Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1032 svör fundust
Voru geðsjúkdómar jafnalgengir fyrr á tímum eins og núna?
Geðlæknisfræðin hefur gjörbreyst á síðustu áratugum. Sennilega er tíðni ákveðinna geðsjúkdóma hin sama nú og áður eins og geðklofa og geðhvarfa, en mörg önnur vandamál hafa aukist allverulega. Geðlækningar sinna núna alls konar tilvistarvandamálum, kvíða, fælni og samskiptavandamálum. Þessi vandamál hafa sennilega...
Átti Hitler konu og börn?
Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig s...
Hversu löng er „langa hríð“?
Í heild hljóðaði spurninginni svona:Getur orðtakið „langa hríð“ vísað til margra ára eða jafnvel áratuga í nútímaíslensku? Væntanlega hefur þetta átt við um nokkra daga í mesta lagi. Orðið hríð hefur margar merkingar og meðal þeirra er merkingin ‘tímaskeið, stund, lota’. Það þekkist einnig í öðrum Norðurlandam...
Hvar er Páskaeyja?
Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum. Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæ...
Hvað var að gerast í sögu heimspekinnar um 1918?
Saga heimspekinnar er ákaflega margbrotin og getur reynst þrautinni þyngra að átta sig á hvað var efst á baugi á ákveðnu árabili. Þetta á sérstaklega við um upphaf tuttugustu aldar enda voru þá umbrotatímar og mikil gerjun átti sér stað. Þær hræringar má skoða í samhengi við það sem var helst að gerast í raunvísin...
Eru til margar gerðir af marglyttum? Eru þær miseitraðar og hvers vegna svíður okkur í hörundið undan þeim?
Til eru fjölmargar tegundir af marglyttum, sennilega um 200. Sumar tegundir geta orðið allt að 2 metrar í þvermál. Brennihvelja (Cyanea capillata) er ein stærsta marglyttutegund heims, getur orðið allt að 2 metrar í þvermál. Þessi tegund finnst við Ísland en ekki svona stórir einstaklingar. Ástæðan fyrir þv...
Er 1997 prímtala?
Kannski er fróðlegt fyrir lesendur að sjá hvernig hægt er að fara að til að komast að því hvort tiltekin tala er prímtala. Við byrjum á að hugsa okkur að talan sé skrifuð sem margfeldi tveggja náttúrlegra talna:1997 = n ∙ mþar sem n er náttúrleg tala stærri en einn og m þá sömuleiðis. Önnur af tölunum n ...
Hver borgar meðlag þegar hvorugt foreldrið hefur forræði yfir barni?
Spurninguna mætti einnig orða svona: Hvílir framfærsluskylda á foreldri (öðru eða báðum) jafnvel þótt það (þau) fari ekki með forsjá barnsins? Svarið er já því samkvæmt barnalögum nr. 20/1992 er meginreglan sú að framfærsluskylda hvílir á kynforeldrum barns óháð því hvort þau fari með forsjá þess. Framfærsluskylda...
Hvað er hagamúsin löng?
Jón Már Halldórsson fjallar ágætlega um hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um hagamýs? Þar kemur meðal annars fram að lengd fullorðinnar hagamúsar, án hala, er á bilinu 8 - 10,5 cm. Því má bæta við að halinn er oft á bilinu 7 - 9,5 cm. Þannig að allt í allt eru geta þe...
Hversu líklegt er að það verði hvít jól?
Það er ýmsan fróðleik að finna á heimasíðu Veðurstofunnar sem gaman er að skoða. Meðal annars má þar finna upplýsingar um snjóhulu og snjódýpt í Reykjavík kl. 9 að morgni 25. desember allt frá árinu 1921 til 2008. Á þessu tímabili var 37 sinnum alhvít jörð á jóladag í Reykjavík. Ef aðeins er horft á þessa tölf...
Stinga holugeitungar án ástæðu eða þarf maður að gera þeim eitthvað fyrst?
Holugeitungar (Paravespula vulgaris) stinga þegar þeim finnst sér ógnað. Sá sem verður fyrir stungu holugeitungs þarf ekki endilega að ógna honum á neinn hátt, frá sínum bæjardyrum séð, þótt geitungurinn meti aðstæður á annan hátt. Skilningur á kringumstæðum getur verið mjög misjafn eftir því hver á í hlut, hvort ...
Hvað er Plútó langt frá jörðu?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Af hverju myndast loftbólur í vatnsglasi sem látið er standa?
Lofttegundir eða gös í andrúmsloftinu eins og nitur geta leyst upp í vatni. Hitastig vatnsins og loftþrýstingur ræður mestu um það hversu mikið gas leysist upp í vatninu. Í köldu vatni og við háan þrýsting leysist meira upp en þegar vatnið er heitt og þrýstingur er lágur. Lofttegundir eins og súrefni og nitur eru...
Hvað standa jarðgöng lengi?
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er það haft að leiðarljósi við jarðgangagerð að gatið sem slíkt með styrkingum standi í hundrað ár, og sem dæmi má nefna að í Noregi eru til 100 ára gömul göng í notkun. Þá er líklega hægt að endurstyrkja, setja fleiri bolta og sprauta steypu. Rafmagnsbúnaðurinn í göngum endis...
Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast?
Ósonlagið og myndun þess Óson er sameind gerð úr þremur súrefnisfrumeindum (O3) og myndast í andrúmsloftinu við samruna súrefnisfrumeinda (O) og súrefnissameinda (O2). Við yfirborð jarðar er gnægð súrefnissameinda (O2) en mjög lítið af súrefnisfrumeindum (O). Því myndast lítið af ósoni með þessum hætti niðri vi...