Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 291 svör fundust
Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur?
Vissulega geta regnskógar vaxið aftur en það eru þó mörg vandamál fyrir hendi. Þó að regnskógar séu mjög frjósamir og hafi mikinn líffræðilegan fjölbreytileika, þá er jarðvegur þeirra einungis frjósamur í efstu 5 sentimetrunum. Eftir að skógurinn er ruddur helst frjósemin ekki lengi í jarðveginum sem skolast burtu...
Hvaða áhrif, góð eða slæm, geta framandi lífverur haft á vistkerfi?
Samgöngur hafa batnað gríðarlega og flutningar fólks og varnings um heiminn hafa aukist mjög á síðustu öld og raunar síðustu öldum. Ein afleiðing þessara flutninga er að ýmsar tegundir plantna og dýra hafa verið flutt út fyrir sín náttúrulegu heimkynni, ýmist viljandi eða óviljandi, og til svæða sem áður voru þeim...
Getur hver sem er tekið að sér að jarða fólk og stýra útför?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mega aðstandendur sjá um undirbúning og framkvæmd útfara og þurfa líkkistur að fylgja einhverjum stöðlum? Útför er yfirheiti og er það notað um athöfnina sjálfa. Jarðarför er einnig oft notað um athöfnina og jarðsetningu ef um kistu er að ræða en bálför ef brennt er. ...
Af hverju eru Sádi-Arabar svona ríkir og hvaða þátt eiga Bandaríkjamenn í því?
Ibn Saud (1875-1953) var höfuð Sádi-fjölskyldunnar. Hann stofnaði konungsríkið Sádi-Arabíu 23. september 1932. Þá var endir bundinn á mikla styrjöld sem geisaði hafði milli Ibn Saud og andstæðinga hans í Arabíu. Styrjöldina vann Ibn Saud með með stuðningi frá breska heimsveldinu. Árið 1938 fundust miklar olíuli...
Hvað éta apar?
Nú eru þekktar um 130 tegundir prímata og er fæða þeirra mjög fjölbreytt. Mismunandi tegundir éta ólíka fæðu og eins getur verið munur á fæðuvali innan sömu tegundar. Algengast er að fæða prímata komi úr plönturíkinu og eru nokkrar tegundir nær alfarið plöntuætur. Flestar tegundir éta þó einnig einhverja leyti ...
Hverjar eru helstu kenningar vísindamanna í heimsfræði um þróun alheimsins?
Í heimsfræði er fjallað um eðli og gerð alheimsins, um upphaf hans, þróun og endalok. Vísindamenn skipta ævi alheims í fimm skeið, eftir því hvað var, er eða verður í honum. Bernskuskeið (e. primordial era) hófst í Miklahvelli og lauk um það leyti sem efnið náði yfirhöndinni sem ráðandi afl í útþenslu alheimsin...
Er það þekkt að Alzheimers-sjúklingar kannist ekki við eigin spegilmynd?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það til í dæminu að Alzheimers-sjúklingar líti í spegil og þekki ekki sjálfan sig? Stutta svarið við spurningunni er: Já, það getur átt sér stað. Fyrirbærinu var sennilega fyrst lýst árið 1928. Þar var um að ræða tæplega sjötugan karlmann með heilabilun. Þegar ha...
Getið þið sagt mér eitthvað um grátrönur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er mikilfenglegur fugl hugsanlega farinn að verpa hér á landi. Það er grátrana. Getið þið sagt mér eitthvað um hann? Grátrana (Grus grus) er af trönuætt (Gruidea), háfætt, grá á litinn, með svartan og hvítan háls. Grátrönur eru stórvaxnir fuglar, geta orðið allt að 130 c...
Er hægt að auka vöðvamassa með einhverju öðru en prótínum?
Upprunalega spurningin var: Geta vöðvar aukið massa án prótína? Prótín er byggingarefni vöðva en einnig þarf orku til að byggja upp vöðva. Ef einstaklingur er ekki í orkujafnvægi, það er að segja fær of litla næringu og er því í neikvæðu orkujafnvægi, notar líkaminn orkuefni sín, sem eru kolvetni, prótín og fit...
Hvaða áhrif getur kynferðislegt ofbeldi í æsku haft á kynheilbrigði karla?
Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur verið mjög alvarlegt sálrænt áfall sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir heilsu almennt og kynheilbrigði. Við sálrænt áfall bregst líkaminn ýmist við með því að berjast eða flýja (e. flight-or-fight response). Þegar líkaminn getur hvorki flúið né barist, þá „frýs“ hann og g...
Til hvers var öðrum viðaukanum bætt við bandarísku stjórnarskrána og hvaða gildi hefur hann í dag?
Í formála bandarísku stjórnarskrárinnar er markmiðum hennar lýst með þessum orðum: Vér Bandaríkjamenn setjum og samþykkjum þessi grundvallarlög fyrir Bandaríki Ameríku í þeim tilgangi að koma á fullkomnara sambandsríki, stuðla að réttlæti, tryggja landsfriðinn, sjá fyrir sameiginlegum landvörnum, efla almenna velf...
Getur afstæð tónheyrn orðið algjör með æfingu?
Í stuttu máli sagt er svarið við þessari spurningu umdeilt. Víst er að til er ýmiss konar námsefni, þar á meðal tölvuforrit, sem eiga að kenna fólki algjöra tónheyrn. Líklega þarf að taka þeim fögru fyrirheitum sem gefin eru í auglýsingum fyrir slíkt námsefni af sömu varkárni og öðru auglýsingaskrumi. En þessari s...
Hvað getur þú sagt mér um þvottabirni?
Þvottabirnir (Procyon lotor, e. raccoon eða racoon) eru rándýr af ætt hálfbjarna (Procyonidae). Þeir eru kraftaleg og digur rándýr sem minna um margt á lítil bjarndýr. Þvottabirnir eru yfirleitt 60-100 cm á lengd og er skottið oft tæpur helmingur af lengd dýrsins. Höfuðið er breiðleitt en trýnið er stutt og mjótt....
Af hverju er auðveldara að halda jafnvægi á hjóli þegar maður er á ferð?
Allir sem hafa einhvern tímann hjólað vita að það er ómögulegt að halda jafnvægi á kyrrstæðu reiðhjóli eða hjóli sem fer mjög hægt. Reiðhjólið þarf að vera á sæmilegri ferð til að hjólreiðamaðurinn sjálfur geti haldið því uppréttu. Þetta tengist því sem er líka eftirtektarvert, að við höllum hjólinu viljandi í...
Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf?
Krabbamein og ekki síður meðferð þess veldur eðlilega miklum breytingum á lífi einstaklings. Hann upplifir ýmiss konar líkamleg og andleg einkenni sem geta haft mikil áhrif á líf hans svo og áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Eitt af því sem ekki síst verður fyrir áhrifum þessa er kynheilbrigði (e. sexual- a...