Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 347 svör fundust
Hver fann upp bikiní?
Bikiní eru tvískipt baðföt kvenna, upphaflega buxur og brjóstahaldari, en nú einnig til í öðrum misefnismiklum útfærslum. Sumar útfærslur hafa sérstakt nafn, til dæmis tankiní sem eru buxur og toppur eða nokkurskonar hlýrabolur. Bikiní eru einnig notuð sem íþróttaföt til dæmis í vaxtarrækt, strandblaki og frjálsum...
Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað?
Alþjóðakerfið, tengsl hins alþjóðlega við hið staðbundna, valdatengsl ólíkra hópa og samskipti manns og náttúru eru þeir þræðir sem tvinnast saman í rannsóknum Auðar H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og sérfræðings við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF). Miðstöðin hefur aðsetur við Háskólann á Akureyri en ...
Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?
Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til v...
Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig komu biskupsumdæmin til með að vera? Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni. Til að byrja með voru þau sjálfstæð og óháð hvert öðru. Raunar mátti líta á hvert og eitt þeirra sem sjálfstæða kirkju. Í upphafi sátu biskupar í helstu bo...
Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?
Þemis er gyðja laganna í forngrískri goðafræði,[1] nánast persónugervingur þeirra. Fornar bókmenntir lýsa henni almennt ekki sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri. Í kviðum Hómers, elstu bókmenntum Grikkja, kemur Þemis fyrir þrisvar: hún tekur á móti Heru er sú síðarnefn...
Er þjóðkirkjan ríkisstofnun?
Íslenskar ríkisstofnanir eru margar og mismunandi og engin algild skilgreining er til á ríkisstofnun. Í lögum um opinber fjármál er hugtakið ríkisaðili skilgreint sem: „aðilar sem fara með ríkisvald og þær stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis og sveitarfélaga.“ Björg Thorare...
Af hverju tók ómíkron yfir önnur afbrigði veirunnar og hætta þau þá að smita?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað verður til þess að ein veira yfirtekur aðra eins og núna þegar talað er um að ómíkron sé að taka yfir delta? Af hverju hættir veira allt í einu að smitast þegar annað afbrigði hennar kemur fram? Veirur geta ekki fjölgað sér sjálfar heldur á fjölgun þeirra sér stað innan f...
Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá?
Ólympíuleikarnir eru grískir að uppruna og voru meðal fjögurra stórra íþróttakappleikja sam haldnir voru reglubundið í Grikklandi til forna. Elsti skráði sigurvegari á Ólympíuleikum er kokkurinn Kóróbeus frá Elís, sem vann kapphlaup árið 776 fyrir Krist. Almennt er talið að þá hafi leikarnir verið hið minnsta 500 ...
Er hægt að deyja úr leiðindum, til dæmis í dönskutíma?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Svavars Jóhanns: Af hverju eru sumir kennarar leiðinlegir? Í skýrslum um dánarorsakir á Íslandi undanfarna fimm áratugi má meðal annars finna ýmiss konar slys og sjúkdóma. Hins vegar er hvergi getið um dánarorsökina “leiðindi í dönskutíma.” Í ljósi þess að á hverju ári si...
Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau? (Jóna Lind)Hvað eru svampdýr, hver er tilgangur þeirra, hvaða þætti í vistkerfinu sinna þau, hvar lifa þau? (Elín Pálmadóttir) Fyrstu náttúrufræðingarnir sem skoðuðu svampdýr álitu að hér væri um plöntur að ræða vegna þess hversu greinóttir ...
Hvað er maurildi?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Guðný Pálsdóttir: Hvað er maurildi?Unnsteinn Guðmundsson: Maurildi, til hvaða dýrategunda flokkast þau og hver er ástæða fyrir ljósadýrðinni sem þau gefa frá sér? Skoruþörungurinn Noctilucascintillans. Smellið til aðsjá stærri mynd. Maurildi (e. phosphorescence) er ljós...
Hvað var endurreisnartímabilið og hvað var svona merkilegt við það í myndlist?
Orðið endurreisn er haft um það tímabil í mannkynssögunni sem tekur við af miðöldum. Á ýmsum erlendum tungumálum er notast við orðið 'renaissance' en það merkir bókstaflega „endurfæðing“ og vísar til þess að endurreisnarmenn vildu margir endurvekja klassíska menningu Forngrikkja og Rómverja sem hafði fallið í ...
Hvaða lagaheimild mælir fyrir að stjórnarskráin sé æðri öðrum lögum?
Sú regla að stjórnarskráin sé æðri öðrum lögum kemur hvergi fram í settu lagaákvæði. Regluna má leiða af þeirri viðurkenndu stjórnskipunarvenju að dómstólar skeri úr um hvort lög standist stjórnarskrá. Styðst þessi regla við mörg fordæmi dómstóla. Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum dæmt lög andstæð stjórnarskrá, fyr...
Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur?
Samkvæmt sígildri eðlisfræði hverfur allt sem fer inn í svarthol sjónum þess sem situr fyrir utan. En ef skammtafræði er tekin með í reikninginn kemur í ljós að svarthol senda frá sér geislun. Svarthol eru dularfull og spennandi fyrirbæri sem komu fyrst fram sem mögulegar lausnir á jöfnum almennu afstæðiskennin...
Hvað eru freknur?
Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...