Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 599 svör fundust
Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar?
Næstsíðasta aftaka á Íslandi fór fram í Skagafirði sumarið 1790, nánar tiltekið í Helluhólma í Héraðsvötnum. Helluhólmar eru raunar ekki til lengur en farvegur Héraðsvatna breyttist um 1800. Kona að nafni Ingibjörg Jónsdóttir hafði verið fundin sek og dæmd til dauða vegna dulsmáls, það er fætt barn á laun. Ing...
Hvenær fóru Íslendingar að borða af diskum?
Upprunalega spurningin var: Hvenær byrjaði fólk á Íslandi að borða af diskum? Til að byrja með ætla ég að gefa mér að hér sé spurt um leirdiska, en það eru diskarnir sem við borðum af í dag. Áður en askurinn tók við sem algengasta matarílátið á 18. öld borðuðu Íslendingar af trédiskum og tindiskum. Þannig d...
Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?
Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Frá upphafi hefur Surtsey verið undir strangri vernd og eru áhrif mannfólks á náttúrulega ferla í eynni lágmörkuð eins og hægt er. Fáheyrt er að slík svæði séu vöktuð jafn vel og raunin er í Surtsey og má segja að eyjan sé ra...
Mega þeir sem hafa B.A.-gráðu í hagfræði ekki kalla sig hagfræðinga, bara þeir sem eru með B.S.-gráðu?
Mjög er misjafnt eftir skólum hvort þeir sem ljúka grunnháskólanámi í hagfræði útskrifast með B.A.- eða B.S.-gráðu. Alla jafna eru þessar gráður jafngildar eða að minnsta kosti er ekki almenn regla að önnur sé í einhverjum skilningi hinni merkari. Starfsheiti viðskiptafræðinga og hagfræðinga eru nú lögvernduð. ...
Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir?
Tóbak var fyrst flutt frá Vesturálfu til Evrópu, fyrst og fremst Spánar og Portúgals, á miðri 16. öld. Einni öld síðar var notkun þess orðin almenn í Vestur-Evrópu. Fljótlega varð ljós skaðsemi tóbaks og þegar um miðja 18. öld birtust varnaðarorð um efnið, þar á meðal krabbameinsvaldandi verkun þess. Þessi varn...
Á hvaða tíðnisviði heyrir maðurinn best?
Það er tíðni hljóða sem ræður hvað mestu um hvernig við skynjum tónhæð þeirra, en tíðni er að jafnaði gefin upp í sveiflum á sekúndu eða í Hz. Að jafnaði geta menn heyrt hljóð frá tíðninni 20 Hz (mjög dimmir eða djúpir tónar) upp í 20.000 Hz (mjög bjartir eða skærir tónar). Eins og spyrjandi virðist vita ...
Hvaða áhrif hefur verð á vörum á kauphegðun og neytendur almennt?
Margir halda því fram að neytendur velji yfirleitt ódýrari vörur en þær dýrari. Frávik frá þeirri reglu eru engu að síður margvísleg. Innan markaðsfræða og skyldra greina ríkir nokkuð almenn sátt um það að verð getur bæði haft aðlaðandi og fælandi áhrif á kauphegðun. Neytendur virðast nota verð sem vísbendingu um ...
Hvernig starfar þing eftir þingrof?
Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?, Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og Hvaða áhrif hefur þingrof? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör. Eftir að þing hefur verið rofið halda þingmenn umboði sínu en eðlilegt er að ...
Hefur slæmt uppeldi (foreldrar hóta þér sífellt einhverju illu) áhrif á framtíð þína?
Svarið er í sem skemmstu máli: „Já!“ Uppeldi hefur talsverð áhrif á framtíð barna, bæði til góðs og ills. Þegar umönnun og uppeldisskilyrði barns eru góð er þörfum þess sinnt fljótt og vel, tilfinningalegum, líkamlegum, hugrænum og félagslegum. Langtímarannsóknir á umönnun barna hafa sýnt að næmni foreldris á þarf...
Hvað þýðir hugtakið fjölskylda og hvað er fjölskyldumeðferð?
Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á fjölskyldustofnuninni. Gerð hennar, samsetning, stærð, verkefni og hlutverk hafa gjörbreyst. Þannig er ekki lengur hægt að tala um fjölskylduna. Til eru svokallaðar kjarnafjölskyldur, einforeldris- og stjúpfjölskyldur og svo framvegis. Sambúð/hjónabönd eru ýmist st...
Hvenær barst metrakerfið til Íslands?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær barst metrakerfið til Íslands, hvernig barst það til Íslands og hvers vegna? Metrakerfið er upprunnið á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar og var formlega tekið í notkun í Frakklandi árið 1795. Það var andsvar við mörgum og ólíkum kerfum mælieininga sem oll...
Voru ákvæði í Grágás eða Jónsbók um rétt manna til drykkjarvatns?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er það ólöglegt að neita fólki um vatn að drekka? Ég hef heyrt að það sé ólöglegt samkvæmt Grágás eða Jónsbók og að þau lög séu ennþá í gildi. Grágás er lagasafn frá þjóðveldistímanum og Jónsbók var önnur tveggja lögbóka sem Magnús lagabætir lét gera fyrir Ísland og var hú...
Hvers vegna eru svo fáar tegundir ferskvatnsfiska á Íslandi?
Það er rétt athugað að hér á landi eru einungis fáar tegundir fiska í fersku vatni, nánar tiltekið fimm, það er að segja Atlantshafslaxinn, urriði, bleikja, hornsíli og áll. Þetta er einungis brot af því sem þekkist á svipuðum breiddargráðum á meginlöndunum. Ástæða tegundafæðarinnar er sú að Ísland hefur verið...
Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn?
Talið er að suðurströnd Íslands hafi færst 4 km suður í Kötluhlaupinu 1918. Þá myndaðist Kötlutangi sem var syðsti punktur Íslands í nokkra áratugi, uns hafið hafði nagað hann burt og borið efnið vestur með ströndinni og meðal annars bætt vel í ströndina hjá Vík í Mýrdal. Á landnámsöld, og allt til 1179, var Hjörl...
Af hverju er sólin gul og skínandi?
Sólin skín vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Vetniskjarnar renna saman af völdum kjarnahvarfa og helíumkjarni myndast að lokum. Við það losnar gríðarleg orka og brot af henni berst til okkar sem hiti og ljós. Um þetta má lesa nánar í svari við spurningunni Af hverju er sólin heit?. En hvers vegn...