Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 590 svör fundust
Hvað er Code civil í frönskum lögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hæ getur einhver sagt mér frá Code civil í Frakklandi á sínum tíma. Ég hef mikinn áhuga en virðist ekki finna neitt nema á frönsku og ensku og á erfitt með að skilja það. Áður en Napóleon Bónaparte varð keisari Frakklands (1804-1815) gegndi hann stöðu fyrsta konsúls fra...
Þegar þið segið að "ekkert" sé fyrir utan heiminn ef hann er endanlegur, hvað er þá "ekkert"?
Spurningin í heild var sem hér segir:Mig langar að spá meira í eina spurningu sem var "Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann?" Þarna talið þið um að EF alheimurinn er endanlegur þá sé EKKERT fyrir utan. Þá spyr ég: HVAÐ ER EKKERT? Svarið er að "ekkert" er einmitt það sem ek...
Hvers vegna geispum við?
Þetta efni er greinilega mörgum hugleikið. Aðrir sem hafa sent okkur sömu eða sambærilega spurningu eru Eggert Helgason, Guðmundur Þorsteinsson, Stefán Már Haraldsson, Jóhann Waage og Jónas Beck.Spurningin um hvers vegna dýr, og þar með menn, geispa er ennþá að valda vísindamönnum erfiðleikum. Þó eru til þrjár meg...
Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum?
Þessi munur er margvíslegur og skulu hér nefnd nokkur atriði:Hljóðbylgjur berast um loft og önnur efni en geta ekki borist um tómarúm. Útvarpsbylgjur geta hins vegar borist um tómarúm og ýmis efni, svo sem loft. Í þessu felst að hljóð getur ekki borist um geiminn en útvarpsbylgjur geta það hæglega, samanber sérsta...
Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?
Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...
Hver er munurinn á krafti og orku?
Kraftur er það þegar einn hlutur verkar á annan og leitast við að breyta hreyfingu hans, ýta honum úr stað ef hann er kyrrstæður eða breyta hraða hans ef hann er á ferð. Kraftur getur framkvæmt vinnu sem kallað er. Það gerist ef átakspunktur kraftsins færist til. Í einföldum dæmum er vinnan einfaldlega krafturi...
Hvar á Íslandi á að vera mestur draugagangur?
Þessari spurningu er ógjörningur að svara. Draugagangur fer í rauninni eftir því hversu mikið er um sagnamenn eða sagnasafnara á hverjum stað. Fyrir fáum áratugum mátti sjá því haldið fram að Austur-Skaftafellssýsla og sérstaklega Suðursveit væri meira draugabæli en önnur héruð. Það var blátt áfram vegna þess hve ...
Hver er hæsta talan sem er til?
Tölurnar eru óendanlega margar þannig að ekki er til nein hæsta tala. Ef við komum með ofsalega háa tölu þá er alltaf hægt að bæta einum við þá tölu eða margfalda þá tölu með 10 eða margfalda hana með sjálfri sér og þá erum við komin með miklu hærri tölu. Hitt er annað mál að stærsta talan sem hefur sérstakt na...
Sofa hestar?
Hestar eru þau spendýr sem þurfa hvað minnstan svefn. Hestar sofa yfirleitt um 3 tíma á sólarhring. Svipað gildir um fíla og kindur en þau sofa um 3-4 tíma á sólarhring. Leðurblökur eru þau spendýr sem sofa einna lengst, tæplega 20 tíma á sólarhring. Algeng heimilisdýr, eins og hundar og kettir, sofa um 11-12 tíma...
Hver bjó til peningakerfið og af hverju er pappír notaður í stað til dæmis silfurs?
Ekki er hægt að segja með fullri vissu hver fann upp peningakerfið. Það fer líka eftir því hvernig við skilgreinum hugtakið peningakerfi. Eftir því sem verkaskipting varð meiri fóru menn í meira mæli að skiptast á vörum. En verkaskipting, þar sem menn sérhæfa sig á mismunandi sviðum, kallar á viðskipti. Vöruskipti...
Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur?
Í ársbyrjun 2019 eru 180 ár liðin frá því að ný aðferð við að taka ljósmyndir var kynnt fyrir meðlimum frönsku vísindaakademíunnar. Sú aðferð var kennd við Louis-Jacques-Mandé Daguerre (1787-1851) og byggði á því að málmplata var gerð ljósnæm með því að bera á hana joðblöndu. Mynd var síðan tekin á plötuna og hún ...
Hvað er jarðhiti?
Jarðhiti er eftir bókstaflegri merkingu orðsins sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Menn hafa lengi vitað að hiti fer vaxandi eftir því sem dýpra kemur undir yfirborðið. Fyrirbæri eins og eldgos og heitar lindir hafa alla tíð verið óræk sönnun fyrir þessu. Með aukinni nýtingu j...
Hvenær komst Fidel Castro til valda á Kúbu?
Lögfræðingurinn Fidel Castro gerði fyrstu byltingartilraun sína 26. júlí 1953 þegar hann gerði misheppnaða árás á herstöð í Santiago de Cuba. Eftir árs útlegð í Mexíkó gekk Castro á land í Oriente-héraði á Kúbu ásamt 80 mönnum 2. desember 1956. Flestir þessara manna féllu eða voru handteknir, en eftir rúmlega t...
Hvaða ár fór fyrsta víkingaskipið á flot?
Í dag veit enginn hvenær fyrsta víkingaskipinu var siglt. Ýmsar heimildir eru til um siglingar víkinga. Frá þeim er meðal annars sagt í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum. Ein erlend heimild segir frá því að fyrsta víkingaferðin hafi verið árið 793 þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið...
Hvaðan er nafnið á Fossvogsdal komið?
Fossvogsdalur er dalurinn inn af Fossvogi, en vogurinn er kenndur við foss sem var í Fossvogslæknum þar sem hann rennur í sjó. Lækurinn hefur aðrennsli úr Faxakeldu og lægðum Fossvogs og rennur til sjávar sunnan við Votaberg. Fossinn hét Hangandi, en er nú horfinn því “tímans tönn hefur unnið á mjúku móberginu sem...