Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1391 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur?

Samkvæmt sígildri eðlisfræði hverfur allt sem fer inn í svarthol sjónum þess sem situr fyrir utan. En ef skammtafræði er tekin með í reikninginn kemur í ljós að svarthol senda frá sér geislun. Svarthol eru dularfull og spennandi fyrirbæri sem komu fyrst fram sem mögulegar lausnir á jöfnum almennu afstæðiskennin...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað hefur vísindamaðurinn Friðrik Magnus rannsakað?

Friðrik Magnus er vísindamaður við Raunvísindastofnun Háskólans og leggur stund á rannsóknir í efniseðlisfræði. Sérsvið hans er þróun nýrra fastra efna, sér í lagi segulefna, með aðferðum nanótækninnar. Föst efni svo sem málmar, hálfleiðarar og einangrarar eru undirstaða allrar tækni. Allt frá bronsöld til okk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða nöfn eru notuð á vindstigin og hver er saga íslenskra vindstigaheita?

Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluðum Beaufort-kvarða. Kvarðinn sá hefur lengst af verið 13 stiga, lægst núll, hæst 12. Við matið var notast við töflu sem ber áhrif vindsins saman við mæld...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?

Svanhildur Óskarsdóttir er handritafræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda. Í doktorsritgerð sinni (2000) fjallaði hún um ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Sverrir Jakobsson stundað?

Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og birt niðurstöður þeirra rannsókna í bókinni Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400 (2005) en einnig í ýmsum fræðigreinum á íslensku og erlendum tungumálum. Meðal þess sem féll undir þess...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?

Upphafleg spurning var:Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli le...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um hraða sjónskynjunar?

Sjónskynjun er flókið fyrirbrigði sem er erfitt að meta og mæla. Vísindamenn innan lífeðlisfræði og sálarfræði hafa unnið mikið starf á þessu sviði en ljóst er að enn er margt óljóst um hvernig mynd er unnin úr umhverfi okkar, það er að segja því sem við sjáum. Mynd af því sem við horfum á er varpað á sjónhimnu...

category-iconVísindi almennt

Er til lágmarksstærð?

Oft er erfitt að lifa sig inn í hugsunarhátt liðinna alda, ekki síst þegar heimildir eru götóttar eins og við á um forngrísku atómsinnana og hugmyndir sem kviknuðu kringum þá. En samkvæmt hugmyndum manna nú á dögum virðist mega skipta spurningunni um lágmarksstærð í tvennt: Er til lágmarksstærð í veruleikanum krin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Guðlaugar Björnsdóttur Hvers vegna lækkar líkamshiti hjá sumu fólki þegar það veikist?Uppruni varmaorkunnar í líkama okkar liggur í fæðunni. Líkaminn myndar varma við efnahvörf, það er þegar hann er að brjóta niður sykur, fitu og prótein sem fengin eru úr fæðunni sem við b...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september?

Upplýsingar um atriði af þessu tagi er að finna í Almanaki Háskólans fyrir Ísland 2001, bls. 39. Þar kemur fram að mesta flóðhæð hefur verið í gær, 18. september, klukkan 19:04. Flóðhæð hefur þá verið 4,5 m. Sjávarhæð á fjöru næst á undan og eftir hefur verið um það bil -0,1 m og hefur það verið lægsta sjávars...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig verkar sundmaginn í fiskum?

Fyrst er þess að geta að hlutur í vatni leitar niður á við ef hann er þyngri en vatnið sem hann ryður frá sér en hlutur sem er léttari en vatnið leitar upp á við. Hlutur sem hefur jafnmikinn massa og vatnið sem hann ryður frá sér er hins vegar í jafnvægi. Þetta byggist á lögmáli Arkímedesar og á einnig við um loft...

category-iconVísindi almennt

Er til annar heimur?

Fyrst þurfum við að átta okkur á því hvað þessi spurning þýðir. Ef við hugsum okkur svolítið um sjáum við að hún hlýtur að snúast um það hvort til sé heimur sem væri algerlega aðgreindur frá þeim heimi sem við þekkjum. Það merkir aftur að engin boð geta borist milli heimanna. Í þessu felst eina skýra merkingin sem...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur segulorka leyst orkuvandamálin, og eru til upplýsingar um rannsóknir á því?

Svarið er nei, eftir því sem við vitum best. --- Í fyrsta lagi er segulorka tæmanleg auðlind en ekki endurnýjanleg eins og orka fallvatna. Um segulorkuna gildir hið fornkveðna að eyðist það sem af er tekið. Það er allsendis óvíst að við kærðum okkur um að eyða segulorkunni með þeim afleiðingum sem það hefði, jafnv...

category-iconUmhverfismál

Hversu lengi er geislavirkni frá kjarnorkuúrgangi að helmingast?

Helmingunartíminn ræðst algerlega af samsetningu úrgangsins. Sérhvert frumefni (eða réttara sagt sérhver samsæta) hefur sinn eiginn helmingunartíma. Ef við lítum fyrst á dæmigerð geislavirk efni sem kynnu að vera í kjarnorkuúrgangi má flokka þau gróflega eftir helmingunartíma. Skammlífar samsætur: Hér má til dæ...

category-iconFöstudagssvar

Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?

Letidýr lifa í Suður-Ameríku og þeir sem nenna geta lesið um um þau í svörum við eftirfarandi spurningum: Hvar finnast letidýr?Hvaða spendýr fer hægast í heiminum? Sígild eðlisfræði segir okkur að þyngdarhröðun allra hluta sé sú sama á tilteknum stað, um það bil 9,8 m/s2 við yfirborð jarðar. Þetta þýðir að fallh...

Fleiri niðurstöður