Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 215 svör fundust
Getið þið sagt mér allt um blettatígur?
Á erlendum tungum er blettatígurinn (Acinonyx jubatus) nefndur 'cheetah' sem upprunnið er úr hindí og þýðir sá blettótti. Hann er eini meðlimur undirættarinnar Acinonychinae enda byggingarlag hans frábrugðið öðrum kattardýrum. Bæði er hann grannvaxinn og hlutfallslega lappalengri en aðrir kettir. Fjölmörg önnur lí...
Hvað geturðu sagt mér um Émile Durkheim?
Líkt og allar aðrar fræðigreinar er félagsfræðin lifandi vettvangur kenninga og rannsókna þar sem nýjar hugmyndir og nýjar niðurstöður leysa gamlar af hólmi. Sjálft viðfangsefni félagsfræðinnar er þjóðfélagið, sem við lifum í. Þar sem það ólgar af sífelldum breytingum er óumflýjanlegt að fræðigreinin, sem er helgu...
Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?
Í Sýrlandsstríðinu eru engir „vondir“ eða „góðir“ kallar. Átökin í Sýrlandi, sem byrjuðu árið 2011, hafa lengi verið á því stigi og eru þess eðlis að það er ekki lengur hægt að gera skýran greinarmun á hvar skilin á milli góðs og ills liggja. Þetta er ekki svart/hvítt stríð heldur hafa þessi átök verið á mörgum gr...
Er sólkerfið TRAPPIST-1 einstakt eða halda vísindamenn að til séu fleiri svoleiðis kerfi?
Sólkerfið sem nefnt er TRAPPIST-1 er enn sem komið er einstakt. Það er í tæplega 40 ljósára fjarlægð frá Jörðu og sólstjarnan þar er lítil af stjörnu að vera, heldur stærri að þvermáli en Júpíter en rúmlega 80 sinnum meiri að massa. Stjarnan er köld dvergstjarna af litrófsflokki M. Árið 2016 tilkynntu stjörnufr...
Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég er að gera skólaverkefni um eldgos á Reykjanesi en mér finnst ofboðslega erfitt að finna heimildir um hve mörg gos hafa verið frá 2021. Er einhver séns að þið gætuð veitt mér upplýsingar um efnið? Best finnst mér að fá heimildir frá Vísindavefnum því ég veit hversu traustar þær e...
Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?
Vafalaust myndu einhverjir líta á heimspekinginn Sókrates (470-399 f.Kr.) sem ónytjung væri hann uppi í dag, enda gerðu það margir fyrir 2400 árum í Grikklandi. Okkur er ekki kunnugt um að hvítskeggjaður öldungur hafi sést nýlega í hvítum kyrtli og sandölum, sprangandi um Ingólfstorg, umkringdur ungum mönnum með b...
Hvað gerðist í Perluhöfn (Pearl Harbor) í seinni heimsstyrjöldinni?
Þegar minnst er á þátt Perluhafnar í seinni heimsstyrjöldinni, er átt við árás Japana að morgni 7. desember 1941 á flotahöfn og herflugvelli Bandaríkjamanna á eyjunni Ohau í Hawaii-eyjaklasanum, sem gerð var fyrirvaralaust og án formlegrar stríðsyfirlýsingar. Perluhöfn (Pearl Harbor) árið 1940. Á 4. áratug síðus...
Hver er saga grískrar heimspeki?
Grísk heimspeki á sér 2600 ára langa sögu frá fornöld fram á okkar daga. Eðlilegast er samt að skipta sögu grískrar heimspeki í fjögur megintímabil. Fyrsta tímabilið, heimspeki fornaldar, hefst á fyrri hluta 6. aldar f.Kr. og nær að minnsta kosti til ársins 529 e.Kr. en þá létJústiníanus I, keisari austrómverska r...
Hvað getur þú sagt mér um sléttuúlfa?
Sléttuúlfar (Canis latrans) nefnast á ensku coyote eða praire wolf. Þessa nafngift má líklega rekja til upprunalegra heimkynna þeirra á sléttum Norður-Ameríku. Orðið coyote kemur hins vegar af orðinu couytl í máli Nahutl-indjána sem bjuggu á svæðum sem tilheyra í dag Mexíkó. Latneska heiti þeirra merkir hins vegar...
Hvað er verkfall og hver er saga verkfallsréttar í heiminum?
Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hvenær fóru Íslendingar fyrst í verkfall? Og hvenær fóru opinberir starfsmenn fyrst í verkfall? Hvenær urðu verkföll fyrst lögleg og með hvaða hætti? Hvað er verkfall? Hver er munurinn á verkfalli og verkbanni? Verkfall eða vinnustöðvun verður þega...
Hversu mikil gjóska myndaði landnámslagið og hve lengi stóð gosið yfir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Landnámslagið finnst um allt land, misþykkt, en þó ansi þykkt. Hversu mikið af gjósku hefur þurft til að búa til þetta lag, hversu langt gos þarf til að spúa þessu út og hvaða áhrif myndi þannig gos hafa á daglegt líf á Íslandi á 21. öld? Á meðfylgjandi korti[1] sést útbreiðsla...
Hvernig kom bærinn Dunkerque við sögu í seinni heimstyrjöldinni?
Dunkerque (franska, Dunkirk á ensku) er hafnarbær í Norður-Frakklandi, rétt sunnan við landamærin við Belgíu. Í lok maí og byrjun júní 1940 var borgin sögusvið atburða sem reyndust afdrifaríkir fyrir framgang seinni heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar innrásar Þjóðverja í Pólland í byrjun september 1939 lýstu Fra...
Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?
Þemis er gyðja laganna í forngrískri goðafræði,[1] nánast persónugervingur þeirra. Fornar bókmenntir lýsa henni almennt ekki sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri. Í kviðum Hómers, elstu bókmenntum Grikkja, kemur Þemis fyrir þrisvar: hún tekur á móti Heru er sú síðarnefn...
Hvað eru skattaskjól og hvenær urðu þau til?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvernig bý ég til aflandsfélag í skattaskjóli án þess að nokkur komist að því? Hvað getið þið sagt mér um alþjóðlegar skattaparadísir? Á síðustu áratugum hefur heimurinn skroppið saman í eitt markaðssvæði. Fyrirtæki, sem áður einskorðuðu starfsemi sína við eitt þjóð...
Hver var Ptólemaíos frá Alexandríu og hvert var framlag hans til stjörnufræðinnar?
Heimildir um ævi Kládíosar Ptólemaíosar og persónu hans eru mjög af skornum skammti og er helst að menn geti ályktað út frá því sem hann tilgreinir um stað og tíma vegna athugana sinna. Samkvæmt því er vitað að hann gerði athuganir sínar í Alexandríu í Egyptalandi og líklegt að hann hafi verið uppi frá um 100 til ...