Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 289 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur kona haft blæðingar þó að hún sé ófrísk?

Venjulegar tíðablæðingar eru merki um að getnaður hafi ekki átt sér stað eins og komið er inn á í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Af hverju hafa konur blæðingar? Þar segir meðal annars: Oftast er miðað við að fyrsti dagur tíðahrings sé þegar blæðingar eða tíðir hefjast. Í raun er þó rökréttara að...

category-iconÞjóðfræði

Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir?

Elsta ritheimild um orðið jólasvein er frá síðari hluta 17. aldar, í Grýlukvæði sem eignað er Stefáni Ólafssyni presti í Vallanesi. Þar er orðið í fleirtölu, eins og nær alltaf þegar vísað er til þessara fyrirbæra. Í Grýlukvæði Stefáns er enginn sveinanna nafngreindur. Elsta heimild sem tilgreinir fjölda jólasv...

category-iconUmhverfismál

Hvað er Kyoto-bókunin?

Kyoto-bókunin er bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem samþykkt var í japönsku borginni Kyoto í lok árs 1997. Markmið rammasamningsins er að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er Ísafjarðardjúp rétt heiti yfir stóra fjörðinn sem allir hinir firðirnir ganga inn úr?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar rætt er um firði eru menn ósammála um Ísafjarðardjúp eins og stendur á Íslandskortinu. Gaman væri að fá úr því skorið hvernig í þessu liggur. Það er að segja hvað heitir þessi fjörður, þessi stóri sem allir firðirnir ganga inn úr eins og við tölum um Arnarfjörð og svo firðin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð lofthjúpurinn til?

Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon, koltvíildi og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali loft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa. Lofthjúpurinn er viðkvæma...

category-iconVísindafréttir

Framlag vísindasamfélagsins — upplýst umræða um COVID-19

Vísindavefur Háskóla Íslands er opinn öllum fræðimönnum sem vilja leggja sitt af mörkum til upplýstrar umræðu um allt það sem tengist veirum og COVID-19. Mikilvægi vísinda, sérfræðiþekkingar og samvinnu á sem flestum sviðum er öllum ljóst um þessar mundir og Vísindavefurinn og Háskóli Íslands hvetja vísindamenn...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jarðhiti?

Jarðhiti er eftir bókstaflegri merkingu orðsins sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Menn hafa lengi vitað að hiti fer vaxandi eftir því sem dýpra kemur undir yfirborðið. Fyrirbæri eins og eldgos og heitar lindir hafa alla tíð verið óræk sönnun fyrir þessu. Með aukinni nýtingu j...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vitað um töfrasteina eins og óskasteina og huliðshjálmssteina?

Trú á mátt töfrasteina er ævagömul á Íslandi. Í Grágás, íslenskri lögbók frá því um miðja þrettándu öld, er lagt bann við því að „fara með steina eða magna þá til þess að binda á menn eða fénað“. Til dæmis varðar það fjörbaugsgarð „ef maður trúir á steina til heilindis sér eða fé sínu“ (19). Af þessu má ráða að st...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?

MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær var upphaflega farið að nota punkta, kommur og greinaskil?

Erfitt er að segja til um hvenær fyrst var farið að nota punkta og kommur í rituðu máli og upplýsingar um það efni virðast ekki liggja á lausu. Í ýmsum fornum textum, til dæmis hettitískum áletrunum og textum skrifuðum á sanskrít, eru oftast engin sýnileg merki. Í öðrum textum má sjá strik, oftast lóðrétt eða á sk...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Ari Trausti Guðmundsson rannsakað?

Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindamaður að mennt en gegnir nú störfum þingmanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Hann situr í Utanríkismálanefnd Alþingis, Umhverfis- og samgöngunefnd og er formaður Þingvallanefndar og þingmannanefndar um norðurslóðir. Ari Trausti hefur aðallega hel...

category-iconHugvísindi

Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?

Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með viss...

category-iconHugvísindi

Hvenær og hvers vegna hófst byggð í Grímsey?

Í Landnámabók kemur Grímsey ekki við sögu. Bókin var líklega skráð um tveimur til þremur öldum eftir lok þess tíma sem er kallaður landnámsöld og er vafalaust að talsverðu leyti reist á arfsögnum, en ekki er hægt að treysta því að hún fari alls staðar með rétt mál um landnám. En sennilegast verður að teljast að fó...

category-iconLögfræði

Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi?

Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og í reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu nr. 668/2007 er ekki að finna skýrt ákvæði um að skylt sé að nota líkkistu við greftranir, eða að það sé ófrávíkjanlegt. Það segir þó ekki alla söguna um útfararsiði því til eru skýr ákvæði um ki...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð? Kannski í gegnum Kalmarsambandið eða eitthvað álíka? Varla er hægt að segja að Ísland hafi nokkurn tímann verið undir Svíþjóð. Þó höfðu Svíar og Íslendingar stundum sama konung á 14., 15. og 16. öld. Fyrst varð Ísland skat...

Fleiri niðurstöður