn á skyldusiðfræði og afleiðingasiðfræði?Siðfræði Johns Stuarts Mill (1806–1873) tilheyrir svonefndri nytjastefnu en megineinkenni hennar er að athafnir öðlast réttlætingu í ljósi afleiðinga þeirra fyrir almannaheill. Þetta hefur verið kallað hámarkshami...

category-iconLæknisfræði

Hvernig verka brúnkukrem?

Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um brúnkukrem enda hefur notkun slíkra krema aukist verulega síðustu misserin. Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Eru brúnkukrem (sólbrúnka án sólar) á einhvern hátt skaðleg húðinni?Hvernig verkar brúnkukrem? Er það bara litarefni sem klessist á húðina eða örv...

category-iconSálfræði

Hvers vegna sofum við?

Aðrir spyrjendur eru: Ásgeir Ingvarsson, Heiðrún Lilja, Ragnar Sigurmundsson, Auður Arna Sigurðardóttir, f. 1996, Jón Þór, Gunnlaugur Sverrisson, Lára, Hrafn Ásgeirsson og Karvel Arnarsson. Ein leið til að kanna gagnsemi svefns er að athuga hvað gerist þegar sofið er of lítið. Svefnleysi hefur óæskileg áhrif á...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Prader-Williheilkenni?

Prader-Williheilkenni (PW-heilkenni) stafar af galla á litningi 15. Talið er að eitt af hverjum 12-15.000 börnum fæðist með heilkennið og er tíðni þess óháð kyni og kynþætti. Helstu einkenni PW-heilkennisins eru:slekja (e. hypotonia – minni vöðvaspenna) sem hefur meðal annars í för með sér erfiðleika við að nærast...

category-iconHugvísindi

Hver var aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis árið 1948? Hver átti landið fyrir?

Í margar aldir bjuggu gyðingar víðs vegar um Evrópu en ýmsar hræringar, svo sem andgyðingleg hreyfing í Þýskalandi og ofsóknir í Rússlandi, urðu til þess að undir lok 19. aldar fékk sú hugmynd hljómgrunn að stofna ætti sjálfstætt ríki gyðinga. Áhugavert er að meðal annars var stungið upp á Úganda í Afríku sem hugs...

Fleiri niðurstöður