Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 590 svör fundust
Hvers vegna heitir hringdúfa þessu nafni?
Heitið hringdúfa hefur sjálfsagt borist í málið úr dönsku því Danir nefna Columba palumbus 'ringdue'. Svíar kalla dúfuna 'ringduva' og Norðmenn 'ringdue'. Á þýsku er hún nefnd 'ringeltaube' og Hollendingar nota orðið 'houtduif'. Nafngiftin á hringdúfunni gæti verið tilkomin vegna þess að hún hefur hvítt hálfmán...
Er til eitthvað orð fyrir kvenkyns hrafn? Eru almennt til orð yfir karlkyns- og kvenkyns fugla?
Ekki er mikið um að karl- og kvenfuglar séu greindir að með mismunandi heitum. Undirritaðri er ekki kunnugt um að kvenhrafninn eigi sérstakt heiti. Það á aftur á móti við um kvenörninn sem kölluð er assa. Æðarkollan er nefnd æður en karlfuglinn bliki og æðarbliki. Meðal annarra andfugla ber karlinn heitið steggur ...
Hver var Lao Tse og var hann í raun og veru til?
Samkvæmt kínverskri sagna- og heimspekihefð var Laozi 老子 (aðrar algengar umritanir: Lao Zi, Lao-Tzu, Lao-Tze, Lao Tse, og fleiri) forsprakki skóla daoista (daojia 道家) og höfundur bókarinnar Daodejing (önnur umritun: Tao te ching) 道德經 sem á íslensku hefur verið þýdd ...
Reyktu víkingarnir sígarettur, vindla eða pípur?
Svarið er einfalt nei; það gerðu þeir ekki. Tóbakið er planta sem óx upphaflega aðeins í Ameríku. Það var því óþekkt í Evrópu þar til eftir landafundina miklu í lok 15. aldar og í byrjun þeirrar sextándu (Kólumbus „fann“ fyrstu eyjarnar við Ameríku árið 1492). Svona er þetta líka með margar aðrar vörur úr jurta...
Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá?
Eyjarvað á Norðurá hefur ýmist verið talið það sama og Hólmavað eða Hábrekknavað (sjá Íslenzk fornrit V (1934), bls. 184nm.; Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags 1839-1873. Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir sáu um útgáfuna. Sögufélag og Örnefnastofnun Íslan...
Hvað er arður, samkvæmt skilningi hagfræðinnar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skilgreinir hagfræðin hugtakið „arður“? Getur fyrirtæki tekið út arð ef það skuldar? Þá ekki lögfræðilega, heldur samkvæmt skilgreiningunni á orðinu. Arður er íslensk þýðing á alþjóðlega hugtakinu dividend. Með arði er átt við greiðslur fyrirtækis í atvinnurekstri t...
Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi?
Síðasta aftakan fór fram í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu 12. janúar 1830. Þá voru tekin af lífi Agnes Magnúsdóttir vinnukonu á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson bóndasonur frá Katadal. Þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum aðfararnótt 14. mars 1828, Nathans Ketilssonar bónda á Illugastöðum ...
Af hverju bráðna jöklarnir ekki hraðar?
Í örstuttu og einfölduðu máli þá bráðna jöklar ekki hraðar vegna þess að það er ekki hlýrra í veðri. Hins vegar finnst mörgum breytingarnar vera töluvert hraðar nú á tímum og spurning hversu eftirsóknarvert það væri að jöklar bráðnuðu enn hraðar. Þegar árferði er stöðugt, það er að segja svipað frá ári til árs...
Hvað getið þið sagt mér um kínverskt samfélag?
Hér skal „kínverskt samfélag“ skilið sem samfélag Kínverska alþýðulýðveldisins. Talin verða upp fimm almenn atriði sem einkum gera þetta samfélag frábrugðið þeim vestrænu: 1. menningarhefðin á sér ólíkar rætur; 2. kínversk matarmenning hefur ómetanleg áhrif á daglegt líf og ásýnd samfélagsins; 3. fólksfjöldi er m...
Hver fann upp ljósaperuna?
Að því marki sem réttmætt er að benda á einn tiltekinn einstakling, þá er það bandaríski uppfinningamaðurin Thomas Alva Edison. Eins og flestar aðrar uppgötvanir átti ljósaperan sér aðdraganda. Breski efnafræðingurinn Sir Humphry Davy gerði fyrstur manna tilraunir með svokallaða ljósboga þar sem rafstraumur er ...
Má búast við því að Netið breyti eðli og verðgildi peninga og annarra fjármuna? Gæti aðgengi manna, til dæmis fátækra þjóða, að peningum aukist með tilkomu Netsins?
Margt bendir til þess að aukin útbreiðsla og notkun Netsins eigi eftir að hafa margvísleg áhrif á viðskipti og sum þeirra býsna róttæk. Ein áhrifin verða trúlega þau að notkun peninga í þeirri mynd sem við þekkjum þá, sem seðla og mynt, muni minnka og jafnvel leggjast af. Í stað þeirra komi innstæður á margs konar...
Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?
Faðirvorið er á tveim stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Matteusarguðspjalli, 6. kapítula, versum 9 – 13, og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapítula, versum 2 – 4. Það er nokkur munur á bænunum en það er útgáfan í Matteusarguðspjallli sem hefur verið bæn kristinna manna frá ómunatíð. Samkvæmt laga...
Úr hverju er íslenska myntin?
Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna ýmsan fróðleik um íslensku peningana, bæði myntirnar og seðla. Hér má sjá yfirlit um málminn sem er í hverri mynt fyrir sig. 100 og 50 króna myntir Gulleit eirblanda með: 70% kopar 24,5% sink 5,5% nikkel 10, 5 og 1 krónu myntir Málmblanda með: ...
Hvernig leysi ég x og y út úr jöfnunum y = 1 + x og 2x + 3y = 28?
Svokölluð jöfnuhneppi eru notuð þegar leysa þarf tvær jöfnur sem hafa tvær óþekktar stærðir. Þá er önnur óþekkta stærðin einangruð í annarri hvorri jöfnunni. Hún er síðan sett inn fyrir óþekktu stærðina í hinni jöfnunni. Í dæminu sem spyrjandi kemur með er y einangrað í fyrri jöfnunni. Þá þarf einungis að setja...
Hvaða efni teljast vera eitur?
Það er til ágætis skilgreining á því hvað telst vera eitur. Skilgreiningin stenst vel en er þó ekki notuð í dag. Hún kemur frá Svisslendingnum Paracelsusi (1493-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði. Paracelsus hélt því fram að í raun væru öll efni eitruð og það væri einungis spurning...