Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5245 svör fundust

category-iconVísindavefur

Gáta: Hvernig kemst bóndinn yfir ána?

Á litlum bæ í Skagafirði bjó bóndi nokkur ásamt konu sinni og börnum. Bærinn stóð í litlum dal sem var einangraður frá umheiminum af á sem rann í gegnum dalsmynnið. Á ánni starfaði hins vegar ferjumaður sem ferjaði fólk yfir ána í litlum tveggja manna bát. Í bænum hinumegin við ána var haldinn markaður hálfsmá...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er svona merkilegt við pendúl Foucaults?

Hugsum okkur að veðurfar væri þannig á jörðinni að við sæjum aldrei til himins vegna skýja. Mannkynið færi þá á mis við allar upplýsingar sem hægt er að afla með því að virða fyrir sér himininn dag og nótt, velta fyrir sér því sem þar er að sjá, mæla það út og skoða sem best. Hverju mundi þetta nú breyta í hugmynd...

category-iconHugvísindi

Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?

Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Lan...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er innbyrðis hreyfing?

Innbyrðis hreyfing er það hvernig einn hlutur hreyfist miðað við annan tiltekinn hlut. Hún er til dæmis engin ef báðir eru kyrrstæðir og líka ef þeir hreyfast báðir eins, það er að segja með jafnmiklum hraða í sömu stefnu. En ef hlaupari fer fram úr mér þar sem ég er í gönguferð þá erum við, ég og hlauparinn, á in...

category-iconUmhverfismál

Eru sorpbrennslur sem framleiða orku (rafmagn eða hita vatn) mjög miklir mengunarvaldar?

Sorpbrennslur eru nánast jafn misjafnar og þær eru margar en þó má fullyrða að sorpbrennslur í hinum vestræna heimi séu að öllu jöfnu litlir mengunarvaldar. Hins vegar var sú tíðin fyrir nokkrum áratugum að hreinsibúnaður var nánast enginn. Þess í stað voru skorsteinar hafðir nógu háir til að mengun bærist langt ...

category-iconLandafræði

Af hverju eru heimsálfurnar sjö?

Þó venjan sé að tala um heimsálfurnar sjö þá er það ekki algilt, sumir vilja álíta þær sex talsins og enn aðrir meina að þær séu aðeins fimm. Hvaða tölu fólk aðhyllist ræðst af því hvernig það vill skilgreina heimsálfur og eins af því hvaða hefðir hafa skapast í tímans rás. Það er erfitt að finna eina endanlega...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Yfir hvaða landsvæði tekur gamli heimurinn?

Árið 1492 fór Kristófer Kólumbus í fyrstu ferð sína til Ameríku. Sú ferð var upphafið af skiptingu heimsins í hinn gamla heim og hinn nýja. Síðla árs 1492 notaði Peter Martyr d'Anghiera hugtakið nýi heimur fyrst, svo að talið er, í bréfi þar sem hann fjallaði um afrek Kólumbusar. Þrátt fyrir að norrænum mönnum ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11?

Raddir samsærismanna um að NASA hafi ekki lent á tunglinu gerast æ háværari. Rök sem tilgreind eru fjalla oft um mismunandi skugga, skort á stjörnum á myndunum og svo framvegis. Sumur hafa einfaldlega viljað sannna það að NASA hafi farið til tunglsins með því að beina til dæmis Hubblesjónaukanum í átt að lendingar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju bráðna jöklarnir ekki hraðar?

Í örstuttu og einfölduðu máli þá bráðna jöklar ekki hraðar vegna þess að það er ekki hlýrra í veðri. Hins vegar finnst mörgum breytingarnar vera töluvert hraðar nú á tímum og spurning hversu eftirsóknarvert það væri að jöklar bráðnuðu enn hraðar. Þegar árferði er stöðugt, það er að segja svipað frá ári til árs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver munur á tómum geisladiski og geisladiski sem er búið að brenna efni á?

Flestir skrifanlegir geisladiskar eru þannig að aðeins er hægt að skrifa þá einu sinni, svokallaðir CD-R diskar (e. CD-recordable discs). Það sem hér kemur á eftir á eingöngu við um þá diska. Tómir skrifanlegir geisladiskar hafa engin gögn. Spíralbrautin á disknum hefur því engar holur fyrir leysigeislann til ...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku?

Dagurinn sem á ensku hefur verið kallaður „Earth Overshoot Day“ er oftast nefndur yfirdráttardagur jarðar á íslensku en einnig hefur verið vísað til hans sem yfirskotsdags eða dags þolmarka jarðarinnar. Yfirdráttardagurinn er sá dagur þegar afrakstur ársins er genginn til þurrðar, mannkynið er búið að nota jafn mi...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig „verkar“ afstæðiskenning Einsteins? Hvernig getur hún útskýrt betur hvað er að gerast í alheiminum?

Fyrst bendum við lesendum á að kynna sér ýmis önnur svör sem þegar hafa birst hér á Vísindavefnum um afstæðiskenninguna og efni sem tengist henni. Þessi svör má kalla fram með því að setja orðið 'afstæðiskenning' inn í leitarvél okkar. Afstæðiskenning Einsteins er yfirleitt sett fram í tvennu lagi eins og hann ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna kviknar strax ljós þegar ýtt er á takka?

Í almennu rafveitukerfi eru yfirleitt tvær leiðslur. Við getum hugsað okkur að önnur flytji rafstraum inn í raftækin en hin frá þeim og til baka til rafveitunnar. Rofinn á veggnum er hins vegar eins konar stífla í rásinni; þar slitnar hún. En þegar við ýtum á rofann færist leiðandi hlutur til inni í honum þannig a...

category-iconEfnafræði

Hvað er kósangas og hvernig brennur það?

Upphaflega spurningin var á þessa leið: Hvernig er samsetning, uppruni og eðlismassi kósangass? Hvaða gastegundir myndast við bruna þess? Eru þær léttari eða þyngri en andrúmsloftið? Kósangas er öðru nafni nefnt própangas og er ýmist unnið úr jarðolíu eða með efnabreytingu á skyldu efni sem nefnist propene. ...

category-iconHugvísindi

Hvað er leif í sagnfræði?

Leif er grundvallarhugtak í heimildafræði sagnfræðinga. Leifar eru öll bein ummerki fortíðarinnar, allar varðveittar menjar liðins tíma sem bera uppruna sínum vitni. Þar með eru allar heimildir sagnfræðinnar óhjákvæmilega leifar. Hvaða gagn er þá að þessu sérstaka hugtaki, frekar en tala bara um heimildir? Jú, ...

Fleiri niðurstöður