Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5000 svör fundust
Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jöklu?
Í heild sinni hjóðar spurningin svona: Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jökulsár - „Jöklu“? Þarna er náttúran búin að forvinna bergmassann. Því miður er því ekki að fagna um framburð Jöklu að þar séu vinnanleg verðmæti umfram annað berg á Íslandi. Framburður jökuláa er mestmegnis j...
Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?
Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki ...
Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Þ.e.a.s. hversu hátt hlutfall orða er í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni? Hvernig er þessu háttað í öðrum tungumálum sem hafa málfræðilegt kyn, t.d. þýsku, norrænu málunum (sænsku, dönsku, norsku) eða latnesku málunum (latínu, frönsku, spæn...
Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?
Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...
Hvernig finnur maður draumaprinsessuna sína?
Við á Vísindavefnum höfum ekki átt í teljandi vandræðum að svara spurningum á borð viðHefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?Hvað merkir jafnan E = mc2?Við höfum ekki heldur látið vefjast fyrir okkur að svara spurningum sem eru kannski ekki jafnvísindalegar en engu að síður krefjandi:Halda mýs að l...
Hvað er rafrænt lýðræði (e-democracy)?
Ef litið er á hvað orðin þýða þá gæti orðið rafrænt staðið fyrir upplýsingakerfi sem flytja eða geyma gögn og upplýsingar á stafrænum miðlum. Upplýsingatækni (UT) felur til dæmis í sér tölvunotkun, skrifstofusjálfvirkni, fjarskipti og stjórnunartækni og tekur til fjölbreyttra stafrænna verkfæra fyrir ákvarðanatöku...
Hver er munurinn á frumheimild og eftirheimild og hvernig beita sagnfræðingar þessum hugtökum?
Frumheimildir eru „hráefni“ sagnfræðingsins. Það sem allar frumheimildir eiga sameiginlegt er að þær verða til á því tímabili sem verið er að fjalla um. Algengastar eru ritheimildir, til dæmis lög, skýrslur, bréf, dagbækur, sjálfsævisögur, tilskipanir, dagblöð og dómasöfn, en aðrar frumheimildir geta verið bókstaf...
Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Gísli Jónsson stundað?
Jóhannes Gísli Jónsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á setningafræði og innan hennar hefur hann glímt við ýmis viðfangsefni sem tengjast nútímaíslensku, færeysku, íslensku táknmáli og forníslensku. Allar þessar rannsóknir taka mið af beinum eða óbei...
Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?
Fita er líkamanum nauðsynleg og hún er mikilvægur hluti af mataræði hvers manns. Manneldismarkmið Íslendinga, sem taka mið af mataræði þjóðarinnar og nýjustu rannsóknum í næringarfræði, telja hæfilegt að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu, og þar af komi ekki meira en 15% orkunnar úr harðri fitu, það er mettuð...
Af hverju er eyðing skóga talin vera alvarlegt vandamál?
Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu: Hvað er svona mikilvægt við skóga að eyðing þeirra skuli vera talin alvarlegt vandamál?Er eyðing skóga svo mikil að að hún teljist alvarlegt vandamál og af hverju stafar eyðingin? Svar við fyrri spurningu: Þýðing skóga fyrir mannkynið og reyndar allt líf á jö...
Hvað er að vera krunk þegar maður er blankur?
Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál frá 1982 er lýsingarorðið krunk fletta og merkingin sögð ‘peningalaus, blankur, krúkk’. Ekki er vísað til uppruna orðsins. Lýsingarorðið krúkk, sem vísað var til, er einnig fletta í slangurbókinni. Það er sagt tökuorð úr dönsku kruk í merkingunni ‘pening...
Hvað er magnesínsterat sem virðist vera í mörgum lyfjum?
Magnesínsterat (e. magnesium stearate), einnig kallað magnesínsalt, er algengt sem óvirkt efni í lyfjum. Ein sameind efnisins er mynduð úr einni magnesínkatjón og jafngildi tveggja sterata (anjóna af steratsýru). Efnið hefur sameindaformúluna Mg(C18H35O2)2. Við stofuhita er efnið hvítt, fíngert duft og hefur klíst...
Hvers vegna telst svampur vera dýr en ekki planta?
Plöntur eru fjölfrumungar með blaðgrænu og mynda sjálfar fæðu úr ólífrænum efnum með ljóstillífun. Svampar hafa ekki grænukorn og ljóstillífa þar af leiðandi ekki. Þeir eru því ekki frumbjarga eins og plöntur. Þeir hafa heldur ekki frumuveggi eins og plöntur. Þar af leiðandi hafa svampar verið taldir til dýra en ...
Hvað er gorgeir í máltækinu að vera haldinn gorgeir?
Ekkert bendir til að gorgeir sé upprunalega mannsnafn. Að minnsta kosti hefur enginn fundist með því nafn í heimildum, fornum eða nýrri. Orðið þekkist að minnsta kosti frá 17. öld og kemur fyrir í íslensk-latneskri orðabók Guðmundar Andréssonar sem kom út í Kaupmannahöfn 1683. Guðmundur skýrði merkinuna með la...
Hvað er að vera gonaralegur og hvaðan kemur orðið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að vera gonaralegur? Hungraður? Horfinn?, hvaðan kemur lýsingarorðið... Lýsingarorðið gonaralegur virðist lítið notað. Ekkert dæmi fannst í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og eitt á Tímarit.is úr ritinu Muninn, skólablaði Menntaskólans á Akureyri, frá 1991. Þar stend...