Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 677 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni orðtaksins OK (ókei) og hvað þýðir skammstöfunin í raun?

Venjulegasta skýringin á þessu orði eða skammstöfun er sú að það tengist orðtakinu ‘all correct’ sem er sem kunnugt er borið fram þannig að það mætti allt eins skrifa ‘oll korrekt.’ Eiginleg merking þess orðtaks er ‘allt rétt’ en í íslensku er eðlilegra að segja ‘allt í lagi.’ Önnur skýring á upprunanum sjálfum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsti api í heimi?

Stærsti api í heimi er górilluapinn Gorilla gorilla. Górilluapinn lifir í frumskógum Mið- Afríku nánar tiltekið í Kongó, sem hét áður Zaire, og í Rwanda og Úganda. Karldýrin vega venjulega um 200 kg og eru yfir 170 cm langir. Kvendýrin eru yfirleitt minni. Dýrin verða yfirleitt þyngri ef þau búa í dýragörðum e...

category-iconLandafræði

Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni?

Öskjuhlíð getur verið gamalt nafn. Hún hefur vafalaust tilheyrt landnámsbænum Vík (Reykjarvík) frá upphafi. Nafnið Víkurholt, sem nefnt er í máldaga Víkur frá 1379 gæti átt við Skólavörðuholt en þó fremur Öskjuhlíð, þar sem segir: "Víkurholt með skóg og selstöðu" (Íslenskt fornbréfasafn III, bls 340). Elín Þór...

category-iconLandafræði

Hversu stór hluti landsins er um 600 m yfir sjávarmáli eða meira?

Á vef Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi upplýsingar um flatarmál Íslands eftir hæð yfir sjávarmáli. km2%Allt landið103.000100 0-200 metrar24.70024 201-400 metrar18.40017,9 401-600 metrar22.20021,5 601 metrar og yfir37.70036,6 Eins og taflan sýnir er meira en þriðjungur landsins hærri en 600 ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um dúfnategundina Ptilinopus arcanus?

Tegundin Ptilinopus arcanus (e. Negros fruit-dove) er einlend (endemísk) tegund á Filippseyjum. Tegundin er annaðhvort í mikilli útrýmingarhættu eða útdauð. Síðasti staðfesti fundur hennar var árið 1953 á eyjunni Negros sem tilheyrir áðurnefndum Filippseyjum. Ptilinopus arcanus. Í óstaðfestum heimildum er dúfun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar?

Álandseyjar samanstanda af um það bil 6.700 eyjum og skerjum í hafinu á milli Finnlands og Svíþjóðar, á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns. Um það bil 60 eyjar eru í byggð. Stærstu eyjarnar eru Fasta Áland, Föglö, Degerö, Vårdö, Kumlinge og Kökar. Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir ...

category-iconHeimspeki

Ef ég er ekki sammála sjónarmiðum samkynhneigðra er þá hægt að segja að ég sé fordómafullur?

Fyrst ber að nefna að „sjónarmið samkynhneigðra” er afar óljóst hugtak. Samkynhneigðir eru jafn margbreytilegur hópur og gagnkynhneigðir eða hver annar hópur og engan veginn við því að búast að allir samkynhneigðir einstaklingar hefðu sömu sjónarmið eða væru sammála um alla hluti. Því er ekki augljóst hvað spyrjan...

category-iconLandafræði

Hver er stærsta eyjan við Ísland?

Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út hagtöluárbókina Landshagi. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar er einnig að finna ýmsar landfræðilegar upplýsingar, til dæmis lista yfir stærstu eyjarnar við Ísland. Þær eru:Heimaey 13,4 km2 Hrísey á Eyjafir...

category-iconLögfræði

Notar íslenska lögreglan lygamæla og standast slíkar mælingar fyrir dómstólum?

Eftir því sem höfundur kemst næst eru lygamælar ekki notaðir á Íslandi og alls ekki á neinn almennan og skipulagðan hátt. Það er hins vegar fróðlegt er að velta fyrir sér sönnunargildi slíkra upplýsinga. Rétt er að árétta í upphafi að ekki er hægt að neyða mann til að gangast undir próf með lygamæli, enda er ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvenær urðu fyrstu skýjakljúfarnir til?

Hugtakið skýjakljúfur er notað um mjög háar turnlaga byggingar. Hins vegar er ekki til ein ákveðin skilgreining á því hvað bygging þarf að uppfylla til þess að falla í þann flokk. Það sem fólki fannst svo hátt að það gæti klofið skýin seint á 19. öld er ekkert svo hátt miðað við ýmsar nýrri byggingar. Eitt viðmið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð?

Veðurstofa Íslands er með nokkrar tegundir veðurstöðva sem safna mismiklum upplýsingum. Í stuttu máli felst munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð í því að á skeytastöðvum er veðrið athugað oftar á sólahring, fleiri þættir eru mældir eða metnir og niðurstöður eru sendar að loknum hverjum athugunartíma en ekki...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hver er saga Babýlon, hvar er hún staðsett og hver eru hennar aðaleinkenni? (Íris) Eru enn þá til ummerki um að Babýlon hafi verið til? (Bryndís) Eru til áreiðanlegar heimildir um hengigarðana í Babýlon? Er til nákvæm lýsing á því hvað þetta fyrirbæri var? (Hafstein...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?

Fjöldi fólks hefur sent okkur spurningar þessa efnis. Spyrjendur auk Gests eru þau Gunnar Arnarson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Björn Rafnsson, Sandra Guðlaugsdóttir og Jói Gunnarsson.Svefninn er lífeðlisfræðilegt fyrirbrigði sem mikið hefur verið rannsakað en ekki er þó þekkt til hlítar enn. Hins vegar hafa rannsók...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er átt við með intraneti? Hver er munurinn á því og innra neti?

Internetið er oft kallað Alnetið á íslensku. Alnetið er samtenging margra neta um allan heim. Sú samtenging er byggð á IP-nettækninni, þar sem IP stendur fyrir Internet Protocol, samskiptastaðal Alnetsins. IP-nettæknin er óháð vélbúnaði; menn hafa jafnvel útfært IP-net með bréfdúfum! IP-nettæknin er nú orðin ek...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju þurfum við að kunna að greina öll orð í orðflokka?

Hér er jafnframt svarað spurningu Aldísar Ernu Pálsdóttur Af hverju þurfum við að læra kennimyndir sagna fyrst við eigum aldrei eftir að nota það í framtíðinni nema sem kennarar? Börn læra málið án þess að vita nokkuð um hvað fallorð eru og hvað smáorð. Þau vita ekkert um mun á nafnorði og lýsingarorði, þótt þau ...

Fleiri niðurstöður