Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 524 svör fundust
Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?
Í Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968, bls. 154) skrifar Þorleifur Einarsson: Jöklar verða til, þar sem meiri snjór safnast fyrir árlega en regn og sumarhlýindi ná að leysa. Sá snjór, sem eftir verður af snjómagni hvers árs, nefnist snjófyrningar. Mörk milli snjófyrningasvæða og auðra svæða nefnast snælína, og ...
Hvert er nýjasta spendýrið sem menn hafa fundið?
Margir núlifandi dýrafræðingar hefðu vafalaust viljað vera uppi á síðustu öld þegar menn voru enn að uppgötva nýjar tegundir spendýra í stórum stíl. Menn fóru inn í myrkviði Afríku og Suður-Ameríku og færðu heim upplýsingar um ótrúlegustu dýrategundir, þar á meðal mannapa. Þeir dagar eru liðnir og koma aldrei aftu...
Getið þið sagt mér allt um kóalabirni?
Spurningin hljóðar í heild sinni svo: Getið þið sagt mér allt um kóalabirni, svo sem æxlun, mökun og allt þar á milli? Kóalabirnir (Phascolarctos cinereus) eru áströlsk pokadýr og fyrirfinnast villtir á takmörkuðum skógarsvæðum við austurströnd Ástralíu. Flestir eru þeir í Queensland-ríki eða um 50 þúsund, en ...
Gáta vikunnar: Hvernig geta vísindamennirnir leyst fyrstu þrautina í musteri viskunnar?
Eitt sinn lögðu nokkrir náttúrufræðingar í rannsóknarleiðangur í Tíbet, en þeir hugðust kanna og skrásetja jarðmyndanir, flóru og fánu háfjallasvæðisins. Þeir ferðuðust um fótgangandi til þess að geta komist á milli fáfarinna svæða og rannsakað staði sem enn voru ósnortnir af mönnum. Dag einn lentu vísindamenn...
Getur fólk fengið einkirningasótt þótt búið sé að fjarlægja hálskirtla?
Já, það er hægt að fá einkirningasótt (mononucleosis infectiosa) án þess að vera með hálskirtla. Hálskirtlarnir eru í raun ekki kirtlar heldur eitilvefur aftarlega í hálsinum. Þetta er ekki eini eitilvefurinn í hálsi því þar finnast einnig stakir eitlar sem líkt og hálskirtlarnir eru hluti af ónæmiskerfinu. Við ma...
Hvernig haga breimandi læður sér?
Læður verða breima oft á ári ef þær æxlast ekki og nefnist slíkt polyestrous á máli líffræðinnar. Að meðaltali eru læður breima í fjóra til sjö daga í einu, sjaldnast lengur. Á þessu tímabili laðast fressar mjög að læðunni, enda gefur hún frá sér lykt sem þeir laðast að. Ef mikið er um ketti getur jafnvel farið sv...
Hversu gömul eru orðin áramót, nýársdagur, nýársnótt og gamlárskvöld?
Orðið áramót er ekki gamalt í málinu ef marka má Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Þar er elsta dæmið fengið úr öðru bindi Íslands Árbóka í sögu-formi sem ritaðar voru af Jóni Espólín og gefnar út í 12 bindum á árunum 1821–1855. Orðið skýrir sig sjálft. Það á við mót liðins árs og ársins sem er að hefjast, þegar ga...
Hvaða rannsóknir hefur Hólmfríður Garðarsdóttir stundað?
Fjölmenningarsamfélög landa Rómönsku-Ameríku eru viðfangsefni rannsókna Hólmfríðar Garðarsdóttur, prófessors í spænsku. Bókmenntir álfunnar og þá sérstaklega skáldsagnaskrif kvenna hafa átt hug hennar allan um árabil. Að undanförnu hefur blómleg kvikmyndagerð álfunnar enn fremur fangað athygli hennar og þá ekki hv...
Er til forngrískur eða rómverskur kveðskapur sem fjallar um siðspillingu mannanna og afleiðingar hennar, samanber til dæmis Völuspá í norræni trú?
Í Völuspá segir frá upphafi heimsins og endalokum hans og ragnarökum eða endalokum guðanna, sem verða vegna hegðunar þeirra sjálfra og manna. Sams konar heimsslitabókmenntir voru ekki til hjá Forngrikkjum eða Rómverjum. Þar segir hvergi frá endalokum guðanna og endalokum heimsins – nema þá ef með er talin Opinberu...
Hvað er sólin stór?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Jóhanns Páls: Hvert er rúmmál sólarinnar? Sólin okkar er mjög dæmigerð stjarna að stærð og gerð, og er hún eins og aðrar stjörnur gríðarstór. Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annar...
Hvað er osmósa?
Þegar leysiefni og lausn eru aðskilin með himnu sem einungis hleypir í gegn um sig sameindum leysiefnisins leitast viðkomandi sameindir til að fara frá leysiefninu yfir í lausnina. Við það þynnist lausnin, þ.e. styrkur uppleysta efnisins í lausninni minnkar. Fyrirbæri þetta nefnist osmósa. Almennt getur osmósa át...
Hvaða einkunnakerfi gildir í lagadeild Háskóla Íslands? Er það notað annars staðar í skólanum?
Meginreglan um einkunnir við Háskóla Íslands er í 1. mgr. 61. gr. reglna nr. 458/2000 fyrir Háskóla Íslands og hljóðar svo:Einkunnir skulu gefnar í heilum, eða heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Aðaleinkunn er vegið meðaltal allra einkunna til lokaprófs. Aðaleinkunn reiknast með tveimur aukastöfum, og er 9,0 - 1...
Er búið að finna öll frumefni alheimsins? Gæti verið að fleiri sé að finna til dæmis á öðrum reikistjörnum sólkerfisins?
Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 að tölu. Þegar sagt er að frumefni sé stöðugt (stable) er átt við að kjarnar þess - nánar tiltekið að minnsta kosti einnar samsætu þess - sundrist ekki sjálfkrafa vegna geislavirkni. Þyngsti stöðugi frumefniskjarninn er úran (uranium) sem hefur sætistöluna (atomic ...
Hvað gerist ef vetnisfrumeind sem hefur aðeins eina róteind, verður fyrir alfasundrun?
Stutta svarið er að vetnisfrumeind getur alls ekki orðið fyrir alfasundrun! Alfaeind er samsett úr tveimur róteindum og tveimur nifteindum og er því eins og kjarni helínatóms. Þannig má segja að alfaeindin hafi sætistöluna 2 og massatöluna 4. Alfasundrun nefnist það þegar þungur atómkjarni sendir frá sér alfaei...
Hvað er átt við þegar talað er um vergar þjóðartekjur?
Með vergum þjóðartekjum er einfaldlega átt við allar tekjur þjóðarinnar á tilteknu tímabili, oftast einu almanaksári. Með tekjum er einkum átt við laun, hagnað fyrirtækja og vaxtatekjur. Önnur hugtök sem oft eru notuð til að lýsa svipuðum stærðum eru verg landsframleiðsla og verg þjóðarframleiðsla. Verg landsframl...