Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 181 svör fundust
Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?
Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) hefur, þrátt fyrir fjölda lyfjarannsókna, verið skortur á góðum meðferðarúrræðum. Til þessa hafa rannsóknir aðeins sýnt ávinning af örfáum lyfjum - þau helstu eru sykursterar (e. glucocorticoids, þá aðallega dexametasón), einstofna móte...
Eru tölvuleikir vanabindandi?
Fyrst þarf aðeins að líta á merkingu orðsins „vanabindandi“. Það er yfirleitt notað um tilteknar afleiðingar sem fylgja neyslu sumra efna, til dæmis tóbaks, áfengis, heróíns og jafnvel koffíns. Efnin vekja lífeðlisfræðileg viðbrögð sem notandi efnisins sækir í og myndar þol við, þannig að smátt og smátt þarf hann ...
Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum?
Þekkt saga segir af því þegar forsætisráðherra Kína var spurður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar út í áhrif frönsku byltingarinnar. Hann á að hafa svarað því til að sagan ætti eftir að leiða í ljós hver þau yrðu. Sumum hefur þótt svarið vera til marks um að Kínverjar væru framsýnni en aðrar þjóðir en vel m...
Hvað veldur sykurfalli og hverjar eru afleiðingar þess á líðan einstaklings?
Blóðsykurfall (e. hypoglycemia), einnig kallað insúlínviðbragð (e. insulin reaction) eða insúlínlost (e. insulin shock), er ástand sem einkennist af lágum blóðsykri (glúkósa í blóði). Oft er miðað við blóðsykurgildi undir 4 mmól/l, en þetta getur verið einstaklingsbundið og mikilvægt að þeir sem eru með sykursýki ...
Hver er munurinn á ofnæmi og óþoli?
Skaðleg eða óæskileg áhrif af fæðu (e. adverse food reactions) hafa verið flokkuð í þrjá flokka: Áhrif miðluð af ónæmiskerfinu, áhrif óháð ónæmiskerfinu og eitranir.[1] (mynd 1). Fæðuofnæmi eru skaðleg eða óþægileg viðbrögð við fæðu, sem endurtaka sig aftur og aftur, ef viðkomandi fæðu er neytt, en koma ekk...
Hvað er vogunarsjóður?
Með hugtakinu vogunarsjóður (e. hedge fund) er yfirleitt átt við sjóð sem notar lántöku eða svokallaða skortstöðu í tilteknum eignum til að afla fjár til kaupa á öðrum eignum. Með skortstöðu er átt við að sjóðurinn fær verðbréf að láni frá öðrum og selur þau til að afla fjár. Einstakir vogunarsjóðir fylgja oft ...
Hvað er arður, samkvæmt skilningi hagfræðinnar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skilgreinir hagfræðin hugtakið „arður“? Getur fyrirtæki tekið út arð ef það skuldar? Þá ekki lögfræðilega, heldur samkvæmt skilgreiningunni á orðinu. Arður er íslensk þýðing á alþjóðlega hugtakinu dividend. Með arði er átt við greiðslur fyrirtækis í atvinnurekstri t...
Hvernig fer ofnæmispróf fram?
Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að t...
Hvaða merkingu hefur hugtakið tegund í líffræði?
Hugtakið tegund vísar til efnis, hlutar eða lífveru sem býr yfir ákveðnum eiginleikum. Í líffræði er tegundahugtakið gagnlegt til að hjálpa okkur að ráða í og fjalla um hinn mikla breytileika meðal lífvera sem við sjáum í lífríkinu. Fjöldi tegunda er gríðarlegur, vísindamenn hafa lýst yfir 1,7 milljónum tegunda og...
Hvað er svona merkilegt við árið 1918?
Enginn vafi leikur á því hvað Evrópubúum fyrir hundrað árum fannst merkilegast við árið 1918. Það var að í árslok ríkti loks friður milli stórveldanna. Í áramótahugvekju blaðsins Ísafoldar í janúarbyrjun 1919 mátti lesa þessi orð: Árið 1918 mun jafnan verða talið með merkustu árum veraldarsögunnar fyrir þæ...
Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?
Margar ástæður liggja að baki óförum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945). Aðalorsökin er þó sú að þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flestalla heri Evrópu. En hvernig var þetta mögulegt? Sv...
Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?
Höfundur þessa svars hefur þegar fjallað um heimspeki Platons í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum. Í svarinu Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól? gerir hann grein fyrir frægustu kenningu Platons, frummyndakenningunn...
Hvert var hægt að keyra árið 1918?
Árið 1918 var víða hægt að komast leiðar sinnar akandi á Íslandi, annaðhvort í hestvögnum eða bifreiðum. Bílaöld hófst hér árið 1913 í Hafnarfirði og Reykjavík en hestvagnar til farþegaflutninga voru eldri í hettunni. Vegagerð á Íslandi var í bernsku á þessum árum og vegir víðast hvar vondir. Það tók lungann úr tu...
Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?
Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...
Hafa nýir risaflugvellir áhrif á verð í millilandaflugi?
Spyrjandi spurði sérstaklega um hvort og þá hvernig nýir risaflugvellir í Kína og Tyrklandi geti haft áhrif á verð á millilandaflugi í heiminum? Flugvellirnir tveir sem um ræðir eru nýi alþjóðaflugvöllurinn í Istanbúl og Daxing-flugvöllurinn í Beijing. Framboð á flugvöllum Flugvellir eru flókin fyrirbæri sem t...