Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 319 svör fundust
Hvaða íslenski texti er sunginn við breska þjóðsönginn?
Íslenski textinn sem sunginn er við breska þjóðsönginn God save the king (eða queen, eftir því hvers kyns þjóðhöfðinginn er hverju sinni), er Íslands minni eða Eldgamla Ísafold eftir Bjarna Thorarensen (1786-1841). Kvæðið orti Bjarni þegar hann var kornungur lagastúdent í Kaupmannahöfn í upphafi 19. aldar. Fyrs...
Hvaða tölva er öflugust eins og er og hve öflug er hún?
Samkvæmt lista sem Mannheim- og Tennessee-háskólarnir gefa út er bandarísk tölva sem nefnist ASCI Red öflugasta tölva heims í júní 2000. Hún er með 9632 stykki af Pentium II Xenon 333 MHz örgjörvum, 606 GB innra minni og 12,5 TB diskpláss. Mannheim-háskóli og Tennessee-háskóli gefa út tvisvar á ári lista ...
Hvers vegna er bandarísk herstöð á Kúbu?
Það þykir kannski skrýtið að það skuli vera bandarísk herstöð á Kúbu, því Kúba er kommúnistaríki og stjórn þess hefur ekki jákvæða afstöðu til Bandaríkjanna. Herstöðin er í raun flotastöð og er kennd við Guantánamo Bay eða Guantánamo-flóa, en hermennirnir og fjölskyldur þeirra sem búa í stöðinni kalla hana oftast ...
Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það?
Enn er margt á huldu um það hver eða hverjir fundu upp hjólið og hvenær. Fornleifafræðingar leiða þó líkur að því að það hafi verið fundið upp einhvers staðar í Asíu fyrir nærri 10.000 árum. Elsta hjólið sem fundist hefur var hins vegar í Mesópótamíu, landinu milli fljótanna, þar sem nú er Írak. Það hjól er líkleg...
Hversu gamlar eru pýþagórískar þrenndir?
Saga pýþagórískra þrennda er mun eldri en saga Pýþagórasar. Á leirtöflu frá Babýlon sem talin er vera frá um 1700 f. Kr. og er nefnd Plimpton 322 hafa fundist skýr merki um áhuga og þekkingu á pýþagórískum þrenndum. Plimpton 322 leirtaflan. Fyrstu línur töflunnar líta þannig út, aðlagaðar að nútímarithætti me...
Hvar get ég lesið um einstök lönd heims?
Til Vísindavefsins berast reglulega spurningar um ýmis lönd en fáum þeirra hefur verið svarað hingað til. Ástæðan fyrir því er sú að oftar en ekki eru spurningarnar mjög opnar og svar við þeim væri efni í heila bók eða jafnvel bókaröð. Dæmi um slíkar spurningar eru: Hvað getur þú sagt mér um Panama?Getið þið sagt ...
Myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400 ára gamla heimspekinga?
Ef til vill er það útbreidd skoðun að háskólanemar þurfi að kunna skil á 2400 ára gamalli heimspeki, það er heimspeki Forngrikkja. Í Háskóla Íslands þarf þó einungis lítill hluti nemenda að lesa svo gamla heimspeki – og enn færri við aðra íslenska háskóla. Þeir sem stunda nám við hugvísindadeild Háskóla Ísland...
Hvað getið þið sagt mér um bókasafn Alexanders mikla, átti hann margar bækur?
Engum sögum fer af neinu bókasafni í persónulegri eigu Alexanders mikla. Á hans tíma var sennilega merkasta bókasafn heims einkabókasafn Aristótelesar, kennara hans. Þegar á fimmtu öld f.Kr. var orðinn til markaður fyrir bókasölu í Aþenu og hægt að fá þar ódýrar bækur. Eflaust hafa sumir eignast fleiri bækur en...
Hver var Charles Lyell og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Charles Lyell (1797-1875) fæddist í Skotlandi, af efnuðu foreldri. Faðir hans var þekktur fyrir kunnáttu í grasafræði og drengurinn varð snemma áhugasamur um náttúruna, ekki síst skordýr. Eigi að síður lærði hann lögfræði í Oxford þar sem áhugi hans á jarðfræði kviknaði. Næstu 10 árin stundaði hann lögmannsstörf e...
Er gott og gilt að nota orðið fríkeypis í staðinn fyrir ókeypis?
Orðið fríkeypis er ekki að finna í neinum orðabókum en sést samt stundum á prenti og merking þess er þá yfirleitt augljós af samhengi – það merkir ‘án endurgjalds’ og er augljóslega samsláttur orðanna frí(tt) og ókeypis sem bæði eru notuð í þessari merkingu. Þetta orð er ekki nýtt – elsta dæmi sem ég finn um það e...
Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni?
Down-heilkenni (e. Down's Syndrome) er kennt við lækninn John Langdon Haydon Down sem lýsti því árið 1866. Vitneskja um að litningabreyting ætti hlut að máli kom hins vegar ekki fram fyrr en árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn og hefur tíðni hans á Íslandi verið metin um það bil 1 á hver 9...
Eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi sjálfstætt ríki?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða lönd tilheyra Bretlandi? er Pitcairn-eyja í Suður-Kyrrahafi meðal þeirra örfáu eyja og svæða utan Bretlandseyja sem enn lúta yfirráðum Breta. Formlega fer samveldissendiherra Breta (British High Commissioner) á Nýja Sjálandi með málefni Pitcairn-...
Hvað er nýlendustefna? Hver voru helstu nýlenduveldin og af hverju sölsuðu þau undir sig önnur lönd?
Eins og á við um mörg fræðileg hugtök er erfitt að gefa nákvæma skilgreiningu á nýlendustefnu (e. colonialism). Oft er henni ruglað saman við heimsvaldastefnuna (e. imperialism) og eru þessi hugtök gjarnan notuð jöfnum höndum um sama eða svipað fyrirbæri. Í nýlendustefnu felst að valdameira ríki (móðurlandið) l...
Hver var Julian Huxley og hvert var hans framlag til líffræðinnar?
Julian Huxley (1887-1975) er einn af þekktustu líffræðingum Breta á 20. öld. Kom hann víða við en er líklega kunnastur fyrir Evolution, Modern Synthesis (1942). Ritið var framlag hans til sameinuðu þróunarkenningarinnar (e. New Synthesis) um miðja öldina, en þá runnu í eina sæng erfðafræði Gregors Mendel (1822–188...
Eru vísindi byggð á fyrirfram gefnum forsendum?
Stutta svarið við þessari ágætu spurningu er bæði já og nei, eftir því hvernig hún er skilin. Einkum eru það orðin „vísindi“ og „forsendur“ sem þurfa skoðunar við. Sterk hefð er fyrir því í vísindum að menn huga að þeirri þekkingu sem fyrir er, áður en þeir setja fram veruleg nýmæli, og sýna það með því að vísa...