Faðir vor, er ert á himnum. Helgist nafn þitt. Til komi ríki þitt. Verði vilji þinn svo sem á himni og á jörðu. Brauð vort hversdagslegt gefðu oss í dag. Fyrirgefðu oss skuldir órar (=vorar) svo sem og vér fyrirgefum skulderum órum. Og eigi leið þú oss í freistni, heldur leys þú oss frá illu. (Sjá Íslensk hómilíubók – Fornar stólræður. Reykjavík (Hið íslenska bókmenntafélag) 1993, s. 45—48).Bænin er auk þessa til í nokkrum myndum í ýmsum handritum en texti hennar er hvarvetna mjög svipaður þessum. Nýja testamentið var síðan gefið út í heild árið 1540 í þýðingu Odds Gottskálkssonar og þar birtist Faðirvorið í Matteusarguðspjalli nánast í þeirri mynd sem við nútímamenn notum það. Það er með öðrum orðum ekki hægt að nafngreina þá sem hafa þýtt Faðirvorið á íslensku utan Odd Gottskálksson. Hann byggði þýðingu sína sýnilega á eldri heimildum, því að það er ekki mikill vandi að sjá skyldleika þeirrar myndar Faðirvorsins sem við þekkjum það í við þá mynd sem birtist í Íslenskri hómilíubók. Stefán Karlsson handritafræðingur hefur skrifað grein þar sem hann gerir nákvæma grein fyrir útgáfu Faðirvorsins á íslensku: „Drottinleg bæn á móðurmáli.“ Í Ritröð Guðfræðistofnunar – Studia theologica islandica 4: Biblíuþýðingar í sögu og samtíð. Reykjavík (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands) 1990, s. 145 – 174.
Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?
Útgáfudagur
21.11.2002
Spyrjandi
Sóley Þórðardóttir
Tilvísun
Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2890.
Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). (2002, 21. nóvember). Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2890
Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2890>.