Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4601 svör fundust
Er Stefán J. Stefánsson talinn fyrsti utanríkisráðherra Íslands þrátt fyrir að utanríkismál hafi áður heyrt undir forsætisráðherra?
Hér er best að vísa á vefsetur Utanríkisráðuneytisins Sögulegt yfirlit um utanríkisþjónustuna. Við skulum þó stikla á stóru í þeirri sögu í þessu svari, eftir upplýsingum af fyrrgreindri vefsíðu. Talið frá hægri: Jakob Möller, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Jónasson, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Vigfús Ein...
Hvað var Kvennalistinn og hvaða áhrif hafði hann á samfélagið?
Kvennaframboð (1982-1986) og Kvennalisti (1983-1999) Kvennaframboð og Kvennalisti voru kvennahreyfingar sem vildu vinna að bættri stöðu kvenna. Þær vildu breyta hugarfari og gildismati í samfélaginu, þær vildu gera konur sýnilegar, koma fleiri konum til valda og vera þar sem ráðum var ráðið. Þær vildu óhefðbund...
Hvaðan koma elstu vögguvísur og er hægt að svæfa börn með þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru sungnar vögguvísur? Er eitthvað vitað um uppruna vögguvísna og hvort þær virki raunverulega við svæfingu? Vögguvísur hafa verið sungnar frá því í fornöld. Ein elsta vögguvísa sem varðveist hefur er rist á 4000 ára gamla leirtöflu frá Babýlon sem geymd e...
Hversu hratt fara jarðskjálftabylgjur frá upptökum til mælistaðar?
Hraði jarðskjálftabylgju í jarðlögum fer bæði eftir því af hvaða tegund hún er og í hvaða efni hún berst, þar á meðal eftir dýpi hennar í jörðinni. Hraðinn vex yfirleitt með dýpi. Þess vegna getur bylgja sem fer djúpt í jörð verið fljótari milli tveggja staða nálægt yfirborði jarðar en önnur sömu tegundar sem fylg...
Getið þið sagt mér eitthvað um útræn öfl?
Kennslubók Þorleifs Einarssonar (1931-1999), Jarðfræði er gagnleg fyrir þá sem vilja fræðast um jarðvísindi á íslensku. Í inngangi að 5. útgáfu bókarinnar frá árinu 1985 segir Þorleifur eftirfarandi:Vettvangur jarðfræðinnar er jarðskorpan, en viðfangsefnin eru tvíþætt og skiptist jarðfræðin því í tvær megingreinar...
Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? Í hverju felst fegurðin?
Þótt fagurfræði sé á íslenzku kennd við fegurð, er það hugtak þó frekar sjaldgæft í fræðilegri umræðu seinni tíma. Menn tala frekar um form eða listgildi. Það fer eftir grunnviðhorfum í frumspeki og þekkingarfræði, hverjum augum menn líta fegurðina. Þeir sem telja að við höfum aðgang að einhverju sem nefnist r...
Hver eru fylgitungl Neptúnusar?
Umhverfis Neptúnus ganga að minnsta kosti 11 tungl. Þrjú þeirra er tiltölulega nýbúið að uppgötva og hafa þau því þegar þetta er skrifað (júlí 2003) enn ekki fengið venjulegt heiti. Heiti tungla Neptúnusar eru fengin úr grísku/rómversku goðafræðinni en nánari skýringar á nöfnunum fylgja umfjöllun um hvert tungl. ...
Ef Vatnajökull myndi hverfa á morgun hvað mundi land undir honum rísa mikið og á hvað löngum tíma?
Þyngd Vatnajökuls er um 3.000 milljarðar tonna og þessi þungi er slíkur að jarðskorpan hefur gefið eftir og sigið. Ef jökullinn bráðnar og hverfur þá rís landið. Slík svörun jarðskorpunnar er vel þekkt meðal annars út frá rannsóknum á áhrifum ísaldarjökla á landhæð. Fornar strandlínur sem finnast víða á láglend...
Af hverju kemur ekki gat á plastglas sem er fyllt með vatni þegar kveikjara er haldið undir því?
Það er ef til vill ofsögum sagt að ekki sé hægt að bræða gat á plastglas með vatni í, en rétt er að það getur verið býsna erfitt sé loginn lítill. Ástæðurnar eru tvíþættar. Annars vegar hefur vatnið mikla varmarýmd og heldur því innra borði botns og veggja plastglassins alltaf við svipað hitastig. Það er því e...
Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi?
Sólmyrkvar eiga sér stað þegar tungl er nýtt og gengur fyrir sólina og varpar skugga á takmarkað svæði á yfirborði jarðar. Þeir eiga sér ekki stað mánaðarlega því nýtt tungl er venjulega norðan eða sunnan við jarðbrautarsléttuna vegna halla tunglbrautarinnar. Frá jörðu séð er sýndarþvermál tunglsins næstum því...
Getið þið sagt mér það helsta um eldstöðvakerfið sem kennt er við Svartsengi og Eldvörp?
Næsta eldstöðvakerfi austan Reykjaness er venjulega kennt við Svartsengi og Eldvörp. Hér verður það nefnt Svartsengiskerfi. Röð af dyngjum og móbergsfellum úr ólivínríku bergi skilur á milli þess og Reykjaneskerfisins. Þar er Háleyjarbunga syðst, þá Sandfellshæð, Lágafell, Sandfell, Þórðarfell og Súlur-Stapafell n...
Hver var Sveinn Pálsson og hvert var framlag hans til vísindanna?
Sveinn Pálsson (1762-1840) fæddist og ólst upp á Steinsstöðum í Skagafirði, elstur sex systkina. Að loknu fimm ára námi á Hólum 1782 reri hann eina vetrarvertíð í Njarðvík og hóf síðan læknanám hjá Jóni Sveinssyni landlækni í Nesi við Seltjörn. Þar var hann fjóra vetur en sigldi til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn h...
Hvað getur það sagt okkur um möttulstrókinn undir Íslandi ef nýleg kvika á Reykjanesskaga líkist kviku úr Kötlu og Grímsvötnum?
Stutta svarið Möttullinn undir Reykjanesskaga er grein af Íslands-möttulstróknum (2. mynd). Nákvæm skoðun á 30 tímasettum sýnum úr 2021-hrauninu við Fagradalsfjall (3. mynd) sýnir að jarðmöttullinn undir Reykjanesskaga, sem hraunbráðin hefur bráðnað úr, er misleitur, að minnsta kosti á smáum skala, og sama á þ...
Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum upphaflega, hvert er það í dag? Hefur það alltaf verið það sama? Eins og iðulega er tilfellið með einfaldar spurningar, þá er ekki til neitt einfalt svar og það er ekki hægt að gefa eitt svar við þessari spurn...
Hvers vegna gengur sólúrið ekki jafnt yfir árið?
Þetta svar er eins konar framhald af svari sama höfundar við spurningunni Hversvegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?Svarið felst í stuttu máli í tveimur óskyldum atriðum í hreyfingu jarðarinnar en svo einkennilega vill til að áhrif þeirra eru sambærileg að stærð. Þegar saman kemur ...