Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 902 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Már Jónsson stundað?

Már Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að íslenskri sögu frá síðari hluta 13. aldar til loka 19. aldar, í fyrstu með áherslu á siðferði og samskipti kynjanna en síðar einkum á menningarsöguleg atriði og lífskjör alþýðu. Árið 1998 gaf hann út ævisögu Árna Magnússonar (...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Þórólfur Matthíasson stundað?

Þórólfur Matthíasson lauk embættisprófi í hagfræði (Cand.oecon-prófi) frá Háskólanum í Osló í Noregi vorið 1981. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði (Dr. Polit.) frá sama skóla vorið 1998. Þórólfur starfaði um hríð sem hagfræðingur hjá Fjármálaráðuneytinu í Reykjavík, en hefur verið starfsmaður Háskóla Íslands frá j...

category-iconHugvísindi

Af hverju er öskudagur haldinn hátíðlegur?

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sums staðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, og til þess notaður jafn...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig breytist hegðun frumeindar eða rafeindar ef umhverfi hennar er tómarúm?

Við gerum stundum greinarmun á því sem við köllum stórsætt (macroscopic) annars vegar og smásætt (microscopic) hins vegar. Við köllum þá hluti stórsæja sem eru nógu stórir til þess að við sjáum þá með berum augum en hina köllum við smásæja. Suma slíka hluti getum við séð í einhvers konar smásjám en aðrar efnisein...

category-iconHeimspeki

Er alveg víst að himnaríki sé til?

Nei. Orðið himnaríki merkir yfirleitt stað utan þess heims eða þess hluta heimsins sem við þekkjum, þar sem allir menn eða einhver hópur manna hafnar eftir jarðlífið, og verður eilíflega hamingjusamur. Spyrjandi hefur væntanlega þessa merkingu í huga. Himnaríki er þannig sett fram sem eins konar andstæða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hringmunni?

Þróunarfræðingar telja hringmunna (Cyclostomata) vera frumstæðasta hóp hryggdýra. Hringmunnar tilheyra hópi vankjálka (Agnatha) og þó að þeir séu oft flokkaðir með fiskum skera þeir sig frá þeim á margan hátt. Aðalmunurinn liggur í framangreindum skorti á kjálkum en einnig hafa hringmunnar hvorki beinkenndar tennu...

category-iconJarðvísindi

Hvernig má það vera að Mauna Kea gæti verið hæsta fjall í heimi?

Eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spurningunni: Hvert er stærsta eldfjall í heimi? er talsverður munur á því hvort miðað sé við hæð fjalla frá sjávarmáli eða frá fjallsrótum. Það fjall sem gnæfir hæst yfir sjávarmáli er án efa Everestfjall sem tilheyrir Himalajafjallgarðinum, en þar er einnig er að fin...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er heimurinn stór í metrum?

Um stærð heimsins hefur nokkrum sinnum verið fjallað á Vísindavefnum, til dæmis í svari við spurningunni: Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór? Þar kemur ýmislegt fram um stærð alheimsins. Meðal annars það að alheimurinn getur bæði verið endanlegur og endalaus. Af því leiðir að lítið er hægt að segja um ...

category-iconUmhverfismál

Er kjarnorka umhverfisvæn?

Ef miðað er við útblástur gróðurhúsalofttegunda og annarrar mengunar er kjarnorka betri en flestir ef ekki allir aðrir núverandi orkugjafar. Hins vegar gerir hættan á kjarnorkuslysi og vandamál tengd geymslu geislavirks úrgangs úr kjarnorkuverum svarið við spurningunni flóknara. Ný kjarnorkuver eiga að vera örugg,...

category-iconHeimspeki

Hvað er heilbrigð skynsemi?

Heilbrigð skynsemi (á ensku: common sense) er hæfileikinn til að átta sig á því sem er dagljóst. Heilbrigð skynsemi segir okkur til dæmis að búast vel áður en haldið er á íslenskt hálendi því að reynslan sýnir að þar er allra veðra von. Um aldamótin 1800 komu fram skoskir heimspekingar sem kenndu sig við heilbr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er varptími spóans?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvenær er varptími spóa? Er hann friðaður? Spói er algengur fugl í margvíslegu búsvæði hérlendis svo sem í mýrlendi, en einnig í grónum móum og holtum allt upp í 200 metra hæð. Þó svo að stofnstærðin hafi verið metin rúmlega 200 þúsund varppör þá er hann alfriðaður hér á landi. ...

category-iconLæknisfræði

Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki? - Myndband

Smáskammtalækningar (hómópatía, e. homeopathy) eru ein tegund óhefðbundinna læknismeðferða. Þær byggja á hugmyndum sem voru settar fram við upphaf 19. aldar og ganga út á að gefa mjög útþynntar lausnir sem meðöl við kvillum og sjúkdómum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifamætti smáskammtalækninga á ýms...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var þjóðsagnapersónan Ugluspegill?

Till Ugluspegill eða Till Eulenspiegel eins og hann nefnist á frummálinu, er söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Hann var hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið uppi á fyrri hluta 14. aldar. Elsta varðveitta prentaða bókin um Ugluspegil er á þýsku frá árinu 1515 og nefnist hún Skemmtileg saga um T...

category-iconMálstofa

Umhverfisorsakir hryðjuverka

Hryðjuverk verða ekki til af engu. Það eru til ákveðnar stjórnmálalegar, félagslegar og umhverfislegar skýringar hryðjuverka sem vert er að huga betur að. Hér er ekki bara um að ræða trúarlegar eða þjóðernislegar skýringar, heldur geta umhverfismál í víðum skilningi átt þátt í því að skapa deilur og átök. Umhverfi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?

Leifar örvera hafa fundist með vissu í jarðlögum sem eru um 3100 milljón ára gömul og mjög sterkar líkur eru á því að þær megi líka greina í 3450 milljón ára gömlum jarðlögum. Þessi gömlu jarðlög eru í Ástralíu og Suður-Afríku. Menn hafa reyndar fundið enn eldri en ekki alveg örugg merki um líf í um 3800 milljón á...

Fleiri niðurstöður