Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4468 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Í hvaða löndum er töluð spænska?

Ef þessarar spurningar hefði verið spurt laust upp úr miðri fimmtándu öld hefði svarið verið stutt og laggott: Í konungsríkinu Kastilíu á Píreneaskaganum. Konungsríkið náði þá einungis yfir hluta Spánar. Í dag er spænska töluð um allan heim - reyndar er hún annað mest talaða tungumálið á eftir kínversku. Samtals e...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að gera bonsai úr hawaiirós og jasmínu?

Upprunalega var spurningin svona:Er hægt að gera bonsai úr hibiscus og jasmine? Hvað heitir hibiscus á íslensku? Eins og lesa má í svari Ulriku Andersson við spurningu um bonsai-tré þá líkjast þau venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema hvað þau eru miklu minni. Bonsai-tré eða dvergtré eru ræktuð í pot...

category-iconVísindavefur

Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum?

Í mannslíkamanum er um 640 vöðvar sem bera nafn auk nokkurra þúsunda ónefndra minni vöðva. Vöðvarnir skiptast svo í þrjár tegundir: Þverrákótta vöðva, slétta vöðva og hjartavöðva. Þverrákóttir vöðvar eru þeir vöðvar sem lúta stjórn viljans og við notum til að hreyfa okkur. Sinar líkamans tengja þá við bein...

category-iconVeðurfræði

Af hverju snjóar á Íslandi?

Það snjóar á Íslandi á veturna vegna þess að þar er oft kalt og rakt í háloftunum og rakinn sem þéttist verður að snjó. Einnig er þá nógu kalt niðri við jörð til þess að snjórinn bráðnar ekki á leiðinni niður. Til að snjór verði til í háloftunum þarf tvennt: Kulda og raka í loftinu. Hér á Íslandi er báð...

category-iconHugvísindi

Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd?

Opinbert nafn á því landi sem við venjulega köllum Holland er Nederland (notað í eintölu) en í þýsku er notuð fleirtölumyndin Niederlande þótt nafnið Holland sé einnig mjög algengt í daglegu tali. Holland er í raun nafn á vesturhluta landsins. Það takmarkast í vestri af Norðursjó og í austri af Ijsselmeer og s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað liggur hrafninn lengi á eggjum?

Hrafninn (Corvus corax) hefur mikla útbreiðslu og varptími hans er mjög breytilegur eftir því hvar varpsvæðið er. Á heittempruðum svæðum verpir hann venjulega í febrúar en í apríl á kaldari svæðum svo sem á Íslandi og Grænlandi. Hrafninn liggur á eggjum í um þrjár vikur. Hér á landi er hrafninn meðal fyrstu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig stendur á því að hlutföllin á atlaskorti eru röng en rétt á hnetti?

Ástæðan fyrir því að hnattlíkan gefur nokkuð rétta mynd af yfirborði jarðar en landakort af heiminum ekki, er sú að hnattlíkan er í raun smækkuð mynd af jörðinni þar sem einungis mælikvarðanum hefur verið breytt en löguninni haldið. Á landakortinu er hins vegar búið að fletja hnöttinn út, en það er ekki hægt að ge...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna nota Íslendingar föðurnöfn en fólk á öðrum Norðurlöndum ættarnöfn?

Upprunalega spurningin var: Hvers vegna erum við Íslendingar með föðurnöfn en fólk á Norðurlöndum með ættarnöfn? Sá siður að kenna karla og konur við feður sína, og í sumum tilvikum við mæður ef feður voru látnir, var ríkjandi á öllum Norðurlöndum á landnámsöld. Íslendingar einir hafa haldið þessum sið, þót...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Heiða María Sigurðardóttir rannsakað?

Við þurfum augu til þess að sjá. Þetta virðist augljóst(!) en er þó í raun aðeins fyrsta skrefið í ótrúlega flóknu ferli. Á augum okkar dynja ótalmörg áreiti á hverju sekúndubroti. Ítarleg úrvinnsla á þeim öllum er ómöguleg enda tímafrek, orkufrek og krefst gífurlegrar reiknigetu. Við verðum því að velja og hafna ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni?

Áður en komið er að nafngiftinni er ekki úr vegi að gera grein fyrir eðli krabbameina. Krabbamein eru margvísleg að uppruna, en að mörgu leyti sambærileg hvað hegðun varðar. Þau mynda flokk alvarlegra sjúkdóma sem yfirleitt eru lífshættulegir ef viðeigandi meðferð er ekki beitt. Krabbamein einkennast flest af f...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda?

Besta leiðin til þess að útskýra aðferðafræði félagsvísinda er að nota þau hugtök sem félagsvísindamenn nota sjálfir til þess að fjalla um rannsóknir sínar. Annars vegar er um að ræða hugtök sem lýsa hvaða grundvallarnálgun býr að baki mismunandi rannsóknaraðferðum. Helst ber að nefna skiptingu í megindlegar (e. q...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má leita að bæjarheitum eftir stafrófsröð, með því að slá inn tiltekið nafn eða leita eftir sveitarfélögum og sýslum. Þegar leitað er að ákveðnu bæjarnafni birtast niðurstöður sem sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomand...

category-iconFélagsvísindi

Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?

Í stjórnarskránni er á þremur stöðum kveðið á um þingrof og hvernig að því skuli standa. Í tveimur tilfellum er skylt að rjúfa þing, annars vegar skv. 4. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar og hins vegar skv. 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar. Í fyrra tilfellinu kemur fram að ef ¾ hluti þingmanna samþykki að fram...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?

Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið "renta", þegar talað er um að e-ð beri nafn með rentu?

Orðið renta er notað um vexti eða ávöxtun á fjármunum eða öðrum verðmætum. Það er tökuorð úr dönsku rente í sömu merkingu frá 16. öld. Orðatiltækið að bera nafn með rentu merkir að 'heita eitthvað með réttu, standa undir nafni sínu'. Það er til í fleiri en einni gerð. Hin elsta í safni Orðabókar Háskólans er að...

Fleiri niðurstöður