Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 260 svör fundust
Hvernig er félagskerfi tannhvala?
Fræðimenn hafa nokkuð rannsakað félagskerfi og félagshegðun þriggja tannhvalategunda: háhyrninga (Orcinus orca), búrhvala (Physeter macrocephalus) og stökkla (Tursiops truncatus). Auk þess hafa farið fram töluverðar rannsóknir á hnúfubak en hann telst til skíðishvala. Hafa ber í huga að hver tegund tannhvala o...
Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum?
Margir hafa greinlega áhuga á því hvort það geti í raun og veru rignt fiskum eða froskum og þá af hverju? Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um efnið, meðal annars þessar hér: Er mögulegt að það rigni froskum, hefur það gerst, hvers vegna gerist það, og ef ekki, hvaðan er sú saga komin? Ég las ei...
Hver tók fyrstu litljósmyndina á Íslandi?
Þörfin á að ná að fanga ljósmyndir í lit er í raun jafngömul sjálfri ljósmyndatækninni. Það tók hins vegar tíma að finna aðferð til að ná myndum í lit. Elsta þekkta litljósmyndin sem hefur varðveist frá Íslandi og við vitum um, er gerð með svonefndri autochrome-aðferð. Staðsetning og tímasetning myndarinnar er ...
Hefur slæmt uppeldi (foreldrar hóta þér sífellt einhverju illu) áhrif á framtíð þína?
Svarið er í sem skemmstu máli: „Já!“ Uppeldi hefur talsverð áhrif á framtíð barna, bæði til góðs og ills. Þegar umönnun og uppeldisskilyrði barns eru góð er þörfum þess sinnt fljótt og vel, tilfinningalegum, líkamlegum, hugrænum og félagslegum. Langtímarannsóknir á umönnun barna hafa sýnt að næmni foreldris á þarf...
Hvað þýðir hugtakið fjölskylda og hvað er fjölskyldumeðferð?
Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á fjölskyldustofnuninni. Gerð hennar, samsetning, stærð, verkefni og hlutverk hafa gjörbreyst. Þannig er ekki lengur hægt að tala um fjölskylduna. Til eru svokallaðar kjarnafjölskyldur, einforeldris- og stjúpfjölskyldur og svo framvegis. Sambúð/hjónabönd eru ýmist st...
Hver er helsti munur á að vera giftur og í sambúð, lagalega, tryggingalega, og svo framvegis?
Margir halda að réttaráhrif óvígðrar sambúðar séu hin sömu og hjúskapar, að minnsta kosti þegar óvígð sambúð hefur staðið í einhvern tíma. Í grundvallaratriðum er því þó ekki þannig farið, þrátt fyrir að á undanförnum árið hafi löggjafinn reynt að jafna mun á milli þessara sambúðarforma. Um óskráða sambúð gildir e...
Hver var René Descartes og fyrir hvað er hann þekktur?
Æviágrip René Descartes (stundum nefndur Renatus Cartesius, upp á latínu) var franskur heimspekingur og stærðfræðingur. Hann fæddist í La Haye í Touraine í Frakklandi 31. mars árið 1596. Bærinn var raunar seinna látinn heita eftir honum; árið 1802 fékk hann nafnið La Haye-Descartes og 1967 var nafnið einfa...
Hver var Jón lærði Guðmundsson?
Jón lærði hét fullu nafni Jón Guðmundsson og var sjálfmenntaður alþýðumaður og náttúruskoðari sem lifði á 17. öld. Nafn hans tengist atburðum brennualdar þar eð yfirvöld sökuðu hann um kukl og galdur. Saga Jóns lærða er raunaleg lífssaga manns sem var uppi á „þeirri öld sem spillti upplagi hans og hæfileikum“ eins...
Getur maður gefið helminginn af lifrinni sinni til manneskju með skemmda lifur?
Já, að vissum skilyrðum uppfylltum getur einstaklingur gefið hluta lifrar sinnar til annarrar manneskju með skemmda lifur. Þessi skilyrði eru að vera á aldrinum 18-60 ára, vera í blóðflokki sem hæfir blóðflokki lifrarþegans og vera jafnstór eða stærri en þeginn. Hvað mestu máli skiptir er þó að lifrargjafi sé hrau...
Hvað getið þið sagt mér um non-Hodgkins-krabbamein?
Eitilfrumuæxli eru illkynja æxli upprunnin í eitilfrumum, nema þau æxli sem teljast til Hodgkins-sjúkdóms. Á ensku hefur verið vísað til þessa æxlishóps sem non-Hodgkin lymphomas. Þessi æxli, sem hér eftir verður vísað til aðeins sem eitilfrumuæxli, eru hópur illkynja æxla sem á upptök sín í eitilvef og eru um 3% ...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...
Hvað eru til margar refategundir í heiminum?
Til eru tuttugu og þrjár tegundir refa í heiminum sem flokkaðar eru í fimm ættkvíslir. Tegundaríkasta ættkvíslin nefnist vulpes, innan hennar eru 12 tegundir. Meðal þeirra er rauðrefurinn (Vulpes vulpes) sem lifir á víðlendum svæðum í Evrasíu og Norður-Ameríku og mun vera útbreiddastur allra refa. Önnur tegund inn...
Er hægt að spá fyrir um hvort komandi vetur verður harður eða mildur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er hægt að spá fyrir um hvort að komandi vetur verður harður eða mildur með lengri fyrirvara? Er einhver fylgni milli t.d. sumars og veturs eða þá milli ára (t.d. ef tveir mildir vetur í röð auki líkur á hörðum vetri). Því miður er ekki enn hægt með vissu að sjá fyrir fram hvo...
Hver var Peter Hallberg og hvert var framlag hans til norrænna fræða og nútímabókmennta?
Árið 1974 voru fimm einstaklingar útnefndir heiðursdoktorar við Háskóla Íslands af Heimspekideild. Þetta voru annars vegar tveir af fremstu skáldum þjóðarinnar, þeir Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson, og hins vegar þrír merkir bókmenntafræðingar, þeir Jón Helgason, Einar Ól. Sveinsson og Peter Hallberg. Sá ...
Hver eru einkenni geðklofa?
Geðklofi (schizophrenia) er oft langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni. Geðklofi er jafn tíður hjá konum og körlum, en kemur þó að jafnaði fyrr fram hjá körlum, venjulega seint á táningsaldri eða snemma á tvítugsaldri. Hjá konum koma einkennin ve...