- Eftir Jón Má Halldórsson: Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?
- Eftir Auði Elvu Vignisdóttur: Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi?
Glókollar eru af ættbálki spörfugla (Passeriformes). Kjörlendi þeirra eru fyrst og fremst barrskógar og þar gera þeir sér hreiður. Þeir eru mjög algengir í barrskógum Evrópu og blönduðum skógum. Venjulega reynir glókollsparið varp tvívegis yfir varptímann og er eggjafjöldinn talsverður eða að meðaltali 9-11 egg. Þekkt er að glókollspar hafi verið með 15 egg í hreiðri. Ungarnir klekjast út eftir um 16 daga og verða fleygir eftir 19 daga að meðaltali. Foreldrarnir taka jafnan þátt í uppeldi unganna og getur viðkoma stofnsins orðið mikil í hagstæðu árferði. Glókollar éta aðallega skordýr, sérstaklega grenilýs af grenitrjám.
Útbreiðsla glókolls: Grænn litur táknar svæði þar sem hann dvelur allt árið, sá guli sumarsvæði og blár vetrarsvæði. Á þetta kort vantar gulan lit á Íslandi.
Þótt að glókollur sé minnsti varpfugl Evrópu, um 9 cm á lengd, er hann hálfgerður risi miðað við suma kólibrífugla eins og lesa má í ofangreindum svörum. Hunangsbríinn er til dæmis næstum því helmingi minni eða um 5,5 cm á lengd. Glókollurinn á amerískan frænda sem sumir fræðimenn vilja flokka sem sömu tegund, enda mjög svipaður að stærð og í útliti. Sá heitir á ensku golden-crowned kinglet (Regulus satrapa). Heimildir og myndir:
- Náttúrustofa Vesturlands
- Birdguides
- Greinin "kinglet" af vefsetri Encyclopædia Britannica