Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1551 svör fundust
Af hverju erum við með tíu tær og tíu fingur?
Væntanlega hafa flestir einhvern tímann litið á hendurnar á sér eða fæturna og velt því fyrir sér af hverju tærnar eru tíu og fingurnir líka? Af hverju erum við ekki með tólf tær eða átta fingur? Ef litið er til hinna ýmsu hryggdýra þá er táafjöldi þeirra mjög breytilegur, meira að segja hjá öpum. Hinir svoköll...
Getur verið banvænt að taka inn LSD og getur efnið valdið geðveiki?
Ekki eru þekkt dæmi um að of stórir skammtar af LSD hafi beinlínis valdið dauða en sál- og geðræn áhrif efnisins geta hæglega verið banvæn. LSD (lýsergsýruetýlamín) er ofskynjunarefni sem breytir skynjun, hugsunum og tilfinningum fólks. Ofskynjun getur náð til allra skynfæra, það er hún getur komið fram í sjón...
Hver var Ágúst H. Bjarnason og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) var skipaður í embætti prófessors í heimspeki við stofnun Háskóla Íslands árið 1911 og gegndi því embætti í 34 ár. Embættið fól meðal annars í sér kennslu heimspekilegra forspjallsvísinda, sem þá var skyldugrein fyrir alla nemendur Háskólans. Þegar Ágúst lét af störfum árið 1945 var ...
Hver var Thomas H. Huxley og hvert var framlag hans til vísindanna?
Thomas Henry Huxley fæddist 4. maí 1825 í Ealing, sem nú er úthverfi Lundúna. Þar var faðir hans stærðfræðikennari, en missti vinnuna þegar skólanum var lokað, og Huxley-fjölskyldan fluttist til smábæjar í Middlesex, norðan við höfuðborgina. Bágborin kjör foreldranna urðu til þess að Thomas, sem var næstyngstur át...
Hvað er best að gera til að koma í veg fyrir hæðarveiki?
Þegar komið er upp í meira en 2500 metra yfir sjávarmáli getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Langalgengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki (e. acute mountain sickness, AMS) en lífshættulegir sjúkdómar eins og hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarl...
Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?
Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort dagle...
Hver fann Danmörku?
Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni. Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við s...
Hvað er sýrustig (pH)?
Upphafleg spurning var:Hvert er sýrustig (pH) vatns? en hér er í rauninni svarað víðtækari spurningu. Fyrst ber að geta þess að sýrsutig (pH) ómengaðs vatns við stofuhita (25°C) hefur gildið 7. Sýrustig (pH) vatnslausna er mælikvarði sem segir til um það hversu súrar viðkomandi lausnir eru. Sýrustig ákvarðas...
Gerir bandvefslosun sem nú er vinsæl á líkamsræktarstöðvum eitthvað gagn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er mjög víða í líkamanum, í raun og veru alls staðar. Sá bandvefur sem oftast er talað um í samhengi við bandvefslosun er bandvefsslíður (e. fascia) sem umvefur að...
Er eitthvað til í því að gen frá neanderdalsmönnum valdi verri COVID-19-sjúkdómi?
Sjúkdómurinn COVID-19 stafar af veirusýkingu, en alvarleiki sýkingar og einkenna veltur á mörgum þáttum. Vitað er að aldur, kyn, og ýmsir undirliggjandi sjúkdómar tengjast aukinni áhættu á alvarlegum einkennum og andláti. Nýlegar rannsóknir benda einnig til að erfðir, það er að segja erfðabreytileiki í einstakling...
Geta líffræðingar greint DNA úr hvaða sýni sem er, til dæmis úr gömlum bút af naflastreng?
Á síðustu árum hafa rannsóknir á DNA gjörbreytt þekkingu okkar á líffræði, jafnt á starfsemi lífvera sem sögu lífs á jörðinni, skyldleika tegunda og dreifingu þeirra. Með notkun sameindaaðferða (PCR e. polymerase chain reaction) má fjölfalda búta úr erfðaefni úr ýmsum vefjum svo að aðeins lítið magn af DNA getur d...
Stökkbreytist veiran sem veldur COVID-19 hraðar en aðrar RNA-veirur?
Erfðamengi veira er lítið, það getur verið frá rúmlega þúsund bösum upp í um milljón basa. Til samanburðar eru um 6,5 milljarðar basa í hverri frumu manna. Stökkbreytihraði erfðaefnis er í öfugu hlutfalli við stærð erfðamengja, þannig að minni erfðamengi stökkbreytast örar. Fjallað er meira um þetta í svari við sp...
Hvers konar fiskar eru bláfiskar?
Bláfiskar (Coelacanth) eru hópur holdugga, skyldir lungnafiskum og öðrum fiskum sem taldir eru hafa dáið út á devon-tímabili (416-359,2 milljón ár) jarðsögunnar. Áður en lifandi eintak fannst í Indlandshafi nærri ströndum Suður-Afríku árið 1938 töldu náttúrufræðingar að bláfiskurinn hefði dáið út seint á krítartím...
Hvað er efnarafall og hvernig er hann smíðaður?
Fyrst er nauðsynlegt að segja nokkur orð um vetni, einföldustu frumeindina. Algengasta form vetnis hefur eina rafeind sem sveimar um eina róteind í kjarna. Í loftkenndu ástandi myndar vetni tvíatóma sameind, H2. Vetni er mjög hvarfgjarnt við súrefni og það brennur með mikilli varmamyndun og umbreytist í vatnsg...
Ef hvítt tígrisdýr og venjulegt tígrisdýr eignast afkvæmi, hvernig verður það á litinn?
Hvít tígrisdýr eru þekkt á fáeinum stöðum á Norður-Indlandi en hafa orðið vinsæl í dýragörðum sökum þess hversu fágæt þau eru. Orsökin fyrir hvíta litnum er stökkbreyting í geni einu sem ákvarðar grunnlit feldar dýranna. Genið sem ræður hvíta litum er víkjandi og því þarf tígrisdýrahvolpur að fá gen fyrir hví...