Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8222 svör fundust

category-iconHagfræði

Eru vísitölutengd skuldabréf ekki afleiður og falla þar með undir lög um verðbréfaviðskipti?

Vísitölutenging skuldabréfa breytir þeim ekki í afleiður. Skuldabréf er ein tegund verðbréfa, og verðbréf og afleiður eru ólíkar tegundir fjármálagerninga. Lög um verðbréfaviðskipti ná ekki yfir lán sem veitt eru með þeim hætti að viðskiptavinur gefur út skuldabréf þar sem hann skuldbindur sig til að endurgreiða l...

category-iconLögfræði

Hvað felst í drengskaparheiti, hefur það til dæmis eitthvert gildi í ráðningarsamningi?

Hugtakið drengskaparheit er notað í lögfræði og merkir loforð gefið að viðlögðum drengskap. Drengskapur hefur sömu merkingu í lögfræði og í almennri málnotkun, það er veglyndi, göfuglyndi eða heiður. Ef einhver heitir einhverju við drengskap sinn þá heitir sá hinn sami því að drengskapur hans sé í hættu ef hann ef...

category-iconVísindavefur

Er jörðin flöt?

Í fyrstu vakti þessi spurning mikla kátínu á skrifstofu Vísindavefsins, því allir starfsmenn vefsins vissu auðvitað svarið við henni. Hvert nákvæmt form jarðarinnar er hefur verið almenn vitneskja meðal allra mannsbarna í fleiri hundruð ár. Því miður varði kátína okkar ekki lengi, heldur umpólaðist hún fljótt og u...

category-iconFélagsvísindi

Hvað voru gefin út mörg skáldrit árið '92?

Við höfum ekki nákvæma tölu við höndina en gera má ráð fyrir að árið 1992 hafi komið út rúmlega 2000 rit. Af þeim flokkast sennilega rúmlega 1800 sem bækur eða bæklingar og um 200 sem hljóðrit, það er geisladiskar, snældur, hljómplötur og margmiðlunardiskar. Hægt er að finna upplýsingar um nákvæma tölu í Ís...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru miklar líkur á því að sólin springi innan 50 ára?

Við þorum að fullyrða að það séu varla neinar líkur á því að sólin okkar muni springa innan 50 ára. Sólin á eftir að eyða jörðinni þegar hún þenst út og gleypir hana, en það gerist ekki fyrr en eftir um 8 milljarða ára. Það er mun lengri tími en aldur jarðarinnar sem er 4,6 milljarða ára. Um sólstjörnur er h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hve stór er stærsti lax á Íslandi?

Stærsti lax sem veiðst hefur á Íslandi var um 20 kg. Hann er kallaður Grímseyjarlaxinn og veiddist árið 1957. Við aldursgreiningu á laxinum kom í ljós að hann var tíu ára gamall. Í Noregi hefur enn stærri lax verið veiddur og er hann almennt talinn sá stærsti sem veiðst hefur. Hann var rúm 39 kg og veiddist í T...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er hægt að skjóta hokkípökk hratt?

Á síðunni faqfarm.com er gefið upp að hokkíleikmaður hafi náð að skjóta pökknum á tæplega 200 km hraða (193 km/klst). Það kemur ekki fram hvenær þetta var en á síðunni segir að kylfurnar sem nú séu notaðar séu léttari en þegar þessi mæling var gerð. Það er þess vegna ólíklegt að þetta met verði slegið. Við bend...

category-iconFélagsvísindi

Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess?

Til að svara þessu skoðum við fyrst með hvaða hætti Ísland tengist nú þegar samstarfi Evrópusambandsríkjanna og berum það svo saman við þær breytingar sem yrðu innanlands við fulla aðild að ESB. Evrópusambandið er yfirþjóðlegur samstarfsvettvangur 27 Evrópuríkja sem hafa framselt ákvörðunarrétt á afmörkuðum sv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um pöndur?

Risapandan (Ailuropoda melanoleuca), eða bambusbjörn eins og hún hefur einnig verið kölluð, er digurvaxinn og kraftalegur björn að meðalstærð. Feldurinn er þéttur og með sérkennilegu hvítflekkkóttu mynstri. Fullorðin panda vegur á bilinu 80 til 120 kg og er um 150 til 180 cm á hæð. Flokkun og lifnaðarhættir Þó...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var Jón Gerreksson biskup drepinn og hver var þar að verki?

Jöns Gerekesson Lodehat, eða Jón Gerreksson eins og Íslendingar hafa jafnan kallað hann, var danskur aðalsmaður, fæddur um 1378. Um þrítugt varð hann erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð, vafalaust að undirlagi Danakonungs, Eiríks af Pommern, sem ríkti þá jafnframt yfir Svíþjóð, því að vinátta var með þeim konungi og J...

category-iconBókmenntir og listir

Er hægt að lýsa 9. sinfóníunni með orðum?

Níunda sinfónía Ludwigs van Beethoven (1770–1827) er eitt meginverk tónlistarsögunnar. Hún var samin seint á ævi hans, á árunum 1822-1824 og er að mörgu leyti tímamótaverk þótt ekki hafi allar hugmyndir tónskáldsins verið splunkunýjar. Ludwig van Beethoven (1770–1827). Upphaf sinfóníunnar er dularfullt og ó...

category-iconHeimspeki

Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?

Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...

category-iconFélagsvísindi

Hvað liggur á bak við deilur Íraks og Írans? Hvert er ástandið nú og hverjar eru horfurnar?

Íranar og Írakar hafa marga hildina háð í gegnum tíðina enda tæpast við öðru að búast af tveimur stórþjóðum sem báðar státa af glæstri sögu og búa nánast í túngarðinum hvor hjá annarri. Í Íran búa tæpar sjötíu milljónir manna en Írak er talsvert fámennara, með um 27 milljónir íbúa. Allur þorri Írana er sjíta-músli...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju verður maður pirraður? Hvað er pirri?

Ef litið er í íslenska orðabók má lesa að sögnin að „pirra“ merki að espa eða æsa og orðið „pirraður“ er skýrt sem taugaspenntur eða viðkvæmur á taugum. Í Orðabók Máls og menningar er sett spurningamerki við orðin 'pirra' og 'pirrur' sem merkir að þau þykja óæskileg í málinu. Orðið pirraður er ekki mikið notað í r...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Lifa höfrungar við Ísland?

Af um 30 tegundum núlifandi höfrunga finnast að jafnaði sex hér við land. Sennilega er algengasta tegundin innan landgrunns hnýðingur sem einnig gengur undir nafninu blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris). Um hnýðinga má meðal annars lesa meira í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um höfrunga? Há...

Fleiri niðurstöður