Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 258 svör fundust
Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?
Svörin við þessum spurningum velta á fjölmörgum þáttum. Í fyrsta lagi er algerlega óvíst hversu mikið evruupptaka ein og sér mundi lækka vexti á Íslandi. Í öðru lagi fer greiðslubyrði af lánum ekki eingöngu eftir því hvað þau bera háa vexti heldur einnig lánsupphæð og lánstíma, að ógleymdri verðtryggingunni. Í þri...
Hvað getið þið sagt mér um Grímsvatnagosið árið 2011?
Öflugt gos hófst í Grímsvötnum þann 21. maí 2011 klukkan sjö um kvöld. Vísindamenn höfðu búist við gosi í nokkurn tíma, því að mælingar á landrisi í Eystri-Svíahnúk sýndu að kvikuhólfið undir vötnunum var komið í svipaða stöðu og fyrir eldsumbrotin í nóvember 2004. Þá hafði jarðskjálftavirkni heldur aukist misseri...
Er gagnlegt að taka hitalækkandi lyf við sótthita eða getur það haft áhrif á varnarkerfi líkamans?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að velta fyrir mér virkni sótthita. Þegar maður veikist á maður að taka hitalækkandi til þess að hjálpa líkamanum að starfa eða er hitinn tæki líkamans til þess að herja á óværur? Sótthiti er nokkuð sem flestir, ef ekki allir, upplifa einhvern tíma. Þessi fylgikvilli ...
Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er pipar og hvernig verður hann til? er pipar krydd úr berjum piparjurtarinnar Piper nigrum. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer litur og bragð eftir því hvernig berin eru meðhöndluð. Piparjurtin er upprunninn í Suður- og Suðaustur-Asíu og er meðal elstu krydd...
Hversu gamalt er England og hvernig myndaðist það?
Bretland — England og Skotland — spannar næstum alla jarðsöguna, meira en 3000 milljón ár (m.á.). Í Hebrideseyjum og NV-Skotlandi er hið forna berg á yfirborði (fjólublátt á jarðfræðikortinu hér fyrir neðan), en í East Anglia í SA-Englandi er yfirborðsberg frá síðustu ísöld (gulbrúnt á kortinu). Hvergi í heiminum ...
Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?
Alexander von Humboldt var fæddur af tignum ættum í Tegel-höll við Berlín 1769. Eldri bróðir hans, Wilhelm (1767-1835), varð mikils metinn málfræðingur og frumkvöðull í háskólamálum. Alexander nam náttúrufræði í Göttingen, verslunar- og hagfræði í Hamborg, og jarðvísindi í skóla A.G. Werners (1749-1817) í Freiberg...
Hvernig er plast endurunnið?
Einnig var spurt:Hvernig er plast endurunnið hér á landi? Plast er búið til úr mismunandi fjölliðum. Því miður eru ekki til íslensk heiti á þeim en algengt er að nota skammstafanir þeirra. Þær algengustu eru: high-density polyethylene (HDPE), low-density polyethylene (LDPE), polypropylene (PP), polyvinyl chlori...
Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni?
Down-heilkenni (e. Down's Syndrome) er kennt við lækninn John Langdon Haydon Down sem lýsti því árið 1866. Vitneskja um að litningabreyting ætti hlut að máli kom hins vegar ekki fram fyrr en árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn og hefur tíðni hans á Íslandi verið metin um það bil 1 á hver 9...
Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins?
Formlegt vald embættis varaforseta innan bandarísku stjórnskipunarinnar er takmarkað. Varaforsetinn er forseti öldungadeildar bandaríska þingsins en án atkvæðisréttar nema þegar atkvæði standa jöfn, en þá hefur hann úrslitaatkvæði. Sem forseti öldungadeildarinnar hefur hann umtalsvert dagskrárvald og getur þannig...
Hvað er alkóhólismi?
Upphaflegar spurningar voru þessar: Hvað er alkóhólismi/áfengissýki og af hverju mæta þeir sem haldnir eru þeirri veiki svo miklum fordómum í þjóðfélaginu? (Hlín) Getið þið skilgreint alkóhólisma? (Bergvin) Er alkahólismi og eiturlyfjafíkn sjúkdómur? (Hjörtur) Er áfengissýki arfgeng? (Sigríður) Áfengisfíkn ...
Hver er uppruni og saga ólympískra skylminga?
Upphaf skylminga sem keppnisíþróttar má rekja allt aftur til Egyptalands fyrir um 3200 árum. Á veggmyndum í egypsku hofi frá um 1200 f. Kr. má sjá myndir af keppni í skylmingum þar sem notast var við grímur og annan varnarbúnað svipuðum þeim sem notast er við í nútímaskylmingum. Fyrr á öldum börðust menn með ý...
Hvað er og hvernig verkar penisilín?
Penisilín (e. penicillin) er fúkkalyf sem notað er til að vinna á bakteríusýkingum. Í daglegu tali er orðið penisilín ekki notað um eitt ákveðið lyf heldur nær það yfir mismunandi tegundir af penisilíni og hóp sýklalyfja sem eru búin til úr penisilíni. Penisilín-sýklalyf eru mest notuðu sýklalyf hér á landi enda e...
Er eitthvað um lífrænan landbúnað á Íslandi?
Lífrænn landbúnaður hefur verið stundaður lengi hér á landi. Í dag eru um 40 aðilar með staðfesta vottun á því að þeir séu með lífrænan landbúnað og er fjölbreytileiki afurða frá þessum framleiðendum og vinnslustöðvum mjög mikill. Stærstur hluti íslenskra bænda framleiðir sínar afurðir í sátt við umhverfi sitt...
Hvaðan komu fyrstu hundarnir og hvernig eru hundar ræktaðir?
Hundar (Canis familiaris) eru náskyldir úlfum og tilheyra þeir báðir sömu ættinni, hundaættinni (Canidae), sem inniheldur aðeins um 35 tegundir í um það bil 10 ættkvíslum. Nánasti forfaðir hunda er talinn vera timburúlfurinn (Canis lupus lyacon), en mjög lítill erfðafræðilegur munur er á hundum og úlfum og geta þe...
Skapa peningar hamingju?
Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli: Já, en að takmörkuðu leyti í þróuðum löndum eins og Íslandi. Fræðimenn hafa sýnt fram á að fjölskyldulíf, vinátta og hjónabönd hafa mun meiri áhrif á hamingju fólks á Vesturlöndum heldur en tekjur og eignir. Engu að síður er sú trú útbreidd að peningar og efnislega...