Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1546 svör fundust
Hvaða dýrategund hefur náð hæstum aldri hingað til?
Svonefndar kúskeljar (Arctica islandica) ná hæstum aldri allra dýra. Vísindamenn frá Bangor-háskóla fundu nýlega lifandi kúskel fyrir norðan Ísland sem þeir telja að sé rétt rúmlega 400 ára gömul. Svona lítur kúskel út. Kúskelin sem þeir fundu var þess vegna á sínu bernskuskeiði um það leyti sem enska leikritask...
Hvernig myndaðist Svínahraun?
Svínahraun hefur runnið úr Eldborg undir Lambafelli, árið 1000 (eða 999) að því talið er. Gosið tengist þessari sögu frá kristnitökunni á Þingvöllum: Þá kom maður hlaupandi og sagði, að jarðeldur var upp kominn í Ölfusi og mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða. Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undur í, að go...
Hver var Hómer og eru til einhverjar traustar heimildir um hann?
Einfaldast er að svara spurningunni á þá leið að Hómer sé skáldið sem Grikkir eignuðu elstu bókmenntaverk sín, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Um þetta skáld vitum við nánast ekki neitt og meira að segja hafa menn efast um að kviðurnar séu verk einhvers eins höfundar. Hómer í fornöld Grikkir eignuðu skáldinu ...
Er það góð aðferð til að bæta heiminn að reka hið illa út með ofbeldi?
Hver veit nema engin aðferð sé skilvirkari þegar bregðast þarf við einhverju böli. Í þeim skilningi getur aðferðin talist vera góð, enda kannast allir við orðtakið „með illu skal illt út reka“. Til dæmis er sjaldgæft að kvikmyndir sýni áhorfendum annars konar leiðir þegar mæta þarf þeim öflum sem fara um með ofbel...
Af hverju er Jerúsalem heilög borg?
Þrenn trúarbrögð telja Abraham vera ættföður sinn: gyðingdómur, kristni og íslam. Margir sem aðhyllast þessi trúarbrögð líta svo á að Jerúsalem sé heilög borg. Frá 10. öld f.Kr. hafa gyðingar álitið Jerúsalem vera heilaga borg. Þeir beina bænum sínum enn í dag í átt að Jerúsalem og trúa því að Ísrael hafi verið...
Tilheyrir Ísland raunverulega Skandinavíu eða er það bara talið með Norðurlöndunum vegna skyldleika?
Gömul merking orðsins Skandinavía nær yfir löndin Noreg og Svíþjóð. Ekki er vitað fyllilega hver upprunaleg merking orðsins var en þó hafa menn hallast að því að merkingin sé eyja myrkursins eða þokueyjan (Norska orðið skodde merkir þoka og avia eða aujo sem er norskt að uppruna merkir eyja). Á fornum kortum er Sk...
Hvað eru margar steypireyðar til í heiminum?
Steypireyður er stærst hvala og stærsta dýr jarðarinnar. Vegna ofveiði hefur steypireyðum fækkað gífurlega á síðustu 60 árum. Tegundin er nú nánast útdauð í Norður-Atlantshafi og heildarfjöldi steypireyða er einhverstaðar á bilinu 6500 til 14000. Sem betur fer eru þær nú alfriðaðar. Steypireyðurin étur aðalle...
Verður jörðin einhver tímann útdauð?
Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það alme...
Hver skrifaði Kóraninn?
Múslímar telja að Kóraninn hafi vitrast Múhameð spámanni smám saman á 20 ára tímabili. Þá var Múhameð í leiðslu og Gabríel erkiengill birtist honum og opinberaði honum textann sem síðar varð að Kóraninum. Þegar Múhameð vaknaði úr leiðslunni fór hann með orðin sem honum höfðu vitrast. Sumir lærðu þau utanbókar e...
Hvað eru margar eyjar og sker á Íslandi?
Þetta er spurning af því tagi sem er ekki hægt að svara með ákveðinni tölu. Í frekar hátíðlegu máli segjum við að ástæðan sé sú að hugtökin 'eyja' og 'sker' séu ekki nægilega vel skilgreind eða afmörkuð. Með öðrum orðum getur verið ómögulegt að segja til um hvort tiltekið fyrirbæri sé eyja eða sker eða hvorugt. Þe...
Hvaðan kemur orðið karafla sem við notum yfir flöskur. Úr hvaða máli er það komið og hvað þýðir það?
Karafla er borðflaska undir vín eða vatn. Fleirtöluorðið er karöflur. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er það tökuorð úr dönsku, 'karaffel'. Á ensku og frönsku heitir þetta 'carafe', á ítölsku 'caraffa' og á spænsku 'garrafa'. Orðsifjabókin og aðrar heimildir á Netinu telja að orðið sé upprunalega komið úr arabí...
Þegar fólk fær ofnæmi er það þá vegna einhvers sem gerist í líkama þeirra á vissum aldri eða bara allt í einu?
Ofnæmi er það þegar ónæmiskerfi líkamans bregst óeðlilega við ýmsum efnum, til dæmis frjódufti, dýrahárum eða tilteknum lyfjum. Fólk sem hefur ofnæmi er ofurviðkvæmt fyrir ákveðnum efnum og það er ekki tengt neinum ákveðnum aldri hvenær fólk fær ofnæmi. Ofnæmi getur verið tvenns konar, annars vegar bráðaofnæmi ...
Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is?
Í gögnum Orðabókar Háskólans fundust ekki örugg dæmi um veislubarn. Aftur á móti er í fornu máli til orðið veislumaður og er ein merking þess ‘sá sem er á framfæri annars’ (Fritzner 901). Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld finnast bæði orðin veislukarl og veislukona. Skýringar eru á ...
Hvað eru þekktar margar tegundir fiska í heiminum?
Í dag eru þekktar um 28.000 tegundir núlifandi fiska. Þar af telja beinfiskar um það bil 27.000 tegundir og eru því langstærsti hópurinn. Þekktar eru um 970 tegundir brjóskfiska og um það bil 108 tegundir slímála og steinsuga. Úthöfin eru hins vegar að miklu leyti ókönnuð og sífellt eru því að finnast nýjar teg...
Hvaðan er bæjarnafnið Svertingsstaðir upprunnið?
Tveir bæir á Íslandi eru með nafninu Svertingsstaðir, annars vegar bær í Ytri-Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu og hins vegar í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Þeir koma ekki fyrir í Landnámabók en bær með því nafni er þar nefndur inn frá Fljótshlíð (= Svertingsvölustaðir) (350-351). Svertingsstaðir í Eyja...