Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 263 svör fundust
Hvað éta marglyttur og hvernig fara þær að því að veiða?
Marglyttur tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria) en þau eru með ósérhæfðari og frumstæðari frumugerð en til dæmis hryggdýr, skordýr eða lindýr svo dæmi séu tekin. Í svari við spurningunni Úr hverju eru marglyttur? segir meðal annars þetta um marglyttur:Marglyttur hafa aðeins tvö frumulög. Yst er frumulag sem nefnis...
Dreymir dýr? Eru til rannsóknir á draumum dýra?
Rannsóknir á svefni dýra eru fyrst og fremst byggðar á atferlisathugunum en einnig, þar sem því verður við komið, á beinum mælingum. Þá eru mældir ýmsir lífeðlisfræðilegir þættir, þar á meðal heilarit, vöðvaspenna, öndun og hjartarit. Aðeins lítið brot af fjölskrúðugri tegundamergð dýraríkisins hefur verið sko...
Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt?
Af samhengi má ráða að spyrjandi á við jarðvarma þegar hann talar um orku jarðarinnar. Meginástæðan er sennilega sú hve ódýr olían er enn þá. Þegar olíukreppan reið yfir á 8. áratugnum jókst mjög áhugi Vesturlandabúa á endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem vindorku, sólarorku og fleira. Þegar svo tókst að knýja olíu...
Hvað eru margar froskategundir til á Íslandi og í heiminum?
Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá sama spyrjanda: Hvað eiga froskar mörg afkvæmi? Hvar og á hverju lifa þeir? Í hvaða bókum er eitthvað um froska? Hvað verða froskar stórir? Froskar, ásamt körtum, tilheyra ættbálknum Anura. Mynd hér að neðan sýnir flokkunarfræðilegan skyldleika froskdýra. Innan...
Hvað getið þið sagt mér um tarantúlur?
Almennt er talað um allar tegundir köngulóa af ættinni Theraphosidae sem tarantúlur. Upphaflega var tegundin Lycosa tarentula (e. wolf spider) sem lifir í Suður-Evrópu kölluð tarantúla en þessi tegund tilheyrir þó ekki Theraphosidae heldur ættinni Lycosidea. Lycosa tarentula er tiltölulega stór könguló, um 2,5 cm ...
Hvert er latneska heitið á apanum Marcel sem kemur fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends?
Í fyrstu þáttaröðinni af Vinum (e. Friends) kemur apinn Marcel nokkuð við sögu en hann var í eigu persónunnar Ross Geller sem leikinn var af David Schwimmer. Tveir kvenapar tóku að sér hlutverk Marcels í þáttunum og apinn var fyrsti vinurinn sem yfirgaf þáttaröðina fyrir frægð og frama í Hollywood. Aparnir tveir h...
Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?
Túkanar, eða piparfuglar eins og þeir eru yfirleitt nefndir á íslensku, eru allar tegundir innan ættarinnar Ramphastidae eða piparfuglaættar. Um er að ræða 6 ættkvíslir og 40 tegundir. Piparfuglar eru nokkuð breytilegir að stærð. Sá minnsti er leturarki (Pteroglossus inscriptus) sem er 130 g á þyngd og tæpir 30 cm...
Hvað er jarðköttur?
Jarðkettir (Suricata suricatta) eru smávaxin dýr af ættbálki rándýra. Þeir lifa í suðurhluta Afríku, nánar tiltekið í Kalahari-eyðimörkinni í Botsvana, Namib-eyðimörkinni í Namibíu og Angóla og auk þess í Suður-Afríku. Jarðkettir lifa neðanjarðar í göngum sem þeir grafa sjálfir. Þeir hafa mjög ríkt hópeðli og l...
Bróðir minn segist hafa séð könguló úti í garði með vængi, getur það verið?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Bróðir minn sagðist hafa séð könguló með vængi um daginn, við vorum úti í garði og hann segist vera 100% viss um að þetta hafi verið könguló með vængi, eru til köngulær með vængi á Íslandi? Nei, köngulær hafa ekki vængi og geta því ekki flogið líkt og skordýr (Insecta). ...
Af hverju hafa páfuglar svona langar stélfjaðrir?
Páfugl (Pavo cristatus) er ein af tveimur tegundum páfugla af ættkvíslinni Pavo sem er innan ættar Phasianidae eða fasanaættar. Hin tegundin er grænpáfuglinn (P. muticus) sem lifir í Indókína. Páfuglinn, sem einnig er nefndur indverski páfuglinn (e. indian peafowl), er þjóðarfugl Indlands. Þar þykir hann mikil ger...
Hver er íslenska þýðingin á „leopard lizard“ og hvað getið þið sagt mér um hana?
Það sem á ensku kallast „leopard lizard“ er ekki ein tegund eðlna heldur þrjár sem allar tilheyra ættinni Crotaphytida og ættkvíslinni Gambelia. Þetta eru tegundirnar: Gambelia wislizenii (e. Long-nosed leopard lizard)Gambelia copei (e. Cope's leopard lizard)Gambelia sila (e. Blunt-nosed leopard lizard) Eins og fl...
Getið þið sagt mér allt um gekkóa?
Gekkóar eru smáar og meðalstórar eðlur innan ættarinnar Gekkonidae. Til þessarar ættar teljast nú 1.196 tegundir sem flokkast í 5 undirættir og 97 ættkvíslir. Margar tegundir ættarinnar hafa eins konar þófa undir tánum sem gerir þeim kleift að hlaupa upp veggi og jafnvel loft innandyra. Þetta hafa margir séð se...
Getur ein lífvera náð stjórn á líkama annarrar?
Flestir telja að dýr hreyfi og ráði sér sjálf. En í lífheiminum er þekkt að lífverur nái valdi á dýri og geti stjórnað hegðan þess. Það er hins vegar afar sjaldgæft og dæmin um slíkt eru undantekningar. Hárormar (e. hairworms) eru hryggleysingjar sem sýkja tiltekin skordýr, þar á meðal engisprettur. Hárormar þr...
Af hverju strjúka kettir oft?
Kötturinn fer sínar eigin leiðir, segir máltækið, og það er talsvert til í því. Sambýli manns og kattar hefur lengst af helgast af því gagni sem kettir gera með því að veiða mýs, rottur og önnur dýr sem valdið geta tjóni. Þetta hefur helst skipt máli þar sem menn stunda akuryrkju og annar landbúnað og safna birgðu...
Hverjar eru minnstu fuglategundirnar og finnast þær í Evrópu?
Á Vísindavefnum er að finna tvö svör um minnstu fuglategundir heims:Eftir Jón Má Halldórsson: Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?Eftir Auði Elvu Vignisdóttur: Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi? Í þessum svörum kemur fram að minnstu fuglategundir jarðar eru af ætt kólibrífugla (Trochilidae) og sú minnsta ...