Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 474 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað er Ameríka stór að flatarmáli?

Norður-Ameríka er um 24.709.000 ferkílómetrar (km2) að flatarmáli en Suður-Ameríka er hins vegar um 17.840.000 km2. Ef við leggjum þessar stærðir saman fáum við út að Ameríka er samtals um 42.549.000 km2 að flatarmáli. Ameríka er næststærsta samfellda meginlandið. Ameríka þekur um það bil 8,3% af yfirborði ja...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað gerist þegar 240 V rafmagnstæki er sett í samband við 220 V? En þegar 110 V tæki er sett í samband við 220 V?

Í grundvallaratriðum er lítill munur á 220 og 240 voltum. Tæki sem gert er fyrir 240 V má stinga í samband við 220 V án nokkurra vandkvæða fyrir raftækið. Þó má búast við að tækið skili ekki fullum afköstum. Sem dæmi má taka hraðsuðuketil keyptan í Bretlandi. Bretar eru með 240 V spennu og ketillinn því gefinn upp...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kílógrammið skilgreint?

Í nóvember 2018 ákvað Alþjóðanefnd um mál og vog (Comité international des poids et mesures, CIPM ) að ný skilgreining á kílógrammi skyldi taka gildi í maí 2019. Eldri skilgreining hafði þá verið í gildi frá árinu 1889. Forsaga málsins er í stuttu máli þessi. Þegar Frakkar tóku upp metrakerfið undir lok 18. ald...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Jan Hus og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

Jan Hus, eða Jóhann Húss eins og hann hefur oft verið nefndur hér á landi, fæddist 1369 í héraðinu Husinec í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands. Bæheimur var þá sjálfstætt, öflugt konungsríki og eitt af kjörfurstadæmum Hins heilaga rómverska keisaradæmis. Höfuðborgin Prag var annáluð menningarborg og nefnd Hin gull...

category-iconHeimspeki

Hver ber ábyrgð á framkomu íslenskra einkafyrirtækja gagnvart stjórnkerfum eða almenningi í fátækari ríkjum?

Flestar spurningar um ábyrgð búa yfir töluverðu flækjustigi. Ástæður þess eru fyrst og fremst af tvennu tagi. Annars vegar er ábyrgðarhugtakið á íslensku býsna margslungið og ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir hvað spurt er um. Seinni flækjan á sér rætur í því að ábyrgðin sem spurt er um liggur oft á illa...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað var kreppan mikla og hvenær átti hún sér stað?

Á árunum 1929–1939 gekk yfir Vesturlönd dýpsta efnahagskreppa sem um getur á friðartímum. Mesti samdrátturinn var á árunum 1929–1932 og er áætlað að heimsframleiðsla á mann hafi þá dregist saman um 15%. Einna mestur var samdrátturinn í helsta iðnríki heims, Bandaríkjunum, þar sem landsframleiðsla skrapp saman um t...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur sú áralanga hefð að syngja þjóðsöngva landa fyrir landsleiki? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? er flutningur söngsins Hen Wlad Fy Nhadau á Cardiff Arms Park í Wales árið 1905 fyrsta þekkta dæm...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju er sungið í kirkjum og hvernig skapaðist sú gerð tónlistar sem leikin er þar?

Eitt sinn heyrði ég bandarískan tónlistarprófessor svara spurningunni „til hvers er tónlist?“ á þessa leið: „Tónlist er alls staðar, það er ekki einu sinni hægt að selja sápu án hennar.“ Það er heilmikið til í þessu einfalda svari, því að tónlist hefur frá örófi alda verið samofin flestu því sem maðurinn tekur sér...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er einhver munur á notkun orðanna fótbolti og knattspyrna?

Um íþróttaiðkun og þær margvíslegu keppnisgreinar sem þar koma við sögu hefur orðið til margbreytilegt orðafar í íslensku. Um margt hafa sprottið fram nýyrði sem mörg hver hafa fest rætur en önnur orð eru sýnilega aðfengin og vitna um áhrifavald samfélaga sem þau eru sprottin úr og sterkan alþjóðlegan svip á íþrót...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Geirsdóttir rannsakað?

Áslaug Geirsdóttir er prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og stundar rannsóknir í jöklajarðfræði og fornloftslagsfræðum. Hún og samstarfshópur hennar hafa fengist við rannsóknir á loftslagsbreytingum á Íslandi og Norður-Atlantshafssvæðinu á ýmsum tímakvörðum með sérstakri áherslu á jöklunarsögu Íslands...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig komust refir til Íslands löngu fyrir landnám?

Íslenski melrakkinn (Vulpes lagopus) er af hánorrænni refategund sem útbreidd er á meginlöndum og eyjum allt umhverfis norðurheimskautið. Rannsóknir á erfðaefni benda til þess að íslenski stofninn hafi verið einangraður frá öðrum stofnum mjög lengi, jafnvel frá því eftir að ísöld lauk (Dalén, L. o.fl. 2005). He...

category-iconVeðurfræði

Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar? Er reynslan af slíkum spádómum ekki frekar slæm? Spurningin er í tveimur hlutum. Hér verður fyrri þættinum svarað fyrst, og svo rætt um reynslu af spám um loftslagsbreytingar. Allar vísindalegar spár þ...

category-iconNæringarfræði

Getur úthaldsíþróttafólk bætt árangur sinn með lágkolvetnamataræði og föstum?

Fitubirgðir líkamans geta verið því sem næst takmarkalausar. Þess vegna hefur því verið haldið fram að hægt sé að auka árangur í úthaldsíþróttum með því að auka hlut fitu umtalsvert í mataræðinu á kostnað kolvetna eða jafnvel að sleppa fæðuinntöku í tiltekinn tíma (fasta). Fitubrennslugeta líkamans getur aukist tö...

category-iconHugvísindi

Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?

Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er nýtt í „nýja hagkerfinu“?

Nýja hagkerfið er ekki hefðbundið. Með talsverðri einföldun má segja að fyrirtæki hafi áður starfað í stöðugu umhverfi og átt sér þekkta keppinauta. Í nýja hagkerfinu verða stöðugt nýir keppinautar til og ný bandalög myndast, þar sem gömul fyrirtæki eru jafnframt þátttakendur. Hin nýju bandalög geta af sér ný afsp...

Fleiri niðurstöður