Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1490 svör fundust
Í hvaða tilfellum notar maður semíkommu?
Í auglýsingu frá menntamálaráðuneytinu um greinarmerkjasetningu nr. 133/1974 er tilgreind tvenns konar notkun semíkommu:Í stað punkts má setja semíkommu milli málsgreina, ef málsgreinarnar eru merkingarlega nátengdar, þó einkum ef síðari málsgreinin táknar afleiðingu hinnar fyrri eða andstæðu hennar. Dæmi: Hegð...
Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is?
Í gögnum Orðabókar Háskólans fundust ekki örugg dæmi um veislubarn. Aftur á móti er í fornu máli til orðið veislumaður og er ein merking þess ‘sá sem er á framfæri annars’ (Fritzner 901). Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld finnast bæði orðin veislukarl og veislukona. Skýringar eru á ...
Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann?
Herslumunur er samsett orð úr hersla ‘herðing, það að herða; áreynsla’ og munur ‘mismunur, breyting’. Hér vantar aðeins herslumuninn. Herslumunur er notað um smávegis átak til viðbótar svo að unnt sé að ljúka einhverju. Það er mjög oft notað í sambandinu það vantar aðeins/ekki nema herslumuninn og er þá átt...
Hvernig er hægt að taka sér bessaleyfi?
Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um orðasambandið að taka sér bessaleyfi ‘gera eitthvað án þess að biðja um leyfi’ er frá fyrri hluta 18. aldar. Heldur eldra er sambandið að eitthvað sé bessaleyfi. Orðið bersi, en einnig bessi, merkir ‘bjarndýr’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur upprunann óvissan í Íslenskri...
Hvers konar kuldi er fimbulkuldi?
Orðið fimbulkuldi er sett saman úr fyrri liðnum fimbul- og kuldi. Fimbul- er svonefndur herðandi forliður og merkir ‘ógnar-, regin-’. Fimbulkuldi er þess vegna ógnarkuldi. Forliðurinn þekkist í fornu máli. Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað merkir orðið fimbulfamb? segir þetta um fimbul-:Forliðurinn kem...
Af hverju heitir tebolla þessu nafni?
Orðið tebolla er tökuorð úr dönsku frá fyrri hluta 20. aldar. Í Den danske ordbog stendur:luftig bolle bagt med hvedemel, sukker og evt. rosiner Tebollur voru gjarnan hafðar sem meðlæti með síðdegistei eða kaffi og sumir grípa til þeirra enn. Þær eru oftast skornar eftir endilöngu og borðaðar með smjöri og sult...
Hvenær er fyrsti sunnudagur í aðventu í ár? Er aðfangadagur talinn með?
Stutta svarið við seinni hluta spurningarinnar er einfaldlega já. Þegar aðfangadagur lendir á sunnudegi er hann síðasti sunnudagurinn í aðventu. Um fyrri hluta spurningarinnar er þetta að segja: Fyrsti sunnudagur í aðventu árið 2024 er 1. desember, annar 8. desember, þriðji 15. desember og fjórði 22. desember. ...
Er til lágmarksstærð?
Oft er erfitt að lifa sig inn í hugsunarhátt liðinna alda, ekki síst þegar heimildir eru götóttar eins og við á um forngrísku atómsinnana og hugmyndir sem kviknuðu kringum þá. En samkvæmt hugmyndum manna nú á dögum virðist mega skipta spurningunni um lágmarksstærð í tvennt: Er til lágmarksstærð í veruleikanum krin...
Var Tyrannosaurus rex mesta og stærsta ráneðla sinna tíma og hvenær var hún uppi?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hve mörgum sinnum stærri og þyngri er grameðlan miðað við manninn? (Berglind Bjarnadóttir) Hvað gátu grameðlur orðið þungar? (Kristjana Kristjánsdóttir) Tyrannosaurus rex, eða grameðla, tilheyrði ættkvísl ráneðla (Tyrannosaurus). Til hennar heyrðu stórvaxnar ráne...
Hvers vegna eru hamborgarar kallaðir því nafni?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna hamborgarar eru kallaðir hamborgarar (hamburgers). Hvaðan kemur þetta „ham”? Var svínakjöt í hamborgurum hér áður fyrr eða kemur þetta borginni Hamborg eitthvað við? Í Íslenskri orðsifjabók (1989, Ásgeir Blöndal Magnússon, Orðabók H...
Hvað er hollt mataræði?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Það flæða yfir heimsbyggðina misvísandi upplýsingar um mataræði. Ýmist á maður að borða feitt kjet eða ekki, það sem einn mælir með í dag er komið á bannlista á morgun. Því spyr ég einfaldlega:Hvað er hollt mataræði? Hvernig er til dæmis skiptingin milli kolvetna, prótína og fi...
Hvers konar skáld var William Blake?
Það er erfitt að setja merkimiða á William Blake (1757-1827) og segja má að hann tilheyri hvorki ákveðnu tímabili í skáldskap né fylgi ákveðinni stefnu í ljóðlist. Hann var sannarlega sér á báti í ljóðagerð sinni og naut takmarkaðrar hylli meðal samtímamanna sinna, sem töldu Blake vera furðufugl fremur en alvarleg...
Hvers vegna voru konur 20% fleiri en karlar í manntalinu 1703?
Þegar fyrst var tekið manntal á Íslandi, árið 1703, töldust karlar vera 22.867 en konur 27.491. Yfirfjöldi kvenna var þannig 4.624 eða rúmlega 20% af fjölda karla. Það merkti til dæmis að hefðu allir Íslendingar verið paraðir saman, karlar og konur, svo lengi sem karlarnir hrukku til, hefðu 4.624 konur orðið afgan...
Hver fann upp á stígvélum?
Stígvél er skófatnaðaðar sem nær að minnsta kosti upp fyrir ökkla. Stígvél geta náð upp að hné og hæstu stígvél eru klofhá. Stangveiðimenn nota til að mynda slík stígvél sem kallast yfirleitt vöðlur. Ekki er með fullu víst hvenær menn fóru að klæðast stígvélum. Sumir vilja rekja sögu þeirra aftur til ársins 100...
Hvaða rannsóknir hefur Valur Ingimundarson stundað?
Valur Ingimundarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði samtímasögu og tengjast einkum alþjóðastjórnmálum, utanríkismálum, öryggismálum, kalda stríðinu, samspili stjórnmála og laga, sögu og minni og fasisma og popúlisma. Hann hefur meðal annars fjallað um stjórnmálasamskipti B...