Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9099 svör fundust
Hvað veldur beinhimnubólgu?
Á Doktor.is er pistill um beinhimnubólgu. Þar kemur fram að það sem í daglegu tali kallast beinhimnubólga er ekki sjúkdómur í sjálfu sér heldur samheiti yfir ákveðin einkenni. Þessi einkenni eru verkir í framanverðum fótlegg sem koma í kjölfar aukins álags, oftast vegna líkamsþjálfunar. Verkirnir hverfa yfirleitt...
Hvað er Santería?
Santería eru trúarbrögð sem einkum hafa verið iðkuð á Kúbu. Þau eru afbrigði af Yoruba-trú sem upprunnin er í Nígeríu, Tógó og Benín. Santería er eins konar samsuða úr Yoruba-trú, kristni og Kardec-spíritisma sem rekur rætur sínar til Frakklands um miðja 19. öld. Santería er einnig kölluð Regla de Ocha, Lukumi, La...
Hvað er drep?
Í orðabanka Íslenskrar málstöðvar sem nálgast má á netinu er orðið drep notað sem þýðing á nokkrum hugtökum. Eitt þeirra er orðið infarction sem er notað til dæmis í sambandi við hjartaáfall og heilablóðfall, það er þegar hluti af hjarta- eða heilavef drepst vegna súrefnisskorts. Drep er líka notað yfir orðið n...
Hvað er erfðamengun?
Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. Ef við tökum laxf...
Hvað er raunverulegt?
Spurningin er svona í fullri lengd:Hvað er raunverulegt og hver getur ákveðið hvað er raunverulegt og hvað ekki?Orðið raunverulegt er gjarnan notað yfir allt sem er til og það sem er ekki til er þá ekki raunverulegt. Þetta dugar þó skammt sem svar við spurningunni enda liggur þá beint við að spyrja “Hvað er til?”....
Hvað er súkkat?
Súkkat, sem einnig er kallað glæbörkur, er sykraður börkur svokallaðrar skrápsítrónu (Citrus medica). Eins og nafnið gefur til kynna er skrápsítróna sítrusávöxtur en aldinkjöt hennar þykir ekki gott til átu. Hún er því aðallega ræktuð vegna hýðisins. Skrápsítrónan er skorin í sundur, aldinkjötið fjarlægt og bör...
Hvað er flasa?
Flasa (pityriasis capitis) myndast þegar meira en eðlilegt magn af dauðum húðfrumum flagnar af höfuðleðrinu. Of mikil húðfeitiframleiðsla er stundum samfara flösu og er þá talað um fituflösu. Sum flösueinkenni eru þau sömu og fylgja svokölluðu flösuþrefi (seborrheic dermatitis) og eru báðir kvillar oft meðh...
Hvað er sannleikur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er sannleikur? Er hann það sem gerðist, hvernig atburðurinn er túlkaður eða hvernig við munum hann?Þessa spurningu má orða á ofurlítið annan hátt en hér er gert: Er sönn lýsing á atburði sú lýsing sem lýsir atburðinum, túlkar hann, eða gerir grein fyrir því hvernig muna...
Hvað er innkirtlakerfi?
Innkirtlakerfi er eitt af líffærakerfum mannslíkamans. Það samanstendur af svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) en það eru kirtlar sem seyta afurðum sínum út í millifrumuvökva fyrir utan þá og þaðan flæða þær í blóðrásina. Opnir kirtlar eða útkirtlar (e. exocrine glands) seyta sínum afurðum aftur á móti út...
Hvað eru ógöngurök?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað eru ógöngurökin í heimspeki, sbr Menón?Íslenska orðið ógöngurök er notað sem þýðing á forn-gríska orðinu dilemma, sem merkir bókstaflega tví-setning, það er setning sett saman úr tveimur setningum, sem gefa tvo kosti til kynna. Stundum er tvíkostur notað um sama hugtak. Í ...
Hvað er einræðisríki?
Í einræðisríki eru öll völd ríkisins í höndum eins manns eða lítils hóp manna, sem hafa fullt vald án þess að samfélagið sporni við. Einn af þekktustu einræðisherrum dagsins í dag er Fidel Castro. Castro fæddist 13. ágúst 1926 á sykurplantekru fjölskyldu sinnar í Mayarí í Orienthéraði. Hann vann á sykurreyrs...
Hvað er hugmynd?
Íslenska orðið hugmynd er yfirleitt notað sem þýðing á erlendum orðum sem rekja uppruna sinn til gríska orðsins idea (enska idea, þýska Idee, franska idée). Upphaflega merkti þetta orð hina sýnilegu hlið hlutar eða persónu, og síðar einnig eiginleika hlutar eða tegund hans. Samkvæmt orðsifjafræðinni er orðið k...
Hvað er þingmannaleið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað er þingmannaleið? Það eina sem ég veit um hana er að hún er mælieining!Þingmannaleið er mælieining sem jafngildir 37,5 km. Svo borið sé saman við aðra gamla mælieiningu jafngildir þingmannaleið rúmlega 4 vikum sjávar en fjallað er um þá mælieiningu í svari við spurning...
Hvað er Kabbala?
Kabbala er dulhyggjustefna í Gyðingdómi. Örðugt er að fullyrða hvenær hún kom fram því að hún var lengi vel aðeins ætluð fáum innvígðum og varðveittist fyrst og fremst í munnlegri hefð. Í bókinni The Secret Doctrine of the Kabbalah: Recovering the Key to Hebraic Sacred Science eftir Leonoru Leet, er því haldið fra...
Hvað er marblettur?
Hér eru einnig svör við spurningunum:Hvernig fær maður marbletti og af hverju breytist liturinn á húðinni?Af hverju fær maður kúlur ef maður rekur sig í? Allir hafa dottið eða rekið sig í eitthvað og fengið í kjölfarið kúlu á höggstað og síðan marblett. Marblettur myndast eftir högg sem nær til mjúku vefjanna und...